Auglýsingar í YouTube Kids

Allar auglýsingar sem seldar eru í YouTube Kids forritinu þurfa að samræmast viðbótarreglum um auglýsingar sem lýst er hér að neðan auk almennra reglna um auglýsingar á YouTube. Reglur um auglýsingar í YouTube Kids geta breyst með tímanum. Við hvetjum þig til að skoða nýjustu uppfærslur á reglunum reglulega. Starfsfólk reglumála hjá YouTube verður að samþykkja allar greiddar auglýsingar á YouTube Kids til að hægt sé að birta þær í YouTube Kids forritinu. Auk þess verða auglýsendur að uppfylla gildandi lög og reglur (þar á meðal allar viðeigandi leiðbeiningar um sjálfseftirlit eða leiðbeiningar innan greinar). Þú getur lesið meira um kröfur okkar um auglýsingasnið hér að neðan.

Hvað er greidd auglýsing í YouTube Kids?

Til að hægt sé að bjóða upp á YouTube Kids án greiðslu eru takmarkaðar auglýsingar sýndar í forritinu. Þegar YouTube vídeó er valið í forritinu getur verið að þú sjáir innskotsauglýsingu og svo vídeóauglýsingu í kjölfarið. Hún er þá merkt „Auglýsing“. Að auglýsingunni lokinni birtist svo vídeóið sem þú valdir. Þetta eru „greiddar auglýsingar“.

Vídeó sem notendur hlaða upp á YouTube eru ekki greiddar auglýsingar og eru því hvorki merkt sem auglýsingar né heyra undir auglýsingareglur okkar. Þar með talið getur verið efni um eða frá fyrirtækjum sem einnig hafa keypt auglýsingar í forritinu. Til dæmis gæti leit að lestum komið með niðurstöður sem sýna teiknimyndir og lög um lestir og vídeó af raunverulegum lestum sem notandi eða fyrirtæki er selur leikfangalestir hleður upp, en ekkert af þessu telst greidd auglýsing því efnið fellur ekki undir auglýsingakerfi YouTube Kids. Auk þess getur leit að súkkulaði skilað niðurstöðu sem sýnir vídeó sem notandi hlóð upp þar sem súkkulaði er búið til þó að við leyfum ekki greiddar auglýsingar frá fyrirtækjum sem framleiða súkkulaði. Frekari upplýsingar um vídeó í YouTube Kids.

Kröfur um auglýsingasnið

  • Snið: Sem stendur er einungis tekið við straumspiluðum vídeóum í YouTube Kids.
  • Hámarkstímalengd: 15-20 sekúndur fyrir auglýsingar sem ekki er hægt að sleppa (fer eftir því hvar áhorfandinn er staðsettur) og 60 sekúndur fyrir auglýsingar sem hægt er að sleppa (lengd getur verið breytileg eftir markaðssvæði). Þetta er að undanskilinni 3 sekúndna innskotsauglýsingu sem getur spilast á undan greiddu auglýsingunni.
  • Vefslóðir á áfangastað: Vefslóðir á áfangastað og ytri tenglar (þar á meðal yfirlagnir og upplýsingaspjöld) eru óvirkjuð í forritinu. Ekki er hægt að smella á auglýsingar í YouTube Kids.
  • Birt á vefsvæði: Allar greiddar auglýsingar þurfa að birtast gegnum vefsvæði YouTube. Ekki leyft að birta auglýsingar af svæði þriðja aðila.

Miðun auglýsinga og söfnun gagna

  • Áhugamiðaðar auglýsingar eru bannaðar í YouTube Kids.
  • Greiddar auglýsingar með endurmarkaðssetningu eða öðrum vöktunarábendingum eru bannaðar.

Bannaðir vöruflokkar

Ekki er leyft að sýna greiddar auglýsingar tengdar eftirfarandi vöruflokkum í YouTube Kids.

Efni sem ekki hæfir öllum aldursflokkum

Efni sem ekki þykir eðlilegt að sýna notendum yngri en 13 ára er bannað. Dæmi eru auglýsingar fyrir kvikmyndir sem hafa sætt aldursflokkun sem er hærri en „PG“ af MPAA og sjónvarpsþættir sem hafa sætt aldursflokkun sem er hærri en „G“ af TV Parental Guidelines.

Útlit og hreysti

Vörur er tengjast snyrtingu, hreysti, líkamsrækt, megrun, mataræði og næringu eru bannaðar.

Stefnumót eða sambönd

Greiddar auglýsingar fyrir stefnumótasíður, fjölskylduráðgjöf og þjónustu sem tengist giftingum eða skilnaði eru bannaðar.

Matur og drykkur

Vörur sem tengjast mat og drykk eru bannaðar, óháð næringargildi.

Ólöglegar vörur og vörur sem heyra undir regluverk

Vörur sem heyra undir regluverk má ekki auglýsa fyrir börn, þar með talið er Bannað efni og Efni er sætir takmörkunum. Þar með taldar eru einnig vörur sem geta stefnt öryggi barna í hættu.

Samfélög á netinu eða sýndarsamfélög

Vettvangur og þjónusta er tengist sýndarsamfélögum þar sem meðlimir tengjast aðallega gegnum netið eru bönnuð.

Stjórnmálaauglýsingar

Stjórnmálaauglýsingar af hvaða tagi sem er eru bannaðar, þar á meðal auglýsingar með upplýsingum um frambjóðendur eða stefnumál þeirra, stjórnmálaflokkar, fjáröflunar- eða kosninganefndir eða stefnumál þeirra.

Trúarlegar auglýsingar

Trúarlegar auglýsingar af öllum toga eru bannaðar.

Tölvuleikir

Tölvuleikir (og tengdir fylgihlutir) sem hægt er að spila í leikjatölvu, í tölvu eða öðru raftæki, til dæmis farsíma eða spjaldtölvu, eru bannaðir ef flokkun af hálfu leikjaiðnaðarins gefur til kynna að leikur henti ekki börnum sem eru 12 ára eða yngri. Til dæmis eru leikir leyfðir ef þeir hafa flokkunina E10+, PEGI 7, samkvæmt ESRB leiðbeiningum í Bandaríkjunum eða sambærilegum leiðbeiningum innan leikjaiðnaðarins samkvæmt IARC. Forrit eða vefefni eru leyfð sem eru með gagnvirkt fræðsluefni, til dæmis þrautir, vinnublöð, reikningsþrautir eða tungumálanám.

Leiðbeiningar um bannað efni

Greiddar auglýsingar sem tengjast eða kynna eitthvað af eftirfarandi eru stranglega bannaðar.

Efni fyrir fullorðna og kynferðislega tvírætt efni

Kynferðislegt efni og efni fyrir fullorðna sem ætlað er fullorðnum og ekki við hæfi notenda sem eru yngri en 13 ára.

Mörkun

Greiddar auglýsingar þurfa að vera greinilega merktar af hálfu auglýsanda og/eða merktar þeirri vöru sem er markaðssett í vídeóinu. Greiddar auglýsingar þurfa að skera sig úr þannig að notandi viti að um auglýsingu sé að ræða en ekki venjulegt YouTube efni.

Samkeppnir

Samkeppnir eða getraunir, jafnvel þótt þátttaka sé gjaldfrjáls.

Hættulegt efni

Efni sem er hættulegt og ekki við hæfi notenda sem eru yngri en 13 ára eða efni sem almennt heyrir undir eftirlit fullorðinna.

Hvatning til kaupa

Kynningar eða efni sem hvetur börn til að kaupa vöru eða þjónustu eða hvetur börn til að fá foreldra eða aðra til að kaupa vörur eða þjónustu.

Villandi fullyrðingar
  • Greiddar auglýsingar mega ekki vera villandi fyrir börn eða fullyrða eitthvað sem telst villandi og/eða órökstutt. Rökstyðja þarf allar fullyrðingar í vídeóinu.
  • Greiddar auglýsingar mega ekki gefa í skyn að vara muni bæta samfélagslega stöðu þína.
  • Greiddar auglýsingar mega ekki innihalda atriði eða yfirlagnir sem ekki virka eða ekki reynist unnt að ljúka við aðgerð.
Ofbeldisfullt efni

Ofbeldisfullt og berort efni sem ætlað er fullorðnum og ekki telst við hæfi notenda undir 13 ára aldri.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
16710014526873915868
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false