Tónlistargjaldgengi fyrir YouTube Shorts

Athugaðu: Þetta efni gildir bara um tónlistarsamstarfsaðila sem eru með Shorts-samning við YouTube.

Kyrrmyndir/Hljóðupptökur

Til að lag sé gjaldgengt í Shorts þurfa kyrrmynd og innfelld hljóðupptaka sem uppfylla eftirfarandi skilyrði að vera til staðar:

  • Kyrrmyndin er spilanleg og afhent af samstarfsaðila sem er með Shorts-samning við YouTube.
    • Kyrrmyndin verður ekki í boði á landsvæðum þar sem hún er ekki spilanleg.
  • Kyrrmyndareignin innfellir hljóðupptöku.
  • Innfellda hljóðupptakan er í eigu samstarfsaðila sem hefur samþykkt Shorts-skilmála gagnvart YouTube.
    • Hljóðupptakan verður ekki tiltæk í Shorts á landsvæðum þar sem eignarhald á hljóðupptöku er ekki fyrir hendi eða þar sem eignarhald er í höndum samstarfsaðila sem ekki hefur samþykkt Shorts-skilmála.
  • Hljóðupptakan er með samsvörunarregluna Spilanlegt og ekki stillt á Útiloka.
  • YouTube hefur ekki fundið nein önnur vandamál tengd staðfestingu réttinda á efninu (t.d. útgáfu).

Tónlistarvídeó

Til að vera gjaldgengt í Shorts þarf tónlistarvídeó að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Tónlistarvídeóið er með eitt tilkall frá tónlistarvídeói.
  • Eignarhald á tónlistarvídeói er á vegum samstarfsaðila sem hefur samþykkt Shorts-skilmála gagnvart YouTube. 
    • Ef um er að ræða landsvæði án eignarhalds eða þar sem eignarhald er á forræði samstarfsaðila sem ekki er með Shorts-samning geta notendur ekki endurblandað tónlistarvídeóið á þeim landsvæðum.
  • Tónlistarvídeóið er með samsvörunarreglu sem ekki er stillt á Útiloka.
  • Tónlistarvídeóið innfellir hljóðupptöku sem tilheyrir samstarfsaðila sem hefur samþykkt skilmála Shorts gagnvart YouTube og hefur samsvörunarreglu sem er spilanleg. Ef eignarhald á hljóðupptöku er ekki fyrir hendi á ákveðnu landsvæði verður vídeóið ekkki gjaldgengt til notkunar í Shorts á því landsvæði.
    • Ef innfellda hljóðupptöku er ekki að finna í tónlistarvídeóinu geturðu látið hana fylgja með því að fylgja þessum leiðbeiningum.
  • YouTube hefur ekki fundið nein önnur vandamál tengd staðfestingu réttinda á efninu (t.d. útgáfu).
Athugaðu: ef þú hefur áhyggjur varðandi tiltækileika efnisins þíns í Shorts skaltu hafa samband við þjónustudeild YouTube eða samstarfsráðagjafann þinn, ef við á

Tilkynningar á misnotkun

Reglur YouTube og reglur netsamfélagsins gilda um endurblandanir á Shorts með efni úr tónlistarvídeóum.

Ef þú telur að notkun Short á tónlistarvídeóefni þínu brjóti gegn núverandi reglum og leiðbeiningum okkar geturðu tilkynnt það til YouTube með því að nota leiðbeiningarnar sem finna má í þessari grein.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
15679973355041572580
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false