Góð vinnubrögð fyrir barna- og fjölskylduefni

Við hjá YouTube trúum því að börn geti uppgötvað ný áhugamál, lært og fundið til samkenndar þegar þau horfa á vídeó á netinu. Við viljum hjálpa höfundum að skilja hvernig hægt er að gera gagnleg, áhugaverð og hvetjandi vídeó fyrir börn og fjölskyldur.

Góð vinnubrögð fyrir barna- og fjölskylduefni (Grundvallarreglur um há og lág gæði)

Í þessu skyni höfum við tekið saman nokkrar gæðareglur til að leiðbeina höfundum sem búa til barna- og fjölskylduefni á YouTube. Reglurnar voru þróaðar með sérfræðingum í þroska barna og byggja á viðamiklum rannsóknum.

Listanum hér á eftir er ætlað að gefa þér skýrari mynd af því hvað gæti talist vera lág- eða hágæðaefni og hann er ekki tæmandi. Þessar grundvallarreglur eru viðbót við reglur netsamfélagsins sem hjálpa til að tryggja öruggt áhorf fyrir alla og þær gilda jafnt fyrir lengra efni sem og YouTube Shorts.

Til að kynna þér nánar góð vinnubrögð þegar búin eru til YouTube Shorts sem ætluð eru börnum, skoðaðu þennan leiðarvísi.

Þú berð ábyrgð á að fara eftir reglum netsamfélagsins í öllu því efni sem þú býrð til. Við munum vinna stöðugt í að endurmeta og uppfæra reglurnar á þessari síðu.

Reglur um hágæðaefni

Hágæðaefni ætti að henta aldri, vera gagnlegt, fanga athyglina og veita innblástur. Efnið getur komið á ýmsu sniði og fengist við margvísleg umfjöllunarefni en það ætti að hvetja fólk til að:

  • Vera góð manneskja: Þetta efni sýnir eða hvetur til virðingar, góðrar hegðunar og heilbrigðra venja. Sem dæmi má nefna efni sem fjallar um að deila með öðrum eða vera góður vinur. Vídeó gætu líka fjallað um það að bursta tennur eða hvatt börn til að borða grænmeti.
  • Nám og hvatning til meiri forvitni: Þetta efni örvar gagnrýna hugsun, fjallar um tengdar hugmyndir og könnun heimsins. Efnið ætti að henta aldri og vera gert fyrir unga áhorfendur. Það getur einnig fjallað um hefðbundið eða óhefðbundið nám (t.d. fræðilegt nám, óformlegt nám, áhugatengda könnun og leiðsagnir).
  • Sköpun, leikur og ímyndunarafl: Þetta er efni sem hvetur til hugarstarfs eða örvar ímyndunaraflið. Það gæti einnig hvatt börn til að skapa, búa til og nota eitthvað á innihaldsríkan og nýjan hátt. Sem dæmi má nefna að búa til ímyndaða heima, sögur, fótboltabrellur, samsöng og skapandi verkefni á borð við handavinnu og föndur.
  • Umfjöllun um raunveruleg-vandamál: Þetta efni fjallar til dæmis um lífslexíur og sterkar persónur eða örvar ræktun á félagslegri og tilfinningalegri hæfni, úrlausn vandamála og sjálfstæðri hugsun. Þannig efni er oft heil frásögn (t.d. sögupersónur sem þroskast, söguþráður, lausn) og skýr skilaboð eða boðskapur.
  • Fjölbreytni, jafnræði og tillitssemi: Þetta efni fagnar og hvetur til birtingar og þátttöku ólíkra viðhorfa og hópa. Það sýnir fólk á ýmsum aldri og af ólíku kyni, kynþáttum, trúarhópum og kynhneigð. Það stuðlar einnig að sömu framkomu við alla. Sem dæmi má nefna efni sem fjallar um kostina við fjölbreytni og tillitsemi eða sögur/persónur þar sem þessi þemu eru til umfjöllunar.

Reglur um lággæðaefni

Forðastu að búa til lággæðaefni. Lággæðaefni er:

  • Auglýsinga- eða kynningarmiðað: Efni sem einblínir aðallega á að kaupa vörur eða kynna vörumerki (til dæmis leikföng og mat). Þetta á einnig við um efni sem einblínir á óhóflega neysluhyggju.
  • Hvatning til neikvæðrar hegðunar eða viðhorfa: Efni sem hvetur til hættulegs athæfis, sóunar, eineltis, óheiðarleika eða virðingarleysis í garð annarra. Dæmi gætu verið efni með hættulegum hrekkjum, óhollum matarvenjum.
  • Falskt fræðsluefni: Efni þar sem heitið eða smámyndin gefur sig út fyrir að hafa fræðslugildi en skortir í raun leiðsögn eða útskýringar eða hentar ekki börnum. Dæmi geta verið heiti eða smámyndir sem lofa áhorfendum að þeir „læri um litina“ eða „læri um tölurnar“ en í staðinn birtir vídeóið rangar upplýsingar.
  • Án inntaks: Efni sem er hugsunarlaust, skortir samhangandi frásögn eða er óskiljanlegt, eru til dæmis með óskiljanlegt hljóð. Þannig vídeó eru oft fjöldaframleidd eða búin til sjálfkrafa.
  • Yfirdrifið eða villandi: Efni sem er ósatt, ýkt, furðulegt eða huglægt og gæti valdið ruglingi hjá ungum áhorfendum. Það gæti líka falið í sér endurtekin leitarorð þar sem vinsæl leitarorð hjá börnum eru notuð á endurtekinn, breyttan eða ýktan hátt. Leitarorðin gætu líka verið notuð á óskiljanlegan hátt.
  • Undarleg notkun á persónum úr barnaefni: Efni sem sýnir vinsælar persónur úr barnaefni (teiknuðu eða leiknu efni) á hneykslanlegan hátt.

Áhrif á árangur rásar

Gæðareglur barna- og fjölskylduefnis gætu haft áhrif á árangur rásarinnar þinnar. Hágæðaefni sem er „ætlað börnum“ fær hærra sæti í tillögum. Reglurnar eru einnig leiðbeinandi fyrir ákvarðanir um hvort efni fái að vera í YouTube Kids og tekjuöflun af rás og vídeói. Lokað gæti verið á rásir í þjónustu YouTube fyrir samstarfsaðila ef þær teljast hafa of mikið af lággæðaefni sem er „ætlað börnum“. Ef stakt vídeó telst hafa brotið gegn gæðareglunum gætu takmarkaðar eða engar auglýsingar birst í því.

Við treystum ykkur öllum til að hjálpa okkur að búa til gagnlegt og hvetjandi efni fyrir börn og fjölskyldur á YouTube.

Gæðareglur fyrir vídeó og YouTube Shorts

 Hafðu í huga að þessar gæðareglur fyrir barna- og fjölskylduefni eiga bæði við um lengri vídeó og YouTube Shorts.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
10321081180428272054
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false