Breytingar á skólareikningum á YouTube útskýrðar

Google Workspace for Education-reikningur er netfang sem skólinn þinn úthlutar þér. Þá er það kerfisstjóri skólans sem hefur umsjón með aðgangi þínum að Google-vörum eins og YouTube.

Frá og með 1. september 2021, ef kerfisstjóri skólans merkir þig sem yngri en 18 ára, verður YouTube-skólareikningurinn þinn færður yfir á takmarkaða útgáfu af YouTube. YouTube-rásin þín verður ekki lengur tengd skólareikningum þínum og þú munt ekki lengur geta hlaðið upp nýjum vídeóum á þá rás. Þessar breytingar hafa einungis áhrif á YouTube-skólareikninginn þinn í gegnum Google Workspace for Education, ekki persónulega reikninginn þinn.

Reikningstakmarkanir fyrir notendur yngri en 18 ára

Ef þú ert í grunnskóla eða framhaldsskóla og kerfisstjóri skólans hefur merkt þig sem yngri en 18 ára færðu takmarkaðan aðgang að efni og eiginleikum á YouTube þegar þú ert skráð(ur) inn í Google Workspace for Education-reikning.

Her eru nokkrir eiginleikar sem eru ekki í boði ef kerfisstjóri skólans hefur merkt þig sem yngri en 18 ára:

Áhorf

  • Beinstreymi

Virkni

  • Tilkynningar (fyrir utan sérsniðnar tilkynningar með hápunktum yfir virkni)
  • Ummæli
  • Spjall í beinni
  • Búa til
  • Rás
  • Beinstreymi
  • Færslur
  • Opinber og óskráður spilunarlisti
  • Sögur
  • Shorts
  • Upphleðslur á vídeóum

Kaup

  • Aðild að rás
  • Vörur frá höfundi
  • Fjárframlög til YouTube-framlags
  • Kvikmyndir og sjónvarpsþættir
  • Ofurspjall og Super Stickers

YouTube forrit

  • YouTube Music
  • YouTube Studio
  • YouTube TV
  • YouTube VR

Ýmislegt

  • Útsending í sjónvarp
  • Tengdir leikjareikningar
  • Huliðsstilling
  • Sérsniðnar auglýsingar
  • Takmörkuð stilling

Niðurhal og vistun á efninu þínu

Ef þú ert eldri en 18 ára:

Hafðu samband við kerfisstjóra skólans:

  • Biddu kerfisstjóra skólans að merkja reikninginn þinn sem 18 ára eða eldri.

Þegar búið er að uppfæra stillingarnar:

  • Skráðu þig inn á YouTube.
  • Farðu í búa til rás og ljúktu ferlinu. Reikningurinn þinn verður gerður sýnilegur og þú getur haldið áfram að búa til vídeó á YouTube-rás skólareikningsins þíns.

Ef þú ert yngri en 18 ára:

  • Notaðu Google Takeout til að sækja og vista vídeóin þín ásamt öðrum gögnum (eins og ummælum og leitarferli) sem þú hefur búið til á YouTube. Ef reikningurinn þinn var búinn til eftir september 2021 hefurðu 60 daga til að sækja gögnin þín frá þeim tíma sem kerfisstjóri skólans merkti þig sem yngri en 18 ára.
Athugaðu: Google Takeout er í boði ef kerfisstjóri skólans virkjar það fyrir reikninginn.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
11135099433300940620
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false