Skoða og stjórna vídeóum í Efnisstjórnun Studio

Eiginleikarnir sem lýst er í þessari grein bjóðast einungis þeim sem nota Efnisstjórnun YouTube Studio. Upplýsingar um stjórnun vídeóa í YouTube Studio má nálgast hér.

Í Efnissstjórnun YouTube Studio geturðu skoðað og stjórnað vídeóum frá þeim rásum sem eru tengdar við efnisstjórann þinn. Nánari upplýsingar um aðferðir við að hlaða upp vídeóum má finna á Hladdu upp og gerðu tilkall til vídeóa.

FInna vídeó

  1. Skráðu þig inn í Efnisstjórnun Studio.
  2. Í vinstri valmyndinni velurðu Vídeó .
  3. Á síðunni Vídeó geturðu skipt á milli flipanna Upphleðslur og Beint.
    • Undir Upphleðslur birtast vídeó sem hefur verið hlaðið upp á þær rásir sem tengjast efnisstjóranum þínum.
    • Undir Beint birtast eldri vistuð beinstreymi frá rásum sem tengjast efnisstjóranum þínum.
  4. Smelltu á síustikuna og veldu síu til að fínstilla listann, til dæmis: rás, punktar vegna höfundarréttarbrota, tekjuöflun, vídeódagsetning eða vídeóauðkenni.
  5. Smelltu á vídeó. Upplýsingasíða birtist þar sem sjá má yfirlit um lýsigögn vídeósins, stillingar, smámynd og aðrar upplýsingar.
  6. Í vinstri valmyndinni velurðu flipa til að framkvæma fleiri aðgerðir:
    • Greining: Til að fá gögn um frammistöðu vídeósins.
    • Klippiforrit: Til að klippa vídeóið, bæta við spjöldum og breyta öðrum þáttum vídeósins.
    • Skjátextar: Til að bæta skjátextum við vídeóið.
    • Tekjuöflun: Til að kveikja á tekjuöflun vídeósins með því að velja upphleðslureglur og auglýsingasnið. Nánar.
    • Réttindastjórnun: Til að kveikja á samsvörun við Content ID og velja samsvörunarreglur.
      • Ath.: Content ID er aðeins í boði fyrir viðurkennda samstarfsaðila sem eiga efni sem er gjaldgengt í Content ID. Þú ættir aðeins að kveikja á Content ID samsvörun fyrir vídeó ef þú átt einkarétt á öllu hljóð- og myndefni.
    • Tilköll: Til að opna vídeóið í sýninni vídeó sem gert hefur verið tilkall til og sjá önnur tilköll til vídeósins.
    • Reglur: Til að sjá þær reglur sem eiga við um vídeóið.

Flytja út vídeólista

Til að sækja skrá með upplýsingum um vídeóin þín:

  1. Skráðu þig inn í Efnisstjórnun Studio.
  2. Í vinstri valmyndinni velurðu Vídeó .
  3. (Valfrjálst) Smelltu á síustikuna efst og notaðu síur til að fínstilla listann yfir vídeó.
  4. Veldu vídeóin sem þú vilt flytja út.
    • Til að velja stök vídeó skaltu merkja í reitina í vinstri dálknum.
    • Til að velja öll vídeó á síðunni skaltu merkja í „Velja allt“ reitinn efst.
    • Ef þú ert að sía eftir rás geturðu merkt í „Velja allt“ efst og smellt á Velja allt sem samsvarar til að velja öll vídeó á öllum síðum.
  5. Í borðanum efst skaltu smella á Flytja út og svo og velja Vídeó (.csv) eða Vídeó (Google töflureiknar).
  6. Þegar vinnslu á skránni er lokið:
    • Fyrir .csv skrá: Smellið á NIÐURHAL á efsta borðanum.
    • Fyrir Google töflureiknar skrá: Smelltu á OPNA TÖFLUREIKNA Í NÝJUM GLUGGA á efsta borðanum.

Stjórnun á mörgum vídeóum í einu

  1. Skráðu þig inn í Efnisstjórnun Studio.
  2. Í vinstri valmyndinni velurðu Vídeó .
  3. Finndu vídeóin sem þú vilt uppfæra. Til að fínstilla listann smellirðu á síustikuna og velur síur.
    • Til að velja öll vídeó á síðu hakarðu við reitinn efst. Til að velja öll vídeó á öllum síðum hakarðu við reitinn efst og smellir á Velja öll samsvarandi.
  4. Smelltu á einn eða fleiri gátreiti við hliðina á vídeóunum sem þú vilt uppfæra.
  5. Smelltu á Breyta á borðanum efst og veldu eina eða fleiri aðgerðir. Til dæmis:
    • Samsvörun við Content ID: Til að kveikja á Content ID og búa til tilvísanir fyrir mörg vídeó í einu.
    • Upphleðslureglur: Til að kveikja á tekjuöflun fyrir mörg vídeó í einu.
  6. Smelltu á UPPFÆRA VÍDEÓ.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
6528004476001401919
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false