Verndun á auðkenni þínu

Við viljum tryggja öryggi þitt á YouTube og hvetjum þig til að láta okkur vita um vídeó eða ummæli á vefsvæðinu sem brjóta gegn persónuvernd þinni eða ógna öryggi þínu.

Ef einhver hefur birt persónuupplýsingar um þig eða hlaðið upp vídeói af þér án þíns leyfis (þar á meðal í viðkvæmum aðstæðum eða í einkalífi þínu), skaltu biðja upphlaðandann um að fjarlægja efnið. Ef þú nærð ekki samkomulagi við upphlaðandann, eða ef þér finnst óþægilegt að hafa samband við viðkomandi, geturðu fylgt kvörtunarferli vegna persónuverndarmála til að biðja um að láta fjarlægja efnið byggt á persónuverndarreglum okkar. 

Tilkynna efni búið til með gervigreind sem líkist þér eða hljómar eins og þú: Ef einhver hefur notað gervigreind til að breyta eða búa til efni sem líkist þér eða hljómar eins og þú geturðu beðið um að láta fjarlægja það. Til að efnið falli undir efni sem þarf að fjarlægja þarf það að innihalda breytta eða tilbúna útgáfu af þér sem virðist geta verið raunveruleg. Við tökum tillit til ýmissa þátta þegar við metum kvörtunina, til dæmis:

  • Hvort að efninu hafi verið breytt eða það sé búið til með gervigreind
  • Hvort að hægt sé að bera kennsl á einstaklinginn með óyggjandi hætti
  • Hvort efnið virðist vera raunverulegt 
  • Hvort að efnið hafi gildi fyrir almannahagsmuni, til dæmis sé skopstæling eða háðsádeila.
  • Hvort efnið innihaldi opinbera persónu eða vel þekktan einstakling við vafasamt athæfi, svo sem glæpsamlegt athæfi, ofbeldi eða að auglýsa vöru eða stjórnmálaframbjóðanda.

Fylgdu kvörtunarferli vegna persónuverndarmála til að tilkynna efni sem hefur verið breytt eða er myndað með gervigreind. Nánar um merki fyrir breytt efni eða efni myndað með gervigreind

Skilyrði fyrir fjarlægingu á efni

Persónuverndarreglur okkar veita ítarlegar útskýringar á kvörtunarferlinu vegna persónuverndarmála. Þær skýra einnig þá þætti sem við horfum til þegar við metum persónuverndarkröfur.

Til að skoðað sé hvort fjarlægja eigi efni þarf einkvæmt auðkenni einstaklings að vera fyrir hendi og sá einstaklingur, eða lagalegur fulltrúi hans, verður að senda kvörtunina. Ef þú vilt nota kvörtunarferli vegna persónuverndarmála skaltu passa að um einkvæmt auðkenni þitt sé að ræða í efninu þegar þú notar kvörtunarferli vegna persónuverndarmála. Við styðjumst við eftirfarandi þætti við mat því á hvort einstaklingur sé með einkvæmt auðkenni:

  • Mynd eða rödd
  • Fullt nafn
  • Fjárhagslegar upplýsingar
  • Samskiptaupplýsingar
  • Aðrar persónugreinanlegar upplýsingar

Þegar þú sendir kvörtun um persónuverndarbrot tökum við mið af því við lokaákvörðun okkar hvort efnið eigi erindi við almenning, sé fréttnæmt og hvort samþykki sé fyrir því sem og hvort vídeóið sýni dauðastund eða alvarleg meiðsl einhvers.

Til að tryggja persónuvernd og minningu látinna notenda skoðum við beiðnir frá nánustu fjölskyldu eða lagalegum fulltrúum þegar andlát einstaklings hefur verið staðfest.

Ábendingar um hvernig þú getur tryggt persónuvernd þína á YouTube:

  • Hugsaðu þig vandlega um áður en þú birtir persónuupplýsingar. Þar á meðal eru atriði eins og bæjarfélag þitt, skólinn sem þú gengur í og heimilisfang þitt.
  • Verndaðu reikningsgögnin þín og ekki deila aðgangsorðinu þínu með öðrum. Starfsfólk YouTube mun aldrei biðja þig um aðgangsorðið þitt. Ekki láta glepjast ef einhver hefur samband við þig og þykist vera á vegum YouTube.
  • Fáðu leyfi fyrst. Fáðu leyfi áður en þú tekur myndir af fólki eða birtir persónuupplýsingar frá því.
  • Skoðaðu síðuna persónuverndar- og öryggisstillingar til að fá lista yfir verkfæri sem þú getur notað til að stjórna efninu þínu og upplifun á vefsvæðinu.
  • Skoðaðu bestu venjur til að tryggja öryggi Google-reikningsins þíns.
  • Aukið öryggi fyrir Google-reikning: Tryggðu öryggi reikninganna þinna gegnum tvíþætta staðfestingu.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
7407667373523505417
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false