Tilkynning

Starfsfólk okkar fæst nú við mjög margar þjónustubeiðnir. Biðtími eftir svari við spurningum í tölvupóstum, spjalli og @TeamYouTube á Twitter getur verið lengri en vanalega.

Finndu tónlist frá flytjendum sem eru í uppáhaldi

Þú getur hafið áskrift að tónlistarflytjendum og fengið tilkynningar frá rásunum þeirra og þannig fengið fréttir af nýjustu tónlistinni, vídeóunum og tónleikaferðunum þeirra.

Gerast áskrifandi að flytjanda

Þú getur hafið áskrift að flytjanda á sama hátt og öðrum höfundum á YouTube með því að fylgja þessum leiðbeiningum:

  1. Skráðu þig inn á YouTube.
  2. Farðu í vídeó frá flytjandanum sem er í uppáhaldi.
  3. Undir vídeóspilaranum skaltu smella eða ýta á FÁ ÁSKRIFT .

Þegar þú hefur hafið áskrift munu ný vídeó sem flytjandinn birtir sjást í áskriftastraumnum þínum. Nánar um áskrift að rásum. Þú getur líka hafið áskrift að flytjendum á síðum rása.

Tegundir rása sem flytjendur geta verið með

Flytjandi getur verið með fleiri en eina tegund rása á YouTube:

  • Rás sem flytjandinn sér um sjálfur.
  • Rás frá samstarfsaðila sem stjórnað er af samstarfsaðila YouTube í tónlistardreifingu (til dæmis útgefanda).
  • Efnisrás sem YouTube útbýr skjálfkrafa Þær rásir bera heitið „Nafn flytjanda - efni“ og þar stendur „útbúin sjálfkrafa af YouTube“ í hlutanum Um á rásinni. Nánar hér að neðan um efnisrásir flytjenda sem útbúnar eru sjálfkrafa.
  • Opinber flytjandarás Tónlistarathugasemd , samsafn af tónlist og vídeóum á öllum mismunandi YouTube rásum flytjandans. Þú getur fundið opinbera flytjandarás með því að leita að flytjandanum á YouTube. Þú getur líka fundið opinberu flytjandarásina með því að horfa á opinber vídeó flytjandans. Nánar um opinberar flytjandarásir.

Ef þú hefur hafið áskrift að efnisrás flytjanda eða rás frá samstarfsaðila færðu sjálfkrafa áskrift að opinberu flytjandarásinni þegar hún er búin til. Tilkynningar verða þá sendar frá opinberu flytjandarásinni. Nánar um tilkynningar frá flytjendum hér að neðan.

Þegar þú hefur hafið áskrift að opinberri flytjandarás verða áskriftir þínar að efnisrás flytjandans og rás frá samstarfsaðila óvirkar. Það þýðir að þær verða ekki lengur á áskriftalistanum þínum. Þú getur áfram fundið efnisrás flytjanda eða rás frá samstarfsaðila í leit en þessar rásir munu ekki lengur vera með áskriftarhnapp.

Eins og alltaf geturðu stjórnað áskriftunum þínum fyrir allar rásir sem þú ert áskrifandi að, þar á meðal opinberum flytjandarásum.

Tilkynningar frá flytjendum

Þegar þú hefur áskrift að rás gætirðu farið að sjá tilkynningar þegar rásin birtir ný vídeó. Sjálfgefið sendum við þér bara helstu tilkynningar frá rásinni. Sjáðu hvernig þú getur stjórnað tilkynningunum þínum.

Ef flytjandi er með opinbera flytjandarás muntu bara fá tilkynningar frá opinberu rásinni í áskriftastraumnum.

Tegund tilkynningar sem þú færð frá opinberri flytjandarás fer eftir tilkynningastillingunum sem þú ert með fyrir aðrar rásir frá flytjandanum:

  • Ef þú hefur stillt bjöllutilkynningar á opinberri flytjandarás muntu fá bjöllutilkynningu óháð því hver stillingin er á öðrum rásum. 
  • Ef þú hefur stillt á helstu tilkynningar á opinberri flytjandarás muntu sjá helstu tilkynningar óháð því hver stillingin er á öðrum rásum. 
  • Ef þú hefur einhverja aðra tilkynningastillingu á opinberri flytjandarás og þú hefur annaðhvort stillt á bjöllutilkynningar eða engar tilkynningar á rásinni frá samstarfsaðila þú mun opinber flytjandarás fá tilkynningastillinguna frá rás samstarfsaðila.
  • Kjörstillingar frá efnisrás hafa ekki áhrif á tilkynningastillingar þínar fyrir opinbera flytjandarás.

Efnisrásir sem búnar eru til sjálfkrafa fyrir flytjendur

Þú gætir séð bæði efnisrás og opinbera flytjandarás í leit. Efnisrás flytjanda er útbúin sjálfkrafa af YouTube og ber heitið „Heiti flytjanda - efni“. Ef flytjandinn er ekki með opinbera flytjandarás geturðu hafið áskrift að efnisrásinni. Þetta mun bæta efnisrásinni við áskriftalistann þinn en bætir ekki vídeóum við áskriftastrauminn. Þú færð ekki tilkynningar frá efnisrásum.

Ef þú ert flytjandi með efnisrás mælum við með því að þú setjir upp opinbera flytjandarás.

 

Hvernig ákveður YouTube hvenær á að búa rás fyrir flytjanda til sjálfkrafa?

Efnisrás er búin til fyrir flytjanda ef viðkomandi er með umtalsverðan sýnileika á YouTube. Ef flytjandi er ekki með efnisrás gæti það verið vegna þess að:

  • Einungis eru til nokkur vídeó frá flytjandanum.
  • Vídeó flytjandans eru ekki með mörg áhorf.
  • Vídeó flytjandans uppfylla ekki gæðaviðmið YouTube.
Hvernig ákveður YouTube hvaða efni fer á efnisrás flytjanda?

YouTube notar reiknirit til að finna út hver eru helstu umfjöllunarefni vídeós og notar þær upplýsingar til að búa til vídeósöfn fyrir flytjanda. Efnisrásir geta innihaldið efni frá flytjandarás og líka efni sem notendur búa til. Rásirnar endurspegla ekki álit YouTube.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
2414473835533354052
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false