Notendahandbók fyrir rásanet

Kveikja á tekjuöflun fyrir rásir sem er stýrt gegnum rásanet

Þessir eiginleikar eru einungis tiltækir þeim samstarfsaðilum sem nota efnisstjórnun YouTube Studio. Hafðu samband við samstarfsráðgjafa þinn hjá YouTube til að fá aðgang.

Rásanet (Multi-channel networks (MCN) geta stjórnað tekjuöflunarstillingum rása á sínu neti. Allar rásir sem eru hluti af rásaneti þurfa líka að láta skoða rásina og fylgja tekjuöflunarreglum YouTube.

Virkja tekjuöflun fyrir stakar rásir

Til að kveikja á tekjuöflun fyrir vídeó á tiltekinni rás í rásanetinu gerirðu eftirfarandi:

  1. Skráðu þig inn á reikning eiganda efnis á YouTube.
  2. Veldu reikningstáknið > Efnisstjóri uppi í hægra horninu.
  3. Veldu Vídeóstjórnun > Vídeó í vinstri valmyndinni.
  4. Síaðu eftir rás með því að velja felliörina við hliðina á Rásasía efst á skjánum og velja rásina.
  5. Veldu þau vídeó sem þú vilt kveikja á tekjuöflun fyrir.
  6. Efst á skjánum smellirðu á Aðgerðir > Afla tekna.

Þegar kveikt er á tekjuöflun fyrir rásina virkjast hún fyrir öll ný vídeó sem hlaðið er upp á rásinni.

Virkja rásir til að stjórna tekjuöflunarstillingum

Nú geturðu gefið rásum sem ekki eru hlutdeildarrásir í netinu færi á að stjórna tekjöflunarstillingum fyrir vídeóin sín með því að nota eiginleikann „Afla tekna af upphleðslum“.

  1. Skráðu þig inn á reikning eiganda efnis á YouTube.
  2. Smelltu á reikningstáknið > Creator Studio sem er efst til hægri.
  3. Veldu Rásir > Yfirlit í valmyndinni vinstra megin.
  4. Veldu rásina.
  5. Smelltu á fellivalmyndina Heimildir.
  6. Undir „Afla tekna af upphleðslum“ velurðu Kveikja.

*Rásanet geta ekki lokað fyrir heimild hlutdeildarhöfundar til að kveikja á tekjuöflun í vídeóum sínum þar sem hlutdeildarrásir mega afla tekna af gjaldgengum vídeóum samkvæmt skilmálum þjónustu YouTube fyrir samstarfsaðila. 

Þegar rásanetið hefur kveikt á eiginleikanum „Afla tekna af upphleðslum“ fyrir rás í netinu getur höfundurinn aflað tekna af efni þeirra sjálfur með því að nota leiðbeiningar um uppsetningu tekjuöflunar.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
6138259210802978650
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false