Notaðu sjálfvirka skjátexta

Skjátextar eru frábær leið til að gera efni aðgengilegra fyrir áhorfendur. YouTube getur notað raddgreiningartækni til að búa skjátexta til sjálfkrafa fyrir vídeóin þín.
Athugaðu: Þessir sjálfvirku skjátextar eru búnir til með því að nota vélnámsreiknirit og því gætu gæði skjátextanna verið breytileg. Við hvetjum höfunda til að setja inn eigin skjátexta fyrst. YouTube er sífellt að bæta raddgreiningartækni sína. En sjálfvirkir skjátextar gætu misskilið talað efni vegna villna í framburði, hreims, mállýskna eða bakgrunnshljóða. Þú ættir alltaf að lesa yfir sjálfvirka skjátexta og breyta því sem ekki er þýtt almennilega.

Sjálfvirkir skjátextar í lengri vídeóum og Shorts

Sjálfvirkir skjátextar eru í boði á: arabísku, hollensku, ensku, frönsku, þýsku, hebresku, hindí, indónesísku, ítölsku, japönsku, kóresku, portúgölsku, rússnesku, spænsku, tyrknesku, úkraínsku og víetnömsku. Ef fjöltungumálahljóðrásir eru til staðar fyrir vídeó munu sjálfvirkir skjátextar verða sýndir á því tungumáli sem er sjálfgefið.

Við hvetjum höfunda til að setja inn eigin skjátexta fyrst. Ef sjálfvirkir skjátextar eru í boði munu þeir sjálfkrafa birtast í vídeóinu. Ekki er víst að sjálfvirkir skjátextar séu tilbúnir þegar þú hleður upp vídeói. Vinnslutími fer eftir flækjustigi í hljóði vídeósins.

YouTube er sífellt að bæta raddgreiningartækni sína. En sjálfvirkir skjátextar gætu misskilið talað efni vegna villna í framburði, hreims, mállýskna eða bakgrunnshljóða. Þú ættir alltaf að lesa yfir sjálfvirka skjátexta og breyta því sem ekki er þýtt almennilega.

Svona geturðu lesið yfir sjálfvirka skjátexta og gert breytingar eftir þörfum:

  1. Skráðu þig inn í YouTube Studio.
  2. Í vinstri valmyndinni skaltu velja Skjátextar.
  3. Smelltu á vídeóið þar sem þú vilt bæta skjátextum við.
  4. Undir „Skjátextar“ skaltu smella á Meira '' við hliðina á skjátextunum sem þú vilt breyta.
  5. Lestu yfir sjálfvirka skjátexta og breyttu eða fjarlægðu þá hluta sem ekki hafa verið þýddir eðlilega.

Úrræðaleit vegna vandamála með sjálfvirka skjátexta

Ef vídeóið þitt býr ekki til sjálfvirka skjátexta gæti það verið af einni eða fleiri af eftirfarandi ástæðum:

  • Skjátextarnir eru ekki tilbúnir ennþá vegna vinnslu á flóknu hljóðefni í vídeóinu.
  • Sjálfvirkir skjátextar styðja ekki tungumál vídeósins.
  • Vídeóið er of langt.
  • Hljóðgæði eru léleg í vídeóinu eða YouTube skilur ekki talið.
  • Það er löng þögn í byrjun vídeósins.
  • Margir tala í einu eða mörg tungumál notuð á sama tíma.
Sjálfvirkir skjátextar í beinstreymum
Athugaðu: Sjálfvirkir skjátextar fyrir beinstreymi eru bara í boði á ensku. Einungis er hægt að kveikja á sjálfvirkum skjátextum fyrir stök beinstreymi, ekki alla rásina.

Verið er að innleiða sjálfvirka skjátexta fyrir beinstreymi á enskumælandi rásum. Þær rásir streyma á „venjulegur biðtími“ og eigin skjátextar ekki tiltækar. Við hvetjum höfunda til að nota eigin skjátexta fyrst. Nánar um skjátextakröfur í beinstreymum.

Eftir að beinstreyminu lýkur munu sjálfvirkir skjátextar í beinni ekki vera áfram í vídeóinu. Nýir sjálfvirkir skjátextar verða myndaðir eftir VOD-ferlinu og gætu verið ólíkir þeim sem myndaðir voru í beinstreyminu.

Settu upp sjálfvirka skjátexta í beinni

Svona geturðu kveikt á sjálfvirkum skjátextum í beinni (bara enska):

  1. Farðu á YouTube.
  2. Efst til hægri skaltu smella á Búa til  og svo Hefja beinstreymi.
  3. Veldu Streymi  í vinstri valmyndinni.
  4. Í streymisstillingum skaltu kveikja á Skjátextar.
  5. Veldu „Sjálfvirkir skjátextar“ sem uppruna skjátexta.
  6. Veldu tungumál vídeós (bara enska).

Úrræðaleit vegna sjálfvirkra skjátexta í beinni

Ef beinstreymið sýnir ekki sjálfvirka skjátexta gæti ástæðan verið ein eða fleiri af eftirfarandi:

  • Ekki hefur verið kveikt á eiginleikanum fyrir rásina þar sem við erum smám saman að innleiða hann á rásir með fleiri en 1.000 áskrifendur.
  • Rásin er að streyma með mjög miklum eða miklum biðtíma (til dæmis beinstreymi úr snjalltæki). Sjálfvirkir skjátextar í beinni eru bara í boði fyrir streymi með venjulegum biðtíma.
  • Sjálfvirkir skjátextar styðja ekki tungumál vídeósins.
  • Hljóðgæði eru léleg í vídeóinu eða YouTube skilur ekki talið.
  • Margir tala í einu eða mörg tungumál notuð á sama tíma.
Athugaðu: Til að koma í veg fyrir að sjálfvirkir skjátextar birtist í beinstreymi hjá þér geturðu haft samband við starfsfólk höfundaþjónustu.

Ítarlegar stillingar fyrir sjálfvirka skjátexta

Mögulega óviðeigandi orð í sjálfvirkum skjátextum

Stillingin „Ekki sýna mögulega óviðeigandi orð“ í YouTube Studio skiptir sjálfgefið út mögulega óviðeigandi orðum með opnum hornklofa, tveimur undirstrikum og lokuðum hornklofa „[ __ ]“ í sjálfvirkum skjátextum. Þessi stilling hefur ekki áhrif á hljóðrásir eða skjátexta sem breytt er handvirkt. Henni er ætlað að koma í veg fyrir að mögulega óviðeigandi orð birtist óvart í sjálfvirkum skjátextum. Hún hefur heldur ekki áhrif á tekjuöflunarstöðu vídeósins.

Sjálfvirkir skjátextar eru notaðir í upphlöðnum vídeóum og beinstreymi.

Við hvetjum höfunda áfram til að skoða sjálfvirka skjátexta eftir því sem við endurbætum raddgreiningarhugbúnað okkar og fækkum villum í sjálfvirkum skjátextum.

Svona geturðu slökkt á stillingunni „Ekki sýna mögulega óviðeigandi orð“ ef þörf er á:

  1. Skráðu þig inn í YouTube Studio.
  2. Í vinstri valmyndinn skaltu velja Stillingar .
  3. Veldu Rás og svo Ítarlegar stillingar.
  4. Undir „Sjálfvirkir skjátextar“ skaltu afvelja Ekki sýna mögulega óviðeigandi orð.
Athugaðu: Þessi stilling er í boði fyrir sjálfvirka skjátexta.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
673015388171740210
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false