Breytingar á skilmálum þjónustu YouTube fyrir samstarfsaðila

Samþykkja þarf nýja skilmála þjónustu YouTube fyrir samstarfsaðila fyrir 10. júlí 2023 til að halda áfram að afla tekna á YouTube. Samstarfsaðilar þurfa einnig að samþykkja nýju skilmálana til að byrja að afla auglýsingatekna af Shorts frá 1. febrúar 2023, eða á samþykktardeginum.

Við tilkynntum nýlega hvernig við erum að stækka og þróa þjónustu YouTube fyrir samstarfsaðila (YPP) með því að kynna ný þátttökuskilyrði fyrir Shorts, nýjar leiðir til að afla tekna á YouTube (þar með talið deilingu auglýsingatekna fyrir Shorts) og opna fyrir aðgang að Creator Music. 

Til að gera þessa breytingar mögulegar erum við með nýja skilmála fyrir þjónustu YouTube fyrir samstarfsaðila. Lestu áfram til að skilja nýjustu breytingarnar á þessum skilmálum og gerðu ráðstafanir til að tryggja að rásin þín geti haldið áfram að afla tekna.

Við kynnum Einingar

Við höfum endurskipulagt skilmálana um þjónustu YouTube fyrir samstarfsaðila og sett inn Einingar sem veita höfundum meiri sveigjanleika í tekjuöflun af efninu sínu. Eftir að hafa samþykkt grunnskilmálana, sem eru grundvallarsamningsskilmálar fyrir alla höfunda sem vilja afla tekna á verkvangnum, geta höfundar valið úr samningseiningum til að opna á tekjuöflunartækifæri. 

Grunnskilmálar

Grunnskilmálarnir innihalda grundvallarsamningsskilmála eins og hvernig við greiðum þér, reglur okkar um efni og nýja skilmála eins og landsbundinn kostnað og breytingu á staðfestingu réttinda. Allir höfundar sem eru í eða vilja ganga til liðs við þjónustu YouTube fyrir samstarfsaðila þurfa að samþykkja grunnskilmálana. 

Tekjuöflunareining áhorfssíðu

Áhorfssíðan inniheldur síður innan YouTube, YouTube Music og YouTube Kids sem helgaðar eru lýsingu og spilun á lengri vídeóum eða beinstreymum. Til að afla tekna af auglýsingum og YouTube Premium í lengri vídeóum eða beinstreymum sem horft er á á áhorfssíðunni, eða þegar þau eru felld inn á öðrum svæðum í YouTube-vídeóspilaranum, þarftu að samþykkja tekjuöflunareiningu áhorfssíðunnar. Fyrir núverandi höfunda í YPP þýðir þetta að þú þarft að samþykkja þessa einingu til að halda áfram að afla auglýsingatekna af áhorfssíðunni. 

Tekjuöflunareining Shorts

Tekjuöflunareining Short gerir rásinni þinni kleift að deila tekjum af auglýsingum sem horft er á milli vídeóa í Shorts-straumnum. Þegar þú hefur samþykkt þessa einingu geturðu byrjað að afla tekna með auglýsingum í Shorts-straumnum og YouTube Premium af gjaldgengum Shorts-áhorfum frá 1. febrúar 2023. Ef þú samþykkir eftir 1. febrúar 2023 mun tekjudeiling af auglýsingum í Shorts byrja daginn sem þú samþykkir. Ef þú vilt nánari upplýsingar um hvernig tekjudeiling af auglýsingum virkar í Shorts skaltu skoða tekjuöflunarreglur YouTube Shorts

Viðskiptavörueining 

Viðskiptavörueiningin (áður viðauki um viðskiptavörur) opnar á fjölda eiginleika til fjármögnunar frá aðdáendum sem hjálpa þér að afla tekna um leið og þú tengist aðdáendum þínum, allt frá rásaraðildum til Súperspjalls, Super Stickers og SúperTakk. Þessir skilmálar eru óbreyttir, svo að ef þú hefur þegar samþykkt þá þarftu ekki að samþykkja þá aftur.

Hvað gerist ef þú samþykkir ekki uppfærða skilmála

Það er mikilvægt að allir samstarfsaðilar lesi yfir og skilji nýju skilmálana um þjónustu YouTube fyrir samstarfsaðila. Það er nauðsynlegt að samþykkja grunnskilmálana til að skrá sig í eða vera áfram í YPP. 

Tekjudeiling af auglýsingum á Shorts hefst 1. febrúar 2023. Til að byrja að afla auglýsingatekna af áhorfum á Shorts verða tekjuöflunarsamstarfsaðilar að samþykkja grunnskilmálana og tekjuöflunareiningu Shorts. Þú munt ekki geta aflað tekna af auglýsingum í Shorts-straumi fyrr en þú gerir það. Shorts-áhorf frá því áður en tekjuöflunareining Shorts er samþykkt eru ekki gjaldgeng til tekjudeilingar af auglýsingum í Shorts.

Til að vera áfram í þjónustu YouTube fyrir samstarfsaðila og halda áfram að afla tekna á YouTube hafa tekjuaflandi samstarfsaðilar til 10. júlí til að lesa yfir og samþykkja nýju skilmálana. Ef þú samþykkir ekki að minnsta kosti grunnskilmálana fyrir þá dagsetningu verður rásin þín fjarlægð úr þjónustu YouTube fyrir samstarfsaðila og tekjuöflunarsamningnum þínum sagt upp. Eftir að það gerist þarftu aftur að uppfylla skilyrði og sækja aftur um til að verða aftur hluti af henni. 

Þegar rásin þín hefur verið fjarlægð úr YPP skaltu hafa í huga að þjónustuskilmálar YouTube gilda enn um notkun þína á YouTube. Það á einnig við um rétt YouTube til að afla tekna af og birta auglýsingar í efninu þínu. Ef þú ert ekki í þjónustu YouTube fyrir samstarfsaðila en varst það áður gætirðu enn séð auglýsingar í efninu þínu en þú munt ekki eiga rétt á greiðslu. 

Algengar spurningar

Af hverju ákváðuð þið að setja einingar inn í skilmálana?

Það að setja Einingar inn í þjónustu YouTube fyrir samstarfsaðila gerir okkur kleift að bæta við nýjum tekjuöflunarmöguleikum í framtíðinni án þess að þurfa að uppfæra eða breyta öllum tekjuöflunarsamningnum.

Þessi nálgun tryggir höfundum einnig aukið gagnsæi og skýrari mynd til þess að ákveða hvaða tekjuöflunartækifæri henta þeirra rás.

Get ég afþakkað tilteknar Einingar eftir að ég hef samþykkt þær?

Já. Þú getur valið að afþakka tilteknar tekjuöflunareiningar hvenær sem er með því að hafa samband við höfundaþjónustu.

Hvernig virkar þetta fyrir rásir á rásaneti?

Allir tekjuaflandi samstarfsaðilar þurfa að samþykkja uppfærðu grunnskilmálana fyrir 10. júlí 2023 til að halda áfram að afla tekna. Ef rásanetið sem hefur umsjón samþykkir ekki fyrir 10. júlí 2023 en hlutdeildarrásin gerir það verður hlutdeildarrásin leyst undan rásanetinu og meðhöndluð með sama hætti og allir aðrir YPP-samstarfsaðilar án nokkurra áhrifa á tekjuöflunarstöðu hennar.

Hvað á ég að gera ef ég nota Efnisstjórnun Studio?

Samstarfsaðilar með aðgang að Efnisstjórnun Studio þurfa að samþykkja viðauka um tekjuöflun á lengra efni á áhorfssíðunni. Hún inniheldur einnig grundvallarsamningsskilmála eins og hvernig við greiðum þér, reglur okkar um efni og nýja skilmála, eins og landsbundinn kostnað, breytingu á staðfestingu réttinda og efni sem er gjaldgengt í endurblöndun. Samstarfsaðilar sem vilja opna á tekjudeilingu af auglýsingum í Shorts þurfa einnig að samþykkja tekjuöflunareiningu Shorts. 

Samstarfsaðilar sem nota Efnisstjórnun YouTube Studio þurfa einnig að lesa yfir og samþykkja nýju skilmálana fyrir 10. júlí 2023. Ef þú samþykkir ekki að minnsta kosti viðauka um tekjuöflun fyrir þá dagsetningu verður tekjuöflunarsamningnum þínum sagt upp og rásirnar þínar afla ekki lengur tekna á YouTube.
Hvað þýða skilmálarnir „Tekjur sem ekki uppfylla skilyrði“ fyrir tekjuöflun?

Skilmálar YouTube tryggja að við bjóðum upp á vistkerfi sem gagnast bæði auglýsendum og notendum og getum umbunað höfundum á ábyrgan og réttlátan hátt. Fjársvik, þar sem tekna er aflað á óréttlátan hátt af svikaáhorfum eða gegnum kaup þar sem stolin kreditkort eru notuð, skaða vistkerfið vegna þess að þau valda trúnaðarbresti gagnvart auglýsendum, höfundum og áhorfendum. 

Þegar við greinum slíka misnotkun endurgreiðum við aðilunum sem misnotkunin beindist gegn, til dæmis auglýsendum eða notendum, ef slíkt er hægt og telst viðeigandi. YouTube heldur þessum tekjum ekki eftir og höfundar ættu heldur ekki að fá hlut af tekjunum sem endurgreiddar eru. Aðgerðir sem við gætum gripið til ráðast af kringumstæðum, eins og lýst er í tengdum reglum. Við gætum, til dæmis, endurheimt og endurgreitt tekjur sem komnar eru til vegna fjársvika, en reynum ekki að endurheimta tekjur ef vídeó teljast síðar ekki samræmast leiðbeiningum okkar um auglýsingavænt efni.

Kaflinn „Tekjur sem ekki uppfylla skilyrði“ í nýju skilmálum þjónustu YouTube fyrir samstarfsaðila endurspeglar ekki nýjar reglur. Kaflanum er í staðinn ætlað að auka gagnsæi um núverandi notkunarreglur okkar um breytingar eða tafir á greiðslum þegar um er að ræða tilvik eins og fjársvik. „Tekjur sem ekki uppfylla skilyrði“ fjallar um tvær ólíkar sviðsmyndir þar sem við gætum endurheimt tekjur ef um er að ræða tiltekin brot eins og ógilda umferð:

  1. YouTube getur haldið eftir eða leiðrétt tekjur samstarfsaðila sem tengjast brotum á skilmálunum.
    1. Ef við, til dæmis, greinum fjársvik áður en greiðsla er innt af hendi gætum við leiðrétt greiðsluna og fjarlægt tengdar tekjur eða haldið eftir greiðslu á hluta teknanna á meðan við rannsökum svikin. 
  2. YouTube getur bakfært eða skuldajafnað slíkar upphæðir í tengslum við síðari tekjur samstarfsaðila sem greiðast skulu til þín.
    1. Ef við greinum til dæmis fjársvik eftir að greiðsla er innt af hendi gætu tengdar tekjur verið bakfærðar af AdSense-stöðu sem hefur ekki enn verið greidd út eða við gætum skuldajafnað eða dregið af þér af síðari greiðslum. Þegar þetta gerist eru bakfærslur dregnar af AdSense fyrir YouTube-stöðu þinni, ekki bankareikningnum þínum.
Engar breytingar eru á því hvernig við vinnum úr tekjum fyrir Content ID-tilköll milli samstarfsaðila sem afla tekna. Í þeim tilvikum munum við halda áfram að halda eftir tekjum á meðan ágreiningur er í vinnslu.

 

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
3355460746618979692
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false