Stjórnaðu rásarstillingum

Þú getur stjórnað rásarstillingunum þínum í YouTube Studio. Þú getur breytt allt frá landi/landsvæði til sýnileika rásarinnar.

  1. Skráðu þig inn í YouTube Studio.
  2. Í vinstri valmyndinni skaltu velja Stillingar .
  3. Í vinstri valmyndinni skaltu velja Rás.
  4. Veldu stillingar rásarinnar og veldu svo Vista.

Grunnupplýsingar

Aðsetursland

Þú getur valið land/landsvæði fyrir YouTube-rásina þína með því að nota niðurörina. Gjaldgengi í þjónustu YouTube fyrir samstarfsaðila byggir á landinu/landsvæðinu sem þú velur hér.

Leitarorð

Þú getur bætt við leitarorðum sem tengjast rásinni þinni með þessari stillingu.

Ítarlegar stillingar

Stilltu markhóp rásarinnar

Einfaldaðu verkflæðið með því að velja rásarstillingu. Þessi stilling mun hafa áhrif á fyrirliggjandi og síðari tíma vídeó. Ef þú ákveður að velja ekki stillingu þarftu að auðkenna sérhvert vídeó á rásinni þinni sem er ætlað börnum. Stillingar fyrir stök vídeó munu hnekkja rásarstillingunni.
Þú færð heldur ekki aðgengi að ákveðnum eiginleikum á rásinni þinni. Ef þú ert ekki viss um hvort vídeóin þín eru ætluð börnum skaltu skoða þessa grein í hjálparmiðstöðinni.

Tenging við Google Ads-reikning

Þú getur tengt YouTube-rásina þína við Google Ads-reikning til að birta auglýsingar. Auglýsingarnar byggja á gagnvirkni við vídeó rásarinnar og veita aðgang að innsýn. Nánar.

Sjálfvirkir skjátextar

Þú getur sjálfgefið valið að skipta út mögulega óviðeigandi orðum með opnum hornklofa, tveimur undirstrikum og lokuðum hornklofa „[ __ ]“ með sjálfvirkum skjátextum.

Auglýsingar

Ef þú velur þennan kost verður slökkt á sérsniðnum auglýsingum sem byggja á áhugamálum áhorfenda eða endurmarkaðssetningarauglýsingum. Ef þú slekkur á stillingunni gætu tekjur rásarinnar minnkað. Auk þess munu skýrslur um áunnar aðgerðir og endurmarkaðssetningarlistar hætta að virka fyrir rásina þína.
Framsending á rás

Þú getur notað styttri útgáfu sérsniðnu vefslóðarinnar þinnar til að framsenda áhorfendurna á aðra rás. Í reitnum framsendingarslóð skaltu slá inn vefslóð vefsvæðisins sem framsendingarslóðin ætti að vísa á.

Athugaðu: Framsendingarslóðir eru tiltækar fyrir samstarfsaðila og auglýsendur þar sem fulltrúi samstarfsaðila eða sölufulltrúi sá um að kveikja á eiginleikanum.

Ef vefslóðin er til dæmis www.youtube.com/c/YouTubeCreators geturðu látið styttu vefslóðina (www.youtube.com/YouTubeCreators) senda áhorfendur á YouTube Nation-rásina með því að slá inn www.youtube.com/user/youtubenation eða www.youtube.com/channel/UCUD4yDVyM54QpfqGJX4S7ng í reitnum framsendingarslóð .

 
Sýnileiki rásar

Þú getur falið rásina þína tímabundið með því að velja þennan kost. Vídeóin þín, spilunarlistarnir og upplýsingar um rásina verða ekki lengur sýnileg áhorfendum. 

Sem rásareigandi geturðu áfram séð:

  • Rásarsíðuna þína
  • Rásarmyndina þína og tákn
  • Vídeóin og spilunarlistana þína
  • Ummælin þín og greiningu
  • Samfélagsfærslurnar þínar

Þú getur gert rásina aftur sýnilega hvenær sem er og efnið verður þá opinbert fyrir áhorfendur.

Athugaðu: Sýnileiki rásar er tiltækur fyrir samstarfsaðila og auglýsendur þar sem fulltrúi samstarfsaðila eða sölufulltrúi sá um að kveikja á eiginleikanum.

Aðrar stillingar

Þú getur stjórnað veru þinni á YouTube og fjarlægt efnið þitt varanlega með þessum stillingum.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
11469816615612164453
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false