Bæta við keyptum vöruinnsetningum, kostunum og meðmælum

Þú mátt hafa keyptar vöruinnsetningar, meðmæli, kostanir eða annað efni sem þarf að upplýsa áhorfendur um í vídeóunum þínum. Þú þarft að láta okkur vita ef þú velur að hafa eitthvað af ofangreindu með því að velja reitinn fyrir kostaða kynningu í upplýsingunum um vídeóið. 

Öll kostuð kynning þarf að fara að auglýsingareglum Google og reglum netsamfélags YouTube. Þú og vörumerkin sem þú starfar með berið ábyrgð á að skilja og uppfylla staðbundnar og lagalegar skyldur um að upplýsa um kostaðar kynningar í efni. Sumar af þessum skyldum tilgreina hvenær og hvernig upplýsingagjöfin á að fara fram og til hverra hún á að berast.

Ef þú vilt leita að tilteknum vídeóum þar sem höfundurinn hefur tilgreint kostaða kynningu skaltu nota þennan tengil. Ef þú ert í snjalltæki skaltu halda fingri á tenglinum til að afrita vefslóðina og líma hana svo í yfirlitsstiku vafrans.
Hvar á ekki að hafa keyptar vöruinnsetningar, kostanir og meðmæli

Samkvæmt auglýsingareglum Google máttu ekki hafa kostaða kynningu á eftirfarandi vörum og þjónustu í efninu þínu:

  • Ólöglegum vörum eða þjónustum
  • Kynlífi eða kynlífsþjónustu
  • Efni ætluðu fullorðnum
  • Póstbrúðum
  • Fíkniefnum
  • Lyfjum án lyfseðils
  • Vefsvæðum með fjárhættuspil sem hafa ekki verið yfirfarin af Google eða YouTube
  • Þjónustum til að svindla á prófum
  • Hökkun, vefveiðum eða njósnahugbúnaði
  • Sprengiefni
  • Sviksamlegum eða óheiðarlegum fyrirtækjum

Þessar reglur eiga við um vídeó, vídeólýsingar, ummæli, beinstreymi, Shorts og allar aðrar YouTube-vörur eða -eiginleika. Þessi listi er ekki tæmandi. Ekki birta efni ef þú telur að það kunni að brjóta gegn þessum reglum. 

Dæmi

Hér eru nokkur dæmi um efni sem er ekki leyft á YouTube.

  • Kostuð kynning á þjónustu við ritgerðarskrif
  • Kostuð kynning á vefsvæði sem selur fölsuð vegabréf eða veitir leiðbeiningar um hvernig á að falsa opinber skilríki
  • Kostuð kynning á hugbúnaði sem býr til fölsk kreditkortanúmer
  • Kostuð kynning á lyfjaverslun á netinu sem selur eftirlitsskyld lyf án lyfseðils

Ef efni brýtur gegn reglunum

Ef efni frá þér brýtur gegn þessum reglum munum við fjarlægja efnið og láta þig vita með tölvupósti. Ef þetta er í fyrsta skipti sem þú brýtur gegn reglum netsamfélagsins færðu aðvörun án þess að rásin þín þurfi að sæta refsingu. Þú getur klárað þjálfun í reglum til að viðvörunin renni út eftir 90 daga. En ef efnið frá þér brýtur sömu reglur innan 90 daga gluggans mun viðvörunin ekki renna út og rásin þín mun fá punkt. Ef þú brýtur aðrar reglur eftir að þú klárar þjálfunina muntu fá aðra viðvörun. Við gætum komið í veg fyrir að notendur sem ítrekað gerast brotlegir geti klárað þjálfun í reglum síðar.

Ef þú færð 3 punkta verður rásinni lokað. Þú getur fengið nánari upplýsingar um grunnatriði um punkta vegna brota gegn reglum netsamfélagsins á YouTube

Auk þess gætum við sett aldurstakmark á efni ef kynnta varan eða þjónustan hentar ekki öllum aldurshópum.

Hvað er átt við þegar við tölum um keypta vöruinnsetningu, kostun og meðmæli?

Keypt vöruinnsetning er efni sem búið er til fyrir þriðja aðila gegn greiðslu. Vörumerki þriðja aðila, skilaboð eða vara eru felld beint inn í efnið.

Meðmæli eru efni sem er búið til fyrir auglýsanda (eða fyrir eigið vörumerki höfundar ef tengslin milli höfundar/vörumerkis eru ekki skýr) með skilaboðum sem líklegt er að áhorfendur telji endurspegla skoðun höfundarins.

Kostun er efni sem þriðji aðili hefur fjármagnað í heild eða að hluta til. Kostun kynnir yfirleitt vörumerki, skilaboð eða vöru þriðja aðila án þess að vörumerkið, skilaboðin eða varan séu felld inn í efnið.

Athugaðu að lögin sem gilda um þig gætu haft aðrar skilgreiningar á kostaðri kynningu. Höfundar og vörumerki bera ábyrgð á að skilja og uppfylla lagalegar skyldur um að upplýsa um kostaða kynningu í efninu, eins og lög kveða á um í þeirra lögsögu. Lagalegar skyldur gætu tilgreint hvenær og hvernig upplýsingagjöfin á að fara fram og til hverra hún á að berast.

Höfundar og vörumerki ættu einnig að skilja hvort tilteknar gerðir af kostaðri kynningu séu heimilar samkvæmt landslögum. Til dæmis eru sum vídeó flokkuð sem „barnaefni“ í Bretlandi og Evrópusambandinu og mega ekki innihalda kostun eða keypta vöruinnsetningu, samkvæmt tilskipun um hljóð- og myndmiðlun.
Þarf ég að láta YouTube vita ef vídeóið mitt er með keypta vöruinnsetningu, meðmæli eða annað viðskiptasamband?
Ef efni frá þér er með vöruinnsetningu, meðmæli eða annað viðskiptasamband þarftu að láta YouTube vita svo við getum upplýst notendur. Athugaðu að fleiri skyldur gætu hvílt á þér eftir því hvernig lögin eru í þinni lögsögu. Ef þú uppfyllir ekki þessar skyldur gætum við gripið til aðgerða gegn efninu eða reikningnum þínum. Til að láta YouTube vita:
  1. Skráðu þig inn í YouTube Studio í tölvu.
  2. Veldu Efni í vinstri valmyndinni.
  3. Smelltu á vídeóið sem þú vilt breyta.
  4. Veldu Fleiri valkostir
  5. Hakaðu við reitinn við hliðina á „Vídeóið mitt inniheldur kostaða kynningu, eins og vöruinnsetningu, kostun eða meðmæli“.
  6. Veldu VISTA.

Hvað gerist þegar ég haka við „Vídeóið mitt inniheldur kostaða kynningu, eins og vöruinnsetningu, kostun eða meðmæli“?
Þegar þú hakar við „Vídeóið inniheldur kostaða kynningu, eins og vöruinnsetningu, kostun eða meðmæli“ í ítarlegum stillingum hjálparðu við að tryggja áhorfendum góða upplifun.
Við munum birta auglýsingar við þessi vídeó. Þegar þú segir okkur að vídeó innihaldi kostaða kynningu gætum við fjarlægt auglýsingu sem skarast við samstarfsaðila þinn og birt aðra auglýsingu í staðinn. Þegar þú lætur okkur vita fjarlægjum við líka vídeóið úr YouTube Kids-forritinu í samræmi við reglur okkar.
Mun YouTube birta auglýsingar við þessi vídeó?
Já, YouTube mun birta auglýsingar við þessi vídeó.
 
Stundum gætum við fjarlægt auglýsingu sem skarast við samstarfsaðila þinn og birt aðra auglýsingu í staðinn við vídeó með kostaða kynningu. Þessi skipti eru gerð til að varðveita það virði sem við bjóðum auglýsendum.
 
Segjum til dæmis að þú hlaðir upp vídeói með umfjöllun um vörumerki og vöruinnsetningum fyrir fyrirtæki A. Þá væri ekki mikið vit í að selja auglýsingu í þetta vídeó til fyrirtækis B.
Þarf ég að láta einhvern annan vita um viðskiptasambönd sem tengjast vídeóinu mínu?
Þú gætir þurft að gera það. Ólíkar lögsögur eru með mismunandi skilyrði fyrir höfunda og vörumerki sem nota kostaðar kynningar. 
 
Þegar efni frá þér inniheldur kostaða kynningu er þess krafist í sumum lögsögum og af sumum vörumerkjum að þú segir áhorfendum frá öllum viðskiptasamböndum sem höfðu mögulega áhrif á efnið. Það er á þína ábyrgð að athuga og fara eftir lögum og reglugerðum sem gilda um þig í sambandi við kostaðar kynningar. 
Er til eiginleiki sem getur hjálpað mér að láta áhorfendur vita af kostaðri kynningu í vídeóunum mínum?

Já. Þegar þú merkir við að vídeó innihaldi kostaða kynningu sýnum við áhorfendum sjálfkrafa skilaboð með þeim upplýsingum í 10 sekúndur í upphafi vídeósins. Skilaboðin upplýsa áhorfandann um að vídeóið innihaldi kostaðar kynningar og birta tengil á þessa síðu þar sem notendur eru fræddir um keyptar vöruinnsetningar, kostanir og meðmæli.

Hafðu í huga að ólíkar lögsögur hafa mismunandi skilyrði sem gætu krafist þess að höfundar og vörumerki sem taka þátt í kostaðri kynningu geri fleira. Passaðu að athuga gildandi lög og fara eftir þeim. 

Þýðir þetta að ég geti brennt inn vídeóauglýsingar (fyrir vídeó, í miðju vídeói og eftir vídeó) í vídeóin mín?
Nei. Auglýsingastefna YouTube leyfir þér ekki að brenna inn eða fella inn vídeóauglýsingar sem auglýsandi hefur búið til og afhent þér eða að setja inn önnur auglýsingahlé í efnið þitt. 
 
Starfaðu með fulltrúa samstarfsaðila ef þú ert með auglýsanda sem hefur áhuga á að birta auglýsingar sérstaklega í þínu efni. Frekari upplýsingar má finna í reglunum um innfellda kostun frá þriðja aðila.
 
Þessar reglur gilda ekki um vídeó sem eru búin til af vörumerkjum eða fyrir þau og hlaðið upp á YouTube-rás vörumerkisins. 
Má ég nota titilspjald fyrir/eftir vídeóið með nafni og vöruupplýsingum söluaðilans eða styrktaraðilans?
Já. Við leyfum kyrr titilspjöld og lokaskjámyndir þegar um kostaða kynningu er að ræða. Þessi titilspjöld og lokaskjámyndir mega innihalda myndefni og lógó og vörumerki styrktaraðilans eða söluaðilans.
  • Titilspjöld: 5 sekúndur eða styttri og kyrr. Ef þau eru staðsett í upphafi vídeós (0:01s) verða spjöldin líka að vera merkt með nafni/lógói höfundarins.
  • Lokaskjámyndir Koma fram á síðustu 30 sekúndunum í vídeóinu og verða að vera kyrrar. 
Fleiri heimildir
Við mælum með að þú aflir þér frekari upplýsinga með því að skoða reglulega heimildir hjá stofnunum í landinu þínu, til dæmis Federal Trade Commission (FTC) í Bandaríkjunum, Advertising Standards Authority (ASA) í Bretlandi, Direction générale de la concurrence, de la consommation et de la répression des fraudes (DGCCRF) í Frakklandi, fjölmiðlayfirvaldinu Medienanstalten í Þýskalandi eða Korea Fair Trade Commission (KFTC) í Kóreu.
Upplýsingarnar í þessari hjálparmiðstöðvargrein eru ekki lögfræðiráðgöf. Þær eru eingöngu veittar til upplýsingar, svo þú gætir viljað ráðfæra þig við eigin lögfræðinga.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
1295446085492266254
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false