Tekjudeiling í Creator Music sem rétthafi

Creator Music er nú í boði fyrir bandaríska höfunda í þjónustu YouTube fyrir samstarfsaðila (YPP). Þetta verður síðar í boði fyrir YPP-höfunda utan Bandaríkjanna.

Creator Music veitir höfundum ný tækifæri til að nota tónlist og afla tekna ásamt því að færa tónlistarrétthöfum nýjar leiðir til að afla tekna á YouTube. Til að byrja að deila tekjum á Creator Music sem rétthafi:

  1. Finndu hverjar af hljóðupptökunum þínum eru gjaldgengar í tekjudeilingu.
  2. Ákveddu hvort notkunarskilmálar tekjudeilingar ættu að vera takmarkaðir eða ótakmarkaðir.

Áður en þú byrjar skaltu nota upplýsingarnar hér fyrir neðan til að skilja muninn á milli takmarkaðrar og ótakmarkaðrar notkunar.

Skildu notkunarskilmála tekjudeilingar

Takmörkuð notkun

Þegar þú býður fram lag til leyfisveitingar á Creator Music er líka kveikt á tekjudeilingu ef notkun höfundar á laginu telst sem takmörkuð notkun. Takmörkuð notkun þýðir að notkun höfundarins á laginu er takmörkuð við 30 sekúndur eða minna í vídeói sem verður að vera 3 mínútur eða lengra

Ef höfundurinn notar meira en 30 sekúndur af laginu eða ef vídeóið er styttra en 3 mínútur og hann fær ekki leyfi fyrir efninu er vídeóið ekki varið gegn tilkalli til höfundarréttar.

Athugaðu: Takmörkuð notkun gildir líka fyrir hljóðupptökur sem eru með tvo eigendur eða fleiri.

Ótakmörkuð notkun

Í Creator Music þýðir ótakmörkuð notkun að höfundurinn má nota eins mikið af laginu þínu og hann vill í vídeói af hvaða lengd sem er. Ótakmörkuð notkun gildir þegar eignin þín er ekki með neina leyfisstefnu eða þegar þú slekkur handvirkt á leyfisstefnu fyrir eign.

Athugaðu: Ef vídeó notar lag með tekjudeilingu en kveikir ekki á tekjuöflun af vídeóinu mun vídeóið samt sem áður afla tekna. Tekjurnar munu renna til rétthafa lagsins. Reglur um útilokanir munu gilda áfram.

Notkunartákn

Lög eru sýnd á Creator Music með táknum sem merkja notkunarskilmála lagsins. Höfundar geta notað þessi tákn til að sjá fljótt hvað kemur fyrir vídeóið þeirra ef þeir nota lag:

Gjaldgengt í tekjudeilingu Notkun á laginu þýðir að vídeóið getur deilt tekjum með rétthöfum lagsins.
Ógjaldgengt í tekjuöflun. Notkun á laginu þýðir að ekki er hægt að afla tekna af vídeóinu en það verður áfram sýnilegt á YouTube.
 Lokað verður á vídeóið. Notkun á laginu þýðir að vídeóið verður ekki sýnilegt á YouTube.
Athugaðu: Leyfishæf lög eru sýnd í Creator Music með verði við hliðina á þeim.

Finna vídeó sem deila tekjum

Tekjudeiling byggir á tilkallskerfi sem er svipað og venjuleg Content ID-tilköll. Í Efnisstjórnun Studio er vídeó sem gert hefur verið tilkall til og deilir tekjum sýnt sem sjálfvirkt Content ID-tilkall með sama uppruna og gerð tilkalls og hin vídeóin sem gert hefur verið tilkall til. Vídeó sem deila tekjum birtast aftur á móti á síðunni Vídeó sem gert hefur verið tilkall til  með tekjudeilingartákninu .

Til að sjá lista yfir vídeó sem gert hefur verið tilkall til og deila tekjum:

  1. Skráðu þig inn í Efnisstjórnun Studio.
  2. Í vinstri valmyndinni skaltu velja Vídeó sem gert hefur verið tilkall til .
  3. Smelltu á síustikuna  og svo Tekjudeiling með upphleðsluaðila.

Til að þrengja leitina meira:

  1. Smelltu á síustikuna  og svo Tegund tekjudeilingar vegna tilkalls og svo og veldu annaðhvort:
  2. Smelltu á NOTA.
Ráð: Til að skoða tekjur þínar af tekjudeilingu á tónlist skaltu flytja út lista yfir vídeó sem gert hefur verið tilkall til og deila tekjum og para vídeóauðkennin við vídeóauðkennin í mánaðarlegu fjárhagsskýrslunum þínum.

Skoða reglur um vídeó með tekjudeilingu

Þegar þú finnur vídeó með tekjudeilingu sem gert hefur verið tilkall til geturðu séð hvaða eignareglum tilkallið byggir á.

  1. Fylgdu skrefunum hér að ofan til að finna vídeó með tekjudeilingu.

  2. Smelltu á vídeóið sem gert hefur verið tilkall til.

  3. Á síðunni Vídeó sem gert hefur verið tilkall til, í valmyndinni til vinstri, skaltu velja Reglur .

    • Reglur um tilkallsvídeó: Lokaútgáfa. Þar á meðal reglur fyrir aðra samstarfsaðila, upphlaðendur og umsjón.

    • Tilköllin þín: Listi yfir allar eignareglur í þinni eigu sem gera tilkall til vídeósins. 

      • Til að skoða reglur heldurður bendlinum yfir upplýsingatákninu .

      • Til að skoða upplýsingar um eignir skaltu halda bendlinum yfir heiti eignarinnar.

    • Aðrir (upphlaðandi) – Tilkall: Reglur sem upphlaðandi vídeósins hefur valið. Upphlaðandi er oft stakur höfundur.

    • Stjórnendareglur YouTube: Reglur sem YouTube setur. Ekki er víst að auglýsingar séu birtar í vídeóunum þínum á vissum svæðum vegna rakningarreglna, til dæmis varðandi tónlistarefni.

Hafðu í huga:
  • Reglur annarra samstarfsaðila sem nota Content ID eru ekki birtar nema þeirra reglur hafi áhrif á þínar.
  • Stundum eru upplýsingar um reglur ekki birtar þar sem aðrar reglur hnekkja þeim (til dæmis þegar strangari regla hnekkir veikari reglu).

Algengar spurningar um tekjudeilingu

Hvernig slekk ég á tekjudeilingu eigna?
Ef eign er gjaldgeng í tekjudeilingu geturðu stillt leyfisstefnu sem takmarkar notkun við 30 sekúndur í vídeóum sem eru lengri en 3 mínútur. Ekki er hægt að slökkva alveg á tekjudeilingu gjaldgengra eigna.
Stöðvast tekjudeiling með höfundinum ef vídeóið er með tilkall til höfundarréttar?
Ef höfundur hleður upp vídeói sem notar lag með tekjudeilingu og notar annað efni frá þriðja aðila sem fær venjulegt tilkall til höfundarréttar þá mun tilkallið loka á tekjudeilingu fyrir þetta vídeó (nema andmæli höfundar gegn tilkallinu séu tekin til greina).
Get ég breytt reglu um vídeó sem gert hefur verið tilkall til og deila tekjum?
Já, samstarfsaðilar geta breytt reglum um tekjudeilingu fyrir vídeó sem gert hefur verið tilkall til og eignirnar sem gera tilkall til vídeósins, sem getur leitt til þess að lokað verði á vídeóið ef samstarfsaðilinn velur lokunarregluna.
Gildir tekjudeiling um eldri vídeó?
Vídeó með efni frá þér sem tilkall var gert til fyrir gildisdagsetningu breytingarinnar á Creator Music eru ekki gjaldgeng í tekjudeilingu. Eftir gildisdagsetningu breytingarinnar á Creator Music verður vídeó gjaldgengt í tekjudeilingu ef þú bætir eignarhaldi á eign við vídeó sem var hlaðið upp fyrir þessa dagsetningu.
Hver eru tengsl gjaldgengis í tekjudeilingu og gjaldgengis til leyfisveitingar?

Fyrir samstarfsaðila sem undirrituðu breytinguna á Creator Music:

Hvenær hættir vídeó með tekjudeilingu að deila tekjum?
Það geta komið upp aðstæður sem stöðva tekjudeilingu vídeós:
  • Breyting á eignarhaldi eignar: Til dæmis ef eignarhald eignar fer yfir til samstarfsaðila sem undirritaði ekki breytinguna á Creator Music. Í þessu tilfelli myndi tilkallið breytast í venjulegt Content ID-tilkall.
  • Breytingar á reglum: Til dæmis ef reglu fyrir eign er breytt í lokunarreglu.
  • Þriðji aðili gerir tilkall til höfundarréttar: Til dæmis ef höfundur hleður upp vídeói sem notar lag með tekjudeilingu og notar annað efni frá þriðja aðila sem fær venjulegt tilkall til höfundarréttar, þá mun venjulega tilkallið til höfundarréttar loka á tekjudeilingu fyrir vídeóið (nema andmæli höfundar gegn tilkallinu séu tekin til greina).

Nánar

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
5184855407238659234
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false