Ábendingar um hvernig tryggja megi öryggi á netinu

Vefveiðar

Vefveiðar plata fólk til að veita persónuupplýsingar sínar, til dæmis kreditkortanúmer, eða önnur fjárhagsleg gögn. þegar einhver hefur þær upplýsingar reynir viðkomandi yfirleitt að nota þær til að stela frá þér pening, eignum eða auðkenni.

Mundu að YouTube biður aldrei um aðgangsorð, netfang eða aðrar reikningsupplýsingar. Ekki láta platast ef einhver hefur samband og þykist vera frá YouTube.

Ef þú finnur vídeó á YouTube sem þú telur vera ruslefni eða vefveiðar skaltu tilkynna þau strax til að starfsfólk YouTube geti kannað málið. Ef þú vilt fá meiri upplýsingar um ruslefni og vefveiðar skaltu heimsækja National Cyber Security Alliance.

Ef þú ert hrædd(ur) um að Google reikningurinn þinn sé í hættu, skaltu kynna þér hvernig þú getur tryggt öryggi Google reiknings sem hefur verið hakkaður eða stefnt í hættu.

Öryggi reiknings

YouTube grípur til viðeigandi öryggisráðstafana til að vernda upplýsingarnar sem við geymum. Lestu Persónuverndarstefnu Google fyrir frekari upplýsingar.

Mundu að það er á þína ábyrgð að tryggja öryggi aðgangsorðsins þíns. ALDREI deila aðgangsorðinu þínu með öðrum.

Tryggðu öryggi reikningsins þíns

Við höfum útbúið gátlista sem er einfaldur í notkun og nýtist þér við að auka öryggi tölvunnar þinnar, vafrans, Gmail og Google reikningsins þíns. Við hvetjum þig til að fara í gegnum allan gátlistann, en við viljum vekja athygli á eftirfarandi skrefum sem geta hjálpað þér að tryggja öryggi YouTube rásarinnar þinnar.
  • Bættu endurheimtarsímanúmeri og öðru traustu netfangi við Google reikninginn þinn. Án bæði símanúmers og öruggs netfang getur fólk komist inn á reikninginn þinn með því að þekkja eða geta upp á öryggisspurningunni þinni. Þú getur uppfært öryggisupplýsingarnar þínar hér.
  • Haltu endurheimtarupplýsingunum þínum öruggum og uppfærðum.
  • Búðu til einkvæmt, traust aðgangsorð fyrir Google reikninginn þinn (og ekki nota sömu innskráningarupplýsingar og aðgangsorð og á öðrum vefsvæðum). Hér eru ráð til að hjálpa þér að búa til traust aðgangsorð:
    • Aðgangsorðið þarf að vera a.m.k. átta stafir að lengd og notast við bæði tölur og bókstafi en ekki algeng orð.
    • Veldu orð eða skammstöfun og settu tölur inn á milli sumra bókstafanna.
    • Láttu greinarmerki fylgja með.
    • Notaðu bæði há- og lágstafi.
    • Ekki endurnýta aðgangsorð sem þú notar á öðrum reikningum.
    • Ef reikningurinn hefur verið settur upp fyrir fyrirtæki eða stofnun skaltu uppfæra aðgangsorðið og endurheimtarupplýsingarnar þegar starfsmaður fer frá fyrirtækinu.

Ef þú telur að reikningurinn þinn sé í hættu geturðu tilkynnt það hér.

Fáðu frekari upplýsingar um hvernig skal forðast og tilkynna Google svindl.

Öryggismiðstöð Google

Skildu gögnin þín á Google og vefnum. Lestu góð ráð og gagnlegar ábendingar um meðhöndlun gagnanna þinna og öryggi þitt á vefnum.

Námsefni Google um það hvernig hægt er að vera góður netverji

Námsefni Google um það hvernig hægt er að vera góður netverji er gagnvirkt og notendavænt námsefni ætlað kennurum og nemendum í framhaldsskólum. Kynntu þér persónuvernd, stefnu okkar og hvernig vera má góður netverji í nokkrum stuttum kennslustundum.

Öryggismiðstöð fjölskyldunnar á Google

Öryggismiðstöð fjölskyldunnar á Google hefur ráð og ábendingar um hvernig tryggja megi öryggi fjölskyldunnar á netinu.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
13497568631339684908
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false