Spilun í bakgrunni virkar ekki

Spilun í bakgrunni virkar eingöngu í YouTube snjallforritum og nauðsynlegt er að hafa YouTube Premium aðild. Sum vídeó eru ekki tiltæk í bakgrunnsspilun eða í niðurhal til að spila ónettengt, jafnvel þó þú sért með rásaraðild. Skoðaðu skrefin hér að neðan til að fá hjálp við að leysa úr vandamálinu.

Algeng skref í úrræðaleit

 Endurræstu YouTube-forritið eða tækið þitt

Ef YouTube forritið í snjalltækinu þínu hefur verið í gangi í einhvern tíma er mögulegt að ekki nægileg gögn séu fyrir hendi til að spilun í bakgrunninum virki rétt. Prófaðu að loka YouTube forritinu eða endurræsa símann.

Skoðaðu hvort aðildin þín sé nokkuð útrunnin

Passaðu að YouTube Premium aðildin þín sé ekki útrunnin. Í YouTube forritinu skaltu ýta á prófílmyndina þína og svo Gjaldskyldar aðildir og fletta niður að Stjórna.

Ef þú misstir aðgang að YouTube Premium nýlega og byrjaðir áskrift aftur tekur það nokkra klukkutíma fyrir vistuð vídeó að birtast eftir að þú hefur byrjað áskrift aftur. Ef þú þarft að horfa á vídeó strax skaltu ýta á Meira '' og velja Reyna niðurhal aftur.

Prófaðu að skrá þig aftur inn í YouTube Premium

Passaðu að þú hafir skráð þig inn á reikninginn sem tengist YouTube Premium aðildinni þinni.

  • Prófaðu að skrá þig út og svo inn aftur á reikninginn sem tengist YouTube Premium.
  • Athugaðu hvort þú sérð YouTube Premium lógóið (í stað YouTube lógósins) á YouTube.

Skoðaðu hvort YouTube Premium er í boði á þínum stað

YouTube Premium fríðindi virka bara í löndum þar sem YouTube Premium er í boði. Skoðaðu hvort þú ert á stað þar sem YouTube Premium hefur verið gangsett.

Skoðaðu stillingarnar fyrir bakgrunnsspilun

Skoðaðu stillingarnar fyrir bakgrunnsspilun í YouTube forritinu til að tryggja að þú hafir ekki slökkt á stillingunni.

Uppfærðu YouTube forritið þitt

Passaðu að þú notir nýjustu útgáfu YouTube forritsins. Farðu í forritaverslun tækisins og skoðaðu hvort að einhverjar uppfærslur eru í bið fyrir YouTube forritið.

Ef þú ert með nýjan síma eða ef þú hefur nýlega endurheimt símann gæti hann verið með gamla útgáfu af YouTube forritinu (t.d. eru útgáfur eldri en 12.0 taldar úreltar).

Skoðaðu farsímagagnastillingarnar í símanum

Skoðaðu stillingarnar í snjalltækinu til að tryggja að þú hafir kveikt á bakgrunnsgögnum fyrir YouTube.

Fleiri skref sem þú getur prófað

Staðfestu að engin önnur forrit séu að spila hljóð

Athugaðu önnur forrit sem þú hefur opin til að tryggja að engin þeirra séu að spila hljóð. Spilun í bakgrunni virkar ekki á meðan önnur forrit eru að spila hljóð.

Skoðaðu styrk nettengingarinnar

Nettenging þarf að vera sterk til að geta sótt vídeó. Passaðu að tækið sé tengt við Wi-Fi-net sem er 3 Mb/sek. eða hraðara eða farsímakerfi sem er með gagnaáskrift sem styður 3G, 4G eða LTE hraða. Ef þú ert ekki viss um hver núverandi nethraði þinn er geturðu prófað hraðann á netinu.

Athugaðu tilkynningastillingarnar í símanum þínum

Athugaðu hvort þú hafir lokað á allar tilkynningar fyrir YouTube forritið. Þú getur skoðað það í stillingum tækisins. Ef þú lokaðir á tilkynningar er hugsanlegt að YouTube forritið geti ekki virkað rétt og/eða fengið aðgang að netinu í bakgrunninum.

Ef þetta kemur fyrir þarftu að opna aftur á YouTube tilkynningar í stýrikerfinu og ef þú vilt enn ekki fá tilkynningar geturðu lokað á þær í stillingunum í YouTube forritinu.

Hafðu samband við þjónustu og sendu vöruábendingu

Ef þú ert enn í vandræðum skaltu hafa samband við þjónustu. Þegar þú hefur samband við þjónustu skaltu minnast á eftirfarandi:
  • Taktu fram hvort hljóðið hætti um leið og þú ferð úr forritinu eða hvort það spilar í einhvern tíma og stoppi síðan óvænt.
  • Taktu fram öll villuskilaboð sem þú sérð þegar þú ferð aftur í forritið.
  • Sendu inn ábendingu um forritið.
Sendu vöruábendingu til YouTube:
  • Þú getur líka sent inn vöruábendingu. Þú færð ekki svar en ábendingunni verður deilt með vöruteymum YouTube.
  • Til að gera þetta skaltu velja prófílmyndina þína og svo Ábending Feedback.
  • Passaðu að haka í reitinn fyrir „Kerfisskrár“. Það auðveldar okkur að skilja vandamálið betur. 

 

Til baka í Framkvæma úrræðaleit á aðildarfríðindum YouTube Premium  

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
14585339256212295017
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false