Ábendingar um streymi

Intro To Live Streaming on YouTube

Ábendingar um net

  • Heildarbitahraðinn sem þú streymir getur ekki verið meiri en tiltæk bandvídd fyrir upphleðslu. Hafðu svolítið svigrúm (mælt með 20%).
  • Það kann að vera háhraðatenging á skrifstofunni hjá þér en ef margt fólk deilir tengingunni getur tengingin hjá þér verið takmörkuð.
  • Keyrðu hraðapróf. Bandvídd á innleið (niðurhalshraði) er oft meiri en á útleið (upphleðsla). Vertu viss um að bandvídd á útleið nægi til að senda bitahraða streymisins. Mælt er með fyrsta stigs + vara + 20%.
  • Vertu viss um að þú sért á traustu neti. Truflun í tengingunni þýðir að streymið rofnar.
Ábendingar um kóðun
  • Settu upp kóðun fyrir beinstreymi með a.m.k. tveggja tíma fyrirvara.
  • Settu kóðunina í gang a.m.k. 15 mínútum áður en viðburðurinn á að hefjast.
  • Áður en þú ýtir á Byrja að streyma skaltu athuga forskoðunina í stjórnherbergi beinna útsendinga.
  • Til að prófa bilanaskipti kóðunar skaltu stöðva meginkóðunina (eða taka ethernet-snúruna úr sambandi) og gæta þess að spilarinn rúlli yfir á varakóðunina.
  • Staðfestu heilleika allra staðbundinna geymsluskráa. Sjáðu hvort skráarstærð staðbundnu geymslunnar fer vaxandi.
  • Gakktu úr skugga um að hægt sé að nálgast viðburðinn í gegnum rásina og áhorfssíður.
  • Gakktu úr skugga um að hægt sé að nálgast viðburðinn í snjalltækjum.
  • Fylgstu stöðugt með streymi með tilliti til hljóð- og myndgæða.
  • Stöðvaðu kóðunina þegar viðburðinum er lokið á YouTube.
Notkun vefmyndavélar
  • Það er hægt að streyma með fartölvu og vefmyndavél en meiri gæði fást með betri búnaði.
  • Hægt er að nota hugbúnaðarkóðunarforrit á borð við Wirecast eða www.youtube.com/webcam.
  • Við mælum með vélbúnaðarkóðun sem ætluð er til atvinnunota fyrir viðburði með hærra framleiðslugildi.
  • Gættu þess að prófa uppsetninguna rækilega fyrir viðburðinn.
Öryggi í beinstreymi
  • Efni: Að vita hvers konar vídeóum á að streyma. Þegar þú tekur upp vini þína, bekkjarfélaga eða ólögráða einstaklinga skaltu muna að þeir mega aldrei gera neitt sem er kynörvandi, ofbeldisfullt eða hættulegt. Athugaðu að þessi regla á einnig við um spjall í beinni. Nánari upplýsingar um reglur netsamfélagsins.
  • Persónuupplýsingar: Farðu varlega í að deila persónuupplýsingum í beinstreymi og spjalli. Þú skalt aðeins veita þeim sem þú treystir stjórnandaaðgang að rásinni. YouTube mun ekki biðja um breytingaréttindi í streyminu.
  • Eftirlit: Tilkynntu um óviðeigandi vídeó eða settu þá notendur á bannlista sem valda þér eða öðrum óþægindum. Nánar um umsjón með spjalli í beinni.
  • Persónuvernd: YouTube er með eiginleika sem hjálpa þér að takmarka hver geta séð beinstreymi sem þú sendir út. Tryggðu persónuvernd þína með því að stilla persónuleg streymi á „lokað“ eða „óskráð“. Notaðu síðuna Persónuverndar- og öryggisstillingar til að kanna þau verkfæri sem í boði eru til að hjálpa þér að stjórna upplifun þinni á síðunni.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
16413839754629212930
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false