Ráð til að taka upp með farsíma

 Búðu til efni fyrir YouTube í símanum: vídeó, Shorts, beinstreymi og færslur

Beinstreymi úr símanum þínum gefur þér meiri möguleika fyrir hvaða efni þú býrð til og hvenær. Þar sem þú getur streymt strax eru nokkur atriði sem þú ættir að setja rétt upp svo þú getir gefið áhorfendum þínum góða upplifun.

Hvernig á að búa til YouTube beinstreymi á farsíma

Fáðu áskrift að YouTube-höfundarásinni til að fá nýjustu fréttir, uppfærslur og ábendingar.

Settu upp símann þinn

Tryggðu að rafhlaðan sé hlaðin. Þú getur áætlað að hver mínúta af streymi noti 1% af rafhlöðu símans. Ytri rafhlöður geta komið sér vel.
Kveiktu á stillingunni „Ónáðið ekki" svo símtöl eða tilkynningar trufli ekki beinstreymið þitt.
Ákveddu hvort þú ætlar að streyma í skamm- eða langsniði. Ekki gleyma að stilla skjásnúningslásinn.
Prófaðu nethraðann þinn áður en þú byrjar. Gott samband er lykillinn að snurðulausu streymi.

Veldu á milli myndavéla

Fremri myndavél - Þú sérð streymið og getur fylgst með spjalli í beinni á sama tíma. Fremri myndavélin er ekki eins góð og sú sem er aftan á snjalltækinu.
Aftari myndavél - Aftari myndavélin er betri sem þýðir betra myndefni. Ef þú ert að streyma sjálf(ur) muntu ekki sjá spjallið í beinni. Ef þú ert með tvö tæki gætirðu notað annað fyrir upptökuna og hitt til að taka þátt í spjallinu.
Báðar - þú getur skipt milli fremri og aftari myndavélanna á meðan þú streymir.
Skjádeiling - Ef þú streymir úr Android síma geturðu streymt skjá símans.

Að velja réttu lýsinguna

Yfirleitt þurfa myndavélar á snjalltækjum mikið ljós. Og góð lýsing hjálpar til við að halda áhorfendum við efnið og áhugasama um vídeóið þitt. Íhugaðu takmarkanir myndavélarinnar á snjalltækinu þínu og stilltu svo lýsinguna til að ná fram þeim áhrifum sem þú vilt fá.

  • Mjúk, jöfn lýsing hjálpar myndflögu myndavélarinnar að sýna smáatriði á björtustu og dimmustu hlutum myndarinnar.
  • Á sólríkum dögum skaltu reyna að taka myndir í skugga til að forðast bjarta sól og dökka skugga.
  • Þegar þú kvikmyndar heima við getur þú nýtt náttúrulega birtu með því að stilla símanum upp nærri glugga.
  • Endurkastaðu birtu á viðfangsefnið þitt með hvítu spjaldi eða endurkastara.
  • Notaðu ljós til að skapa mismunandi stemningu í vídeóinu.

Taktu upp gæða hljóð

Það er mikilvægt að áhorfendur geti horft á vídeóið þitt og skilið það sem aðrir eru að segja.

  • Reyndu að koma þátttakandanum fyrir eins nálægt hljóðnemanum og þú getur.
  • Íhugaðu vel tökustaðina þína svo þátttakandinn geti komið í mynd eða hreyft sig innan töku án þess að skapa viðbótar hávaða, sem getur verið truflandi.
  • Íhugaðu að nota ytri hljóðnema til að bæta hljóðgæði þegar þú kvikmyndar í háværu umhverfi.
  • Finndu hljóðnema símans þíns svo þú hyljir hann ekki þegar þú tekur upp.
  • Bættu raddgæði með því að hylja harða, flata fleti í umhverfi þínu með mýkri efnum á við klúta eða púða.

Herðum magavöðvana með Tiffany Rothe

TiffanyRotheWorkouts notar símann sinn til að streyma æfingum í beinni fyrir samfélagið sitt.

Nokkur atriði til að hafa í huga

  • Áður en þú byrjar beinstreymið getur þú valið á milli þess að taka mynd fyrir smámyndina þína eða nota fyrirliggjandi mynd.
  • Þegar upptökunni er lokið getur þú breytt titlinum, lýsingunni, tónlistinni og breytt síunum.
  • Prófaðu mynd- og hljóðgæðin með því að nota óskráð beinstreymi til að vera viss um að allt líti vel út og hljómi vel.

Næst: athugaðu stefnu YouTube og leiðbeiningar

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
true
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
8388542875385865508
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false