Þú getur aðeins breytt tungumáli vídeós sem þú hefur hlaðið upp. Sjáðu hvernig þú getur skoðað tiltæka skjátexta þegar þú horfir á vídeó á ólíkum tungumálum.
Tungumálastillingin er eiginleiki sem hjálpar YouTube og sjálfboðarliðum að skilja upprunalega tungumálið í vídeóinu þínu. Þessi eiginleiki hjálpar þegar þýðingartextum og skjátextum er bætt við YouTube vídeó. Hann er líka notaður til að hjálpa áhorfendum að finna vídeó á þeirra tungumáli.
Breyta tungumáli vídeós
Þú getur breytt tungumáli vídeós sem þú hlóðst upp ef það hefur verið rangt stillt:
- Skráðu þig inn í YouTube Studio
.
- Í vinstri valmyndinni velurðu Efni
.
- Smelltu á heiti eða smámynd vídeós.
- Flettu niður og smelltu á SÝNA MEIRA.
- Veldu tungumál vídeós, heiti og lýsingu fyrir neðan „Staðfesting á tungumáli og skjátexta“.
- Þú getur líka breytt skjátextum vídeósins. Kynntu þér hvernig þú breytir tungumáli skjátexta.
- Til að vista breytingar smellirðu á hnappinn VISTA efst á síðunni.
Athugaðu: Ef þú breytir stillingunum á upprunalegu tungumáli vídeósins munu skjátextar sem síðar eru þýddir nota nýja tungumálið sem uppsprettu þýðinga. Þetta hefur ekki áhrif á birta og drög að skjátextum.