Tilkynning

Starfsfólk okkar fæst nú við mjög margar þjónustubeiðnir. Biðtími eftir svari við spurningum í tölvupóstum, spjalli og @TeamYouTube á Twitter getur verið lengri en vanalega.

Ærumeiðing

Meiðyrðalög eru misjöfn frá einu landi til annars en varða að jafnaði efni sem skaðar orðspor einstaklings eða fyrirtækis. Þó að skilgreining á ærumeiðingu sé misjöfn eftir því hvar þú ert í heiminum er ærumeiðing almennt ósönn staðhæfing sem er skaðleg fyrir orðspor eða veldur því að viðkomandi er hunsaður eða útilokaður.

Við tökum til greina lagaleg íhugunarefni í hverju landi í ferli okkar til að loka á ærumeiðingar og í sumum tilvikum krefjumst við dómsúrskurðar. Til að við getum unnið úr beiðni um að loka á ærumeiðingu þarf krafan að vera afmörkuð og studd ítarlegum rökum. Til dæmis þarf að koma fram hvers vegna þú telur staðhæfingarnar vera ósannar og hvernig þær skemma orðspor þitt.

Í sumum tilvikum fjarlægja upphleðsluaðilar skaðlegt efni af fúsum og frjálsum vilja. Það getur verið dýrt og tímafrekt að fá dómsúrskurð og því hvetjum við notendur til að hafa beint samband við upphleðsluaðila efnisins.

Ef þú nærð ekki í upphleðsluaðilann skaltu íhuga hvort vídeóið uppfyllir viðmið okkar um fjarlægingu samkvæmt reglum okkar um persónuvernd eða áreitni.

Ef þú hefur reynt að hafa samband við upphleðsluaðilann og þú telur að ærumeiðingarkrafa sé meira viðeigandi en kvörtun vegna persónuverndar eða áreitni skaltu velja ágreiningslandið úr fellilistanum hér að neðan og fylgja leiðbeiningunum. 

Við getum ekki metið sannleiksgildi færslna og fjarlægjum þær því ekki þó kvörtun um ærumeiðingu berist. Samkvæmt c-lið 230. greinar laga um velsæmi í fjarskiptum (e. Communications Decency Act) mælum við með því að þú beinir öllum kröfum sem þú kannt að gera beint að þeim sem birti efnið. Ef þú velur að hefja málsókn gegn höfundi efnisins er athygli vakin á því að við getum verið tilbúin að fylgja úrskurði þar sem þess er krafist að höfundur efnis fjarlægi viðkomandi færslu.

Ef úrskurður dómstóls liggur fyrir um efni sem birt er á www.youtube.com geturðu framsent hann með bréfpósti til: YouTube, Inc., Attn Legal Support, 901 Cherry Ave., Second Floor, San Bruno, CA 94066.

Einnig geturðu haft samband við upphleðsluaðilann.

Ef málið varðar höfundarrétt bendum við þér á að skoða höfundarréttarmiðstöðina. Ef þú vilt koma athugasemdum á framfæri er varða önnur brot á reglum YouTube skaltu fara í tilkynningamiðstöðina.

 

Ef þú finnur ekki landið þitt í fellilistanum hér að ofan

fellur YouTube.com undir gildissvið bandarískra laga.

Við getum ekki metið sannleiksgildi færslna og fjarlægjum þær því ekki þó að kvörtun um ærumeiðingu berist. Samkvæmt c-lið 230. greinar laga um velsæmi í fjarskiptum (e. Communications Decency Act) mælum við með því að þú beinir öllum kröfum sem þú kannt að gera beint að þeim sem birti efnið. Ef þú velur að hefja málsókn gegn höfundi efnisins er athygli vakin á því að við getum verið tilbúin að fylgja úrskurði þar sem þess er krafist að höfundur efnis fjarlægi viðkomandi færslu.

Ef úrskurður dómstóls liggur fyrir um efni sem birt er á www.youtube.com geturðu framsent hann með bréfpósti til: YouTube, Inc., Attn Legal Support, 901 Cherry Ave., Second Floor, San Bruno, CA 94066.

Einnig geturðu haft samband við upphleðsluaðilann.

Ef málið varðar höfundarrétt bendum við þér á að skoða höfundarréttarmiðstöðina. Ef þú vilt koma athugasemdum á framfæri er varða önnur brot á reglum YouTube skaltu fara í tilkynningamiðstöðina.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
9451540452772121346
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false