Viltu spyrja að einhverju varðandi aðild þína að YouTube Premium eða YouTube Music Premium? Hér fyrir neðan sérðu hvernig þú getur athugað upplýsingar um aðild, til dæmis greiðslumáta, dagsetningu innheimtu og færslukvittanir.
Skoðaðu tegund og stöðu aðildar
Skoðaðu tegund aðildar
Til að sjá hvernig aðild þú ert með áskrift að (prufuáskrift, einstakling, fjölskyldu, nemenda):
- Farðu á youtube.com/paid_memberships.
- YouTube aðildir þínar og áskriftir eru taldar upp í hlutanum „Aðildir“.
- Tegund aðildar og verð eru tilgreind undir heiti hverrar aðildar.
Ef þú skráðir þig í Premium aðild í gegnum Apple muntu sjá „Innheimt af Apple“ í upplýsingum um aðild. Þú þarft að stjórna aðild þinni í gegnum Apple.
Athugaðu stöðu aðildar
Til að staðfesta stöðu aðildar (virk eða í hléi):
- Farðu á youtube.com/paid_memberships.
- Smelltu á Stjórna aðild.
- Þú munt sjá dagsetningu næsta greiðslutímabils ef þú er áskrifandi að mánaðarlegri aðild, dagsetninguna sem prufuáskrift þinni lýkur (ef þú ert með prufuáskrift) eða valkost til að halda áfram með aðild (ef hlé var gert á henni).
Athugaðu greiðsluupplýsingarnar þínar
Athugaðu eða skiptu um virkan greiðslumáta
- Farðu á youtube.com/paid_memberships.
- Smelltu á örina við hliðina á Stjórna aðild til að sjá upplýsingar um aðild.
- Þú getur séð virkan greiðslumáta á skrá og varagreiðslumáta sem þú hefur bætt við.
- Þú getur smellt á Breyta við hliðina á „Varagreiðslumáti“ til að bæta við öðrum greiðslumáta. Varagreiðslumáti tryggir að aðildin þín og fríðindin haldi áfram þótt ekki sé hægt að skuldfæra af aðalgreiðslumátanum af einhverri ástæðu.
Sjá næsta áskriftartímabil og upphæð
- Farðu á youtube.com/paid_memberships.
- Smelltu á örina við hliðina á Stjórna aðild til að sjá upplýsingar um aðild.
- Þú munt sjá „Næsta greiðsludagsetning“ og verðið fyrir aðildina.
Fylgdu leiðbeiningunum hér til að segja upp aðild eða gera hlé á henni. Þegar þú segir upp aðild verður ekki skuldfært hjá þér aftur nema þú fáir áskrift aftur. Þú munt halda YouTube-aðildarfríðindum til loka greiðslutímabilsins.
Skoðaðu kvittanir
Farðu á payments.google.com Virkni til að sjá kvittanir fyrir YouTube Premium eða YouTube Music Premium-aðildir.
Þú munt sjá lista yfir allar færslur, þar á meðal skuldfærslur fyrir YouTube-aðildir. Smelltu á færslu til að sjá nánari upplýsingar, þar á meðal:
- Heildarupphæðina sem var innheimt
- Dagsetningu og tíma skuldfærslunnar
- Stöðu færslunnar
- Af hvaða greiðslumáta var skuldfært
Ef þú sérð skuldfærslu sem þú kannast ekki við eða sem virðist hærri en hún ætti að vera skaltu skoða þennan lista yfir algengar ástæður fyrir óvæntum skuldfærslum. Ef þú telur að einhver annar standi á bak við skuldfærsluna getur þú tilkynnt um óheimila skuldfærslu.
(Ef þú býrð á Evrópska efnahagssvæðinu verður virðisaukaskattur (VSK) skuldfærður hjá þér fyrir sum kaup frá Google. Þú getur beðið um VSK-reikning fyrir þessum kaupum.
Sá gjaldmiðill sem þú ert skuldfærð(ur) í er ekki endilega gjaldmiðill heimalands þíns, allt eftir því hvaða Google þjónustu þú notar við kaupin. Nánar um umreikning gjaldmiðla.
Endurtekin gjöld á Indlandi
Úrræðaleit vegna skuldfærslu á YouTube
Smelltu á hnappinn hér að neðan til að gera úrræðaleit eða fá upplýsingar um YouTube-reikninginn þinn.