Um lýðfræðigögn höfundar á YouTube

Könnunin fyrir höfunda og flytjendur er valfrjáls fyrir YouTube rásir flytjenda og höfunda í Bandaríkjunum, Bretlandi, Brasilíu og Indlandi.

Könnunina er að finna í hlutanum Lýðfræðigögn höfundar í stillingum YouTube Studio. Eingöngu rásareigendur í Bandaríkjunum, Bretlandi, Brasilíu og Indlandi geta notað þessa stillingu sem stendur.

Þú getur einnig fundið lýðfræðigögn höfundar í stillingahlutanum í YouTube Studio-snjallforritinu.

Gögnin sem YouTube-höfundar og -flytjendur deila í lýðfræðigögnum höfundar hjálpa okkur að skilja þá betur. Þær tilteknu upplýsingar sem við söfnum eru mismunandi eftir landsvæðum en höfundar geta nú, ef þeir vilja, deilt lýðfræði- og auðkennisgögnum með YouTube.

Þessar upplýsingar um YouTube rásir hjálpa okkur að tryggja að kerfin okkar sýni ekki ómeðvitaðaða hlutdrægni.

Við viljum tryggja að YouTube sé fyrir alla og virki fyrir alla. Í dag er matsferlið í kerfum okkar takmarkað vegna þess að við höfum ekki upplýsingar um auðkenni rása á YouTube. Við getum ekki metið á stórum mælikvarða hvernig vörur og reglur frá okkur virka fyrir rásir höfunda og flytjenda eftir lýðfræði- og auðkennisgögnum.

Athugaðu: Við vitum að auðkenni eru persónulegar upplýsingar og þess vegna er deiling þeirra valfrjáls. Þessi stilling veitir okkur upplýsingar um auðkenni sem við vitum annars ekki um rásir höfunda og flytjenda á YouTube. Svör þín við könnuninni verða vistuð með YouTube-rásinni þinni og aðrar Google-vörur munu ekki nota þau. Upplýsingarnar sem þú veitir verða ekki notaðar til að hafa áhrif á árangur vídeós eða rásar í kerfum YouTube.

Tilkynning til allra höfunda í Bretlandi: Stilling í Studio tengd lýðfræðigögnum höfunda

Svona notum við lýðfræðigögn höfundar

Við notum gögnin sem er safnað til að meta hvernig YouTube virkar fyrir rásir höfunda og flytjenda úr ólíkum samfélagshópum. Við notum gögnin sem þú deilir til að:

  • Kanna hvernig reiknirit okkar og kerfi meðhöndla efni frá ólíkum samfélagshópum
  • Skilja hvernig ólíkir samfélagshópar vaxa á YouTube
  • Koma auga á möguleg tilfelli um misnotkun, þar á meðal áreitni og hatur
  • Bæta fyrirliggjandi áætlanir okkar, herferðir og tilboð

Ef við finnum vandamál í kerfum okkar sem hafa áhrif á tiltekna samfélagshópa viljum við kappkosta að lagfæra þau. Við munum halda áfram að senda þér upplýsingar um þetta stöðuga framtak.

Ef þú velur að deila upplýsingum þínum í lýðfræðigögnum höfundar mun Google LLC varðveita upplýsingarnar í samræmi við persónuverndarstefnu Google. Upplýsingarnar sem þú deilir eru vistaðar með YouTube-rásinni þinni og aðrar Google-vörur mun ekki nota þær. Þær verða ekki gerðar opinberar eða notaðar í auglýsingatilgangi nema með samþykki þínu.

Hér eru frekari upplýsingar um hvernig við notum gögnin sem þú deilir:

Kanna hvernig reiknirit okkar og kerfi meðhöndla efni frá ólíkum samfélagshópum

Þessar upplýsingar munu hjálpa okkur að skilja hvernig kerfi okkar meðhöndla efni frá ólíkum samfélagshópum.
Markmið okkar er að koma betur auga á möguleg vandamál í sjálfvirkum kerfum okkar. Við viljum líka bregðast við villum sem við gætum fundið til að tryggja að kerfin virki fyrir alla.

Skilja hvernig ólíkir samfélagshópar vaxa á YouTube

Þessar upplýsingar verða líka notaðar til að hjálpa okkur að skilja hvernig ólíkir hópar höfunda vaxa á YouTube.

Til að meta vöxt könnum við til dæmis hvernig ólíkir samfélagshópar afla tekna á YouTube. Við höfum fengið ábendingar frá höfundum og flytjendum vegna tilfella þar sem tekjuöflunarkerfi okkar virkar ekki sem skyldi. Við vinnum að því að tryggja að kerfi okkar og reglur virki vel fyrir alla höfunda og efnistegundir.

Koma auga á mögulega skaðlega hegðun, þar á meðal áreitni og hatur

Við fjarlægjum efni sem brýtur gegn reglum okkar um hatur og áreitni. Við höfum þó fengið ábendingar um að margir höfundar verði fyrir áhrifum af móðgandi og særandi efni og hegðun í ummælum. Þessar upplýsingar munu hjálpa okkur að skilja hvaða áhrif þessi hegðun getur haft á ýmsa hópa höfunda. Þær munu líka bæta sjálfvirku kerfin okkar með tímanum.

Bæta fyrirliggjandi áætlanir okkar, herferðir og tilboð

Í Lýðfræðigögnum höfundar geturðu veitt samþykki þitt fyrir því að við notum upplýsingar þínar til að senda boð í áætlanir og á viðburði. Þessar upplýsingar geta hjálpað okkur að skilja betur fyrirliggjandi áætlanir okkar, herferðir og tilboð. Þessi tilboð eru meðal annars viðburðir fyrir höfunda og áætlanir til að hjálpa nýjum höfundum að vaxa. Við gerum líka kannanir með höfundum, til dæmis rýnihópa, kannanir í eigin persónu, ábendingar, skoðanakannanir og annars konar kannanir. Með þessari vinnu getum við sagt vöruþróunarteymum okkar frá skoðunum höfunda. Upplýsingarnar frá lýðfræðigögnum höfundar gera okkur kleift að senda boð í kannanir til fleiri höfunda sem endurspegla fjölbreytni samfélagshópanna á YouTube.

Val um að breyta eða eyða svörum

Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar um hvernig þú getur eytt svörunum þínum. Þú getur breytt upplýsingunum sem þú deilir einu sinni á hverjum 45 dögum. Næsti dagur þegar þú getur reynt aftur að senda upplýsingar er birtur í Studio. Það er alltaf hægt að eyða öllum svörum.

Athugaðu: Ef þú velur að breyta eða eyða þessum upplýsingum hefur það ekki áhrif á árangur efnisins þíns á YouTube.

Breyttu svörum í Lýðfræðigögn höfundar í YouTube Studio:

  1. Skráðu þig inn í YouTube Studio.
  2. Smelltu á Stillingar vinstra megin.
  3. Veldu Lýðfræðigögn höfundar.
  4. Veldu BREYTA KÖNNUN.
  5. Breyttu svörunum þínum.
  6. Veldu SENDA.

Breyttu svörum í Lýðfræðigögn höfundar í YouTube Studio-forritinu:

  1. Opnaðu YouTube Studio-forritið .
  2. Ýttu á prófílmyndina þína .
  3. Ýttu á Stillingar  í valmyndinni.
  4. Undir Rás skaltu ýta á Lýðfræðigögn höfundar.
  5. Veldu BREYTA KÖNNUN.
  6. Breyttu svörunum þínum.
  7. Veldu SENDA.

Eyddu svörum í Lýðfræðigögn höfundar í YouTube Studio:

  1. Skráðu þig inn í YouTube Studio.
  2. Smelltu á Stillingar vinstra megin.
  3. Veldu Lýðfræðigögn höfundar.
  4. Veldu EYÐA GÖGNUM
  5. Veldu EYÐA þegar staðfestingarglugginn birtist.

Eyddu svörum í Lýðfræðigögn höfundar í YouTube Studio-forritinu:

  1. Opnaðu YouTube Studio-forritið .
  2. Ýttu á prófílmyndina þína .
  3. Ýttu á Stillingar í valmyndinni.
  4. Undir Rás skaltu ýta á Lýðfræðigögn höfundar.
  5. Veldu EYÐA GÖGNUM
  6. Veldu EYÐA þegar staðfestingarglugginn birtist.

Sækja svör í lýðfræðigögn höfundar:

Til að sækja lýðfræðigögn höfundar skaltu fylgja þessum leiðbeiningum. Ef þú vilt sækja gögn fyrir YouTube-rásina eða -rásirnar þínar þarftu að skrá þig inn á persónulega Google-reikninginn þinn, ekki vörumerkisreikning.

Nánar um Lýðfræðigögn höfundar

Hvenær get ég notað stillinguna?

Við gáfum út lýðfræðikönnunina fyrir höfunda og flytjendur í Bandaríkjunum árið 2021, í Bretlandi í júlí 2023, í Brasilíu í september 2023 og núna í Indlandi. Hægt er að finna þessar spurningar í hlutanum Lýðfræðigögn höfundar í stillingum YouTube Studio í tölvu.

Þú verður að vera rásareigandi til að fara í þessa stillingu. Ef þú notar vörumerkisreikning verðurðu að vera aðaleigandinn. Ef þú notar YouTube-rásarheimildir verðurðu að vera eigandinn.

Hvenær verður þessi stilling í boði í fleiri löndum eða svæðum og fyrir fleiri samfélagshópa?

Við munum bjóða upp á stillinguna í Indlandi árið 2023 og höfum í hyggju að opna fyrir hana í fleiri löndum eða svæðum fljótlega. Við vitum að flokkarnir og valkostirnir í könnuninni ná ekki yfir allar skilgreiningar sem einstaklingar um allan heim gætu samsamað sig við. Við leitumst við að fjölga þessum flokkum og valkostum seinna meir.

Þessi stilling er viðbót við aðra viðleitni sem er þegar fyrir hendi til að hjálpa okkur að bæta upplifunina fyrir alla höfunda og áhorfendur. Til dæmis vinnur YouTube stöðugt með áhorfendum og höfundum með skerðingar til að bæta aðgengi verkvangsins og til að tryggja að öllum finnist þeir vera velkomnir á YouTube.

Þarf ég að svara öllum spurningunum í Lýðfræðigögnum höfundar?

Nei, allar spurningarnar eru valfrjálsar ef þú velur að fylla út Lýðfræðigögn höfundar. Þú getur sleppt því að svara sumum spurningum eða valið „Vil ekki svara“.

Mun þessi stilling hafa áhrif á árangur rásarinnar minnar?

Upplýsingarnar frá þér verða ekki notaðar til að hafa áhrif á árangur efnis í kerfum YouTube.

Við viljum tryggja að kerfin okkar endurspegli ekki óviljandi hlutdrægni. Gögnin frá lýðfræðigögnum höfundar verða notuð til að meta hluta af YouTube, til dæmis leit, tillögur og tekjuöflun. Ef við finnum villur sem hafa áhrif á tiltekna samfélagshópa munum við kappkosta að bæta þjálfun kerfanna okkar til að gera þau nákvæmari og betri fyrir alla.

Hvernig voru spurningarnar í Lýðfræðigögnum höfundar búnar til?

Við unnum í nánu samstarfi við sérfræðinga í borgaralegum réttindum og mannréttindum og höfunda úr ólíkum samfélagshópum.

Verður svörunum mínum deilt utan YouTube?

Svör þín við könnuninni fyrir höfunda og flytjendur í Lýðfræðigögnum höfundar verða geymd með YouTube-rásinni þinni og aðrar Google-vörur munu ekki nota þau. Þau verða ekki gerð opinber eða notuð í auglýsingatilgangi nema með frekara samþykki þínu Við munum ekki deila þessum upplýsingum með auglýsendum eða nota þær fyrir miðaðar auglýsingar.

Þú getur valið um að veita okkur samþykki þitt fyrir að nota upplýsingarnar til að senda boð í áætlanir og viðburði. Þetta getur falið í sér að rásin þín, efni, boð á vinnustofur, notendarannsóknir eða aðrar herferðir verði merkt.

Get ég breytt upplýsingunum þegar búið er að senda þær inn?

Þú getur breytt upplýsingum um lýðfræðigögn höfundar einu sinni á hverjum 45 dögum. Næsti dagur þegar þú getur reynt aftur að senda upplýsingar er birtur í Studio. Það er alltaf hægt að eyða öllum svörum.

Breyta svörum í lýðfræðigögnum höfundar:

  1. Skráðu þig inn á YouTube í tölvu eða notaðu YouTube Studio forritið með rásareigandareikningnum þínum.
  2. Farðu í stillingar YouTube Studio og veldu Lýðfræðigögn höfundar.
    • Þú finnur Lýðfræðigögn höfunda í YouTube Studio-forritinu með því að ýta á prófílmyndina þína Profile og ýta á Stillingar.
  3. Veldu BREYTA KÖNNUN.
  4. Breyttu svörunum þínum.
  5. Veldu SENDA.

Eyða svörum í lýðfræðigögnum höfundar:

  1. Skráðu þig inn á YouTube í tölvu eða notaðu YouTube Studio-forritið með rásareigandareikningnum þínum.
  2. Farðu í stillingar YouTube Studio og veldu Lýðfræðigögn höfundar.
    • Þú finnur Lýðfræðigögn höfunda í YouTube Studio-forritinu með því að ýta á prófílmyndina þínaProfile og ýta á Stillingar .
  3. Veldu EYÐA GÖGNUM
  4. Veldu EYÐA þegar staðfestingarglugginn birtist.

Sækja svör í lýðfræðigögn höfundar:

Til að sækja lýðfræðigögn höfundar skaltu fylgja þessum leiðbeiningum. Ef þú vilt sækja gögn fyrir YouTube-rásina eða -rásirnar þínar þarftu að skrá þig inn á persónulega Google-reikninginn þinn, ekki vörumerkisreikning.

Breytir þetta upplýsingum um Google-reikninginn minn?

Svör þín við könnuninni fyrir höfunda og flytjendur í Lýðfræðigögnum höfundar verða geymd með YouTube-rásinni þinni. Aðrar Google-vörur munu ekki nota þau.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
102051211094517449
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false