Hvernig YouTube metur fræðsluefni, heimildaefni, vísindaefni eða listrænt efni (e. Educational, Documentary, Scientific, or Artistic: EDSA).

Reglum netsamfélagsins er ætlað að gera YouTube að öruggara samfélagi. Stundum leyfum við efni að vera áfram á YouTube þó að það brjóti gegn reglum netsamfélagsins ef það er sett fram í fræðslutengdu, heimildalegu, vísindalegu eða listrænu samhengi (e. Educational, Documentary, Scientific, or Artistic - EDSA). Í þeim tilvikum fær efnið EDSA-undanþágu. Í þessari grein færðu ábendingar um hvernig þú getur bætt samhengi við EDSA-efnið þitt, það er meiri upplýsingum sem upplýsa eða fræða áhorfendur.

Athugaðu: Þó að þú bætir samhengi við EDSA-efni er ekki víst að það heyri undir EDSA-undanþágu.

Hvernig efni fær EDSA-undanþágu

Efnisrýnar okkar meta hvert tilvik fyrir sig þegar skoðað er hvort efni fái EDSA-undanþágu. Fyrst skoðum við hvort efnið innihaldi brot á reglum netsamfélagsins. Ef brot er fyrir hendi skoðum við hvort nægilegt samhengi er fyrir hendi í efninu til að gefa EDSA-undanþágu. Við skoðum HVAÐA samhengi er fyrir hendi og HVAR samhengið er.

Hvaða samhengi skal bæta við EDSA-efnið þitt

Tegund samhengis sem þú þarft að láta fylgja með til að fá EDSA-undanþágu ræðst af því hvað er í efninu.

Við gerum EDSA-undanþágur þegar eitt eða fleira af eftirfarandi á við um efnið:

1. Grunnstaðreyndir um hvað er að gerast í efninu: Greinir hverjir eru í efninu, lýsir því hvað efnið sýnir eða hvenær og hvar það á sér stað eða skýrir hvers vegna tiltekið efni er fyrir hendi. 

Dæmi um grunnstaðreyndir

Grunnstaðreyndir eru sérlega gagnlegar þegar efnið er ofbeldisfullt eða gróft eða sýnir nekt eða kynlíf. Efnið gæti verið minna skaðlegt fyrir áhorfendur þegar samhengi er fyrir hendi.

Þessi dæmi sýna efni sem er líklegra eða ólíklegra til að fá EDSA-undanþágu: 

Líklegra til að fá EDSA-undanþágu

Ólíklegra til að fá EDSA-undanþágu

Öryggisupptökur sem sýna fórnarlömb ofbeldisfulls ráns hljóta meiðsli ásamt upplýsingum í vídeóinu. Upplýsingarnar geta til dæmis verið hvar og hvenær afbrotið átti sér stað og hvers vegna vídeóið er birt.

Öryggisupptökur sem sýna fórnarlömb ofbeldisfulls ráns hljóta meiðsli með emoji, til dæmis 😆 eða 😲, yfir myndefninu.

Upptökur af skurðaðgerð sem sýna opin sár með upplýsingum í vídeóinu. Upplýsingarnar geta til dæmis verið um hvers kyns skurðaðgerð sé að ræða og hvers vegna.

Upptökur af skurðaðgerð sem sýna opin sár með heiti eða lýsingu þar sem stendur að þær muni „hneyksla“ eða „valda viðbjóði“ hjá áhorfandanum.

Stutt nekt sem er hluti af leiksýningu þar sem nektin birtist í samhengi lengri sögu.

Nektarupptökur úr ýmsum heimildamyndum með klámfengnum texta í yfirlögn.

Upptökur af ofbeldi þar sem fólk sést fá banvæna áverka en í kreditlistanum birtast upplýsingar þar sem áhorfendur eru látnir vita að ofbeldið er hluti af leiknu efni.

Upptökur af ofbeldi þar sem fólk sést fá banvæna áverka en almennur áhorfandi myndi ekki átta sig á hvort ofbeldið er raunverulegt eða hluti af leiknu efni.

 

2. Fordæming, andstæðar skoðanir eða satíra: Láttu vita að efnið þitt fordæmi tilteknar fullyrðingar, hafi að geyma andstæðar skoðanir eða sé satíra.

Dæmi um fordæmingu, andstæðar skoðanir eða satíru

Áhersla á fordæmingu, andstæðar skoðanir eða satíru er sérstaklega gagnleg þegar efnið varðar hatursorðræðu eða villandi upplýsingar. Sumt efni getur verið villandi eitt og sér en ekki jafn skaðlegt áhorfendum þegar samhengi er gefið. Samhengi getur verið að gagnrýna hatursfulla hugmyndafræði eða sýna fram á ósannindi í röngum fullyrðingum með því að benda á skoðanir frá áreiðanlegum upplýsingaveitum, til dæmis heilbrigðis- eða kosningayfirvöldum.
Þessi dæmi sýna efni sem er líklegra eða ólíklegra til að fá EDSA-undanþágu:

Líklegra til að fá EDSA-undanþágu

Ólíklegra til að fá EDSA-undanþágu

Efni þar sem einstaklingur heldur því ranglega fram að einstaklingar sem eru yfir ákveðnum aldri hafi ekki heimild til að greiða atkvæði í lýðræðislegum kosningum. Efnið skýrir einnig að staðhæfingin sé röng.

Efni þar sem einstaklingur heldur því ranglega fram, án frekara samhengis, að einstaklingar sem eru yfir ákveðnum aldri hafi ekki heimild til að greiða atkvæði í lýðræðislegum kosningum.

Efni þar sem einstaklingur heldur því ranglega fram að COVID-19-bóluefni innihaldi örflögur og gagnrýnandi þess einstaklings staðhæfir að sú fullyrðing sé röng.

Efni þar sem einstaklingur heldur því fram, án frekara samhengis, að samþykkt COVID-19-bóluefni innihaldi örflögur.

Efni sem vitnar beint í einstakling sem hvetur til ofbeldis gegn hópi byggt á kynþætti. Efnið gagnrýnir og fordæmir aðgerðir einstaklingsins.

Efni þar sem einstaklingur hvetur til ofbeldis gegn hópi byggt á kynþætti, án samhengis eða með heiti eða lýsingu sem hvetur til ofbeldis.

 

3. Úrtölur gegn hættulegu athæfi: Biddu áhorfendur um að herma ekki eftir því sem sjá má í vídeóinu.

Dæmi um úrtölur gegn hættulegu athæfi

Úrtölur gegn því að fólk hermi eftir minnka hættuna fyrir áhorfendur og YouTube-samfélagið. Þetta er sérstaklega gagnlegt þegar efni sýnir athæfi sem er skaðlegt eða hættulegt eða þegar efnið tengist sjálfsskaða. Mundu að þetta veitir þér ekki opið leyfi til að hvetja til hættulegs athæfis. Ekki er víst að undanþága sé gefin þó að sagt sé „Ekki reyna þetta heima hjá þér“ ef efnið hvetur til eða fagnar hættulegu athæfi.
Þessi dæmi sýna efni sem er líklegra eða ólíklegra til að fá EDSA-undanþágu:

Líklegra til að fá EDSA-undanþágu

Ólíklegra til að fá EDSA-undanþágu

Efni sem sýnir hrekk þar sem brotist er inn á heimili og í efninu er áhorfandinn beðinn um að herma ekki eftir hættulega athæfinu.

Efni sem sýnir hrekk þar sem brotist er inn á heimili eða viðbragðavídeó við hrekk þar sem brotist er inn á heimili. Ekki er víst að nóg sé að hlæja að eða bregðast við hættulega athæfinu til að minnka mögulegan skaða sem gæti fylgt því að hermt sé eftir því.

Efni sem sýnir varasöm vegaáhættuatriði sem gætu skaðað vegfarendur. Í efninu er áhorfandanum sagt að herma ekki eftir áhættuatriðinu eða mælt er með faglegu eftirliti.

Efni sem sýnir varasöm vegaáhættuatriði sem gætu skaðað vegfarendur án þess að meira samhengi sé sýnt.

 

Athugaðu: Ofangreind dæmi eru ekki tæmandi listi yfir samhengi sem þú getur bætt við EDSA-undanþáguna. Ef þú ert í vafa skaltu bæta margvíslegu samhengi við EDSA-efnið þitt. Til að koma í veg fyrir að efni valdi skaða skaltu láta upplýsingarnar fylgja með í vídeóinu, ekki bara í heiti þess eða lýsingu.

Ef þú ert í vafa skaltu bæta við ýmsum tegundum samhengis sem lýst er að ofan: grunnstaðreyndum sem skýra hvað er í efninu, ólíkum sjónarhornum og úrtölum gegn því að hermt sé eftir hættulegu eða skaðlegu athæfi. Passaðu að láta upplýsingarnar fylgja með í efninu sjálfu, til dæmis í vídeóinu eða hljóðefninu, til að koma í veg fyrir að efnið gæti mögulega valdið skaða. 

Við gætum sett aldurstakmark eða viðvörun við efni jafnvel þó að það fái EDSA-undanþágu vegna þess að sumum áhorfendum gæti þótt efnið viðkvæmt eða óviðeigandi (til dæmis myndefni af átakasvæðum). Í sumum tilvikum getum við gefið EDSA-undanþágu byggt á almannahagsmunum. Til dæmis ef efnið tengist stjórnmálafólki á landsvísu sem er á kosningaferðalagi eða um er að ræða gróft myndefni frá virkum átakasvæðum eða efni tengt neyðarástandi, ummæli þar sem leiðbeiningar heilbrigðisyfirvalda eru dregnar í efa á opinberum fundi eða ef um ræðir nekt sem tengist kynfræðslu.

HVAR rétt er að setja samhengi í EDSA-efni

Þú getur bætt samhengi við:

  • Vídeó
    • Til dæmis geturðu bætt við upptökum eða textayfirlögnum.
  • Hljóð
    • Til dæmis geturðu bætt við frásögn með fordæmingu eða annarri afstöðu.
  • Heiti vídeós
  • Lýsing á vídeói
Athugaðu: Við gefum ekki EDSA-undanþágur fyrir samhengi sem gæti verið í ummælum, merkjum, rásarlýsingum, festum ummælum eða á öðrum vettvangi. Það efni er ekki alltaf sýnilegt áhorfendum.
Áríðandi: Ef um er að ræða efni þar sem skaði gæti verið mestur mælum við með samhengi í VÍDEÓI eða HLJÓÐEFNI. Vídeóið og hljóðefnið eru þeir hlutar efnisins þar sem áhorfendur eru líklegastir til að ná samhenginu, þar á meðal þegar efnið er innfellt á öðrum vefsvæðum eða í forritum. Efni þar sem við förum fram á samhengi í hljóðefni eða vídeói til að hægt sé að veita EDSA-undanþágu tengist meðal annars hatursorðræðu, ofbeldisfullum glæpasamtökum, öryggi barna, sjálfsvígum og sjálfsskaða og grófu ofbeldi.

Hvað um aðrar tegundir efnis, til dæmis ummæli?

Sömu reglur og leiðbeiningar og gilda um vídeó gilda einnig um aðrar tegundir efnis.

Efni sem fær ekki EDSA-undanþágur

Tiltekið efni er ekki leyft á YouTube þó að samhengi sé bætt við. Ekki birta:

  • Efni sem sýnir kynferðislega misnotkun á börnum
  • Vídeó, myndir eða hljóðefni með ofbeldisfullum kynferðisárásum
  • Myndefni sem tekið er upp af geranda þar sem miklu ofbeldi er beitt eða dauði hlýst af og sýnir vopn, ofbeldi eða meidd fórnarlömb
  • Óbreytta endurupphleðslu á efni sem búið er til af eða upphefur ofbeldisfull hryðjuverka- eða glæpasamtök
  • Leiðbeiningar um sjálfsskaða eða hvernig á að fremja sjálfsvíg
  • Leiðbeiningar um sprengjugerð sem ætlað er að skaða eða drepa aðra
  • Leiðbeiningar um gerð skotvopna eða bannaðra fylgihluta
  • Tilboð um sölu á bönnuðum vörum
  • Upplýsingar um hvernig hægt er að nota tölvur eða upplýsingatækni til að komast yfir persónuupplýsingar eða valda öðrum alvarlegum skaða
  • Efni sem deilir persónuupplýsingum einstaklings, til dæmis heimilisfangi, netfangi, innskráningarupplýsingum, símanúmeri, vegabréfsnúmeri eða bankareikningsupplýsingum (efnisrógur)
  • Gróft klámefni
  • Ruslefni

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
14440317176284517796
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false