Gögn fyrir kennara

Ef þú ert kennari gætir þú haft áhuga á að nýta þér kennsluefni YouTube. Hér eru nokkrar leiðir til að efla þig og nemendur þína í að auka öryggi ykkar á netinu.

Ef þú vilt skoða skemmtilega kennslu eða fræðslugögn skaltu skoða youtube.com/teachers, youtube.com/education og youtube.com/schools.

Notaðu vídeó í kennslustofunni

YouTube á ekki það efni sem hlaðið er upp á vefsvæðið og er því ekki í aðstöðu til að veita þér leyfi til að nota það. Einungis raunverulegur eigandi efnisins getur veitt slíkt leyfi. Til að komast í samband við eiganda vídeós skaltu smella á rás viðkomandi. Sumir notendur gefa upp leiðir til að hafa samband á rásinni.

Hvernig hægt er að forðast mögulega óæskilegt efni

Þú gætir viljað kveikja á takmörkunarstillingu, eiginleika sem gerir þér kleift að tilgreina að þú viljir ekki sjá mögulega vafasamt efni á YouTube.

Tilkynningar

  • Óviðeigandi efni: Ef að þú sérð vídeó sem þú telur óviðeigandi geturðu tilkynnt vídeóið. Þetta er fljótlegasta leiðin til að beina athygli okkar að mögulega óviðeigandi efni. Reglusérfræðingar YouTube fara yfir vídeó sem notendur tilkynna allan sólarhringinn, alla daga vikunnar.
  • Persónuvernd: Ef þú rekst á vídeó sem þú telur brjóta persónuvernd nemanda, samkennara eða annars skólastarfsmanns skaltu benda viðkomandi eða foreldri á persónuverndarreglur og kvörtunarferli vegna persónuverndarmála. Ef um kvartanir um persónuverndarbrot er að ræða munum við bara fjarlægja efni ef einstaklingur eða einstaklingar sem birtast eru auðþekkjanlegir. Skoðaðu persónuverndarhlutann í öryggismiðstöðinni til að fá enn meiri upplýsingar.
  • Áreitni: Einungis foreldri eða lagalegur forráðamaður getur sent kvörtun fyrir hönd barns. Grein okkar um áreitni og neteinelti inniheldur gögn sem þú getur nýtt þér ef nemandi eða kennari hefur áhyggjur af áreitni á YouTube.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
6383811707810654426
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false