Reglur netsamfélagsins um efni frá notendum í Leit

Reglum netsamfélagsins er ætlað að hjálpa til við að gæta að öryggi notenda Google-leitar og eiga þær við um allt efni sem notendur Leitar leggja beint til. Þessar reglur fela í sér almennar reglur um efni í Google-leit, þar sem það á við.

Við leitumst eftir því að skapa umhverfi þar sem fólk getur komið viðhorfum sínum á framfæri og lagt til upplýsingar í Leit. Reglur netsamfélagsins skilgreina þær gerðir efnis og þá virkni sem ekki er leyfð, allt frá því sem viðkemur öryggi barna, hættulegu efni, hatursorðræðu og ruslefni svo eitthvað sé nefnt. Reglur netsamfélagsins gilda um allt efni frá notendum, þ.m.t. texta, myndir og ytri tengla.

Auk reglna netsamfélagsins verður allt efni frá notendum í Leit að samræmast þjónustuskilmálum Google og við kunnum að fjarlægja efni sem brýtur gegn staðbundnum lögum og reglugerðum. Við kunnum að nota ábendingar þátttakenda og aðra vitneskju til að uppfæra reglur netsamfélagsins og bæta upplifun notenda.

Svona förum við yfir efni

Við notum bæði vélnámsreiknirit og mannlega yfirlesara til að greina efni sem uppfyllir ekki reglur netsamfélagsins eða það sem við köllum „brot“. Efni sem reiknirit okkar greina er annaðhvort fjarlægt eða tilkynnt til mennskrar yfirferðar þar sem þjálfaðir greiningaraðilar skoða málið nánar. Ef þessar aðferðir skera úr um að efnið uppfylli ekki reglur netsamfélagsins bregðumst við við með því að fjarlægja efnið eða heimildir reikningsins. Við kunnum að samþykkja undantekningar á þessum reglum byggt á listrænu, fræðandi, sögulegu, heimildalegu eða vísindalegu gildi, eða þegar um er að ræða annars konar tilfelli þar sem efnið telst á einhvern hátt gagnlegt almenningi að verulegu leyti. Efni sem er fjarlægt kann enn að vera aðgengilegt á Leitarprófílnum þínum en merkt þar sem „Fjarlægt“. Sumu fjarlægðu efni er varanlega eytt ef brotið telst alvarlegt eða ef lög krefjast þess.

Í flestum tilfellum færðu tilkynningu ef efnið þitt er fjarlægt eða ef aðgangur þinn að eiginleikum er takmarkaður. Við látum þig vita hvað var fjarlægt eða takmarkað, hvers vegna, hvernig það hefur áhrif á þig og hvaða ráðstafana þú getur gripið til. Þú getur áfrýjað ákvörðun okkar um sumt efni ef þú telur að það uppfylli reglur netsamfélagsins. Í einhverjum tilfellum geta endurtekin eða alvarleg brot leitt til þess að við takmörkum aðgang að eiginleikum svo að þú skalt kynna þér vel hvað má birta. Það er mikilvægt að taka fram að ef þú eyðir færslu sem var fjarlægð fyrnast ekki tengd brot. Gættu þess að senda inn áfrýjun vegna gjaldgengra brota þegar þú telur okkur hafa gert mistök. Við reynum sífellt að bæta kerfin okkar og upplifun þína. Nánar um áfrýjanir.

Að tilkynna efni

Ef þú rekst á efni frá notanda í Leit sem uppfyllir ekki reglur netsamfélagsins eða brýtur gegn lögum skaltu tilkynna það. Við kunnum að meta aðstoð þína við að gæta að öryggi notenda Google-leitar.

Það sem reglur netsamfélagsins ná yfir

Í eftirfarandi hlutum er lýst þeim gerðum efnis og virkni sem við leyfum ekki. Þetta á meðal annars við um, en takmarkast ekki við, þau dæmi sem gefin eru hér:

Reikningsstuldur
Mikilvægt: Ef þig grunar að reikningnum þínum hafi verið stolið skaltu tilkynna stolinn reikning.

Við leyfum ekki að aðrir fái aðgang að eða stjórni reikningum eða prófílum undir fölskum formerkjum.
Myndefni sem sýnir kynferðislega misnotkun á börnum eða annarskonar misnotkun
Við leyfum ekki efni eða virkni sem sýnir kynferðislega misnotkun á börnum eða sem virðist skaða börn, stofna þeim í hættu eða misnota þau með öðrum hætti. Dæmi um efni sem brýtur gegn þessum reglum er:
  • Kynferðislegt efni sem sýnir einstaklinga undir lögaldri.
  • Efni sem kyngerir einstaklinga undir lögaldri.
  • Efni sem stofnar börnum í hættu eða stuðlar að því með einhverjum hætti.
Efni sem varðar almannahagsmuni
Efni sem varðar almannahagsmuni og tengist samfélagslegum eða læknisfræðilegum málefnum ætti ekki að stangast á við staðfestar upplýsingar eða almennt álit sérfræðinga. Við kunnum einnig að fjarlægja efni sem hægt er að túlka sem ásökun um alvarleg illvirki gegn einstaklingum eða hópum ef skortur er á staðfestum upplýsingum eða sérfræðiáliti málinu til stuðnings. Dæmi um efni sem brýtur gegn þessum reglum er:
  • Efni sem gefur rangar upplýsingar um kjörstað.
  • Efni sem auglýsir efni eða meðferðir sem geta valdið alvarlegum líkamlegum skaða eða dauða og stangast á við almennt álit lækna.
Blekkingar
Við leyfum hvorki efni né reikninga sem villa á sér heimildir og þykjast vera annar einstaklingur eða fyrirtæki, birta villandi framsetningu á eða fela eignarhald eða aðaltilgang, taka þátt í falskri virkni eða skipulagðri virkni sem ætlað er að blekkja, svindla eða villa um fyrir notendum. Þetta á meðal annars við um, en takmarkast ekki við, að birta villandi framsetningu á eða fela upprunaland, hlutdeild í hagsmunahópi sem tengist stjórnmálaflokki eða yfirvöldum, að birta notendum efni í öðru landi undir fölskum formerkjum eða skipulögð samvinna þar sem upplýsingum um tengsl eða hlutleysi er leynt eða þær settar fram á villandi hátt. Ef þig grunar að einhver sé að þykjast vera þú skaltu leggja fram kröfu hér. Dæmi um efni sem brýtur gegn þessum reglum er:
  • Prófíll sem notar raunverulegt nafn, notandanafn, mynd, vörumerki, lógó eða aðrar persónuupplýsingar annars einstaklings til að blekkja fólk til að halda að eigandi prófílsins sé sá einstaklingur.
  • Að setja upp prófíl með nafni og mynd af einstakling og birta síðan efni líkt og sá einstaklingur birti það.
  • Skipulögð misnotkun, þ.m.t. margir reikningar sem vinna saman að því að villa um fyrir öðrum.
Fölsk virkni
Við leyfum ekki efni sem endurspeglar ekki raunverulega upplifun. Dæmi um efni og virkni sem brýtur gegn þessum reglum er:
  • Efni sem birt er skiptum fyrir greiðslu, þ.m.t., en takmarkast ekki við, peninga, afslætti, vörur og/eða þjónustu.
  • Að sporna gegn eða banna neikvætt efni frá notendum eða greiða fyrir jákvæðu efni af ásettu ráði.
  • Efni sem hefur verið birt af mörgum reikningum og hefur þann eina tilgang að auka áhorf eða aðra mælda þætti.
Hættulegt efni
Við leyfum ekki efni sem gæti valdið fólki eða dýrum alvarlegum og bráðum skaða. Þetta á meðal annars við um, en takmarkast ekki við, hættulegar vörur, þjónustu eða athæfi og sjálfsskaða, s.s. limlestingar, átraskanir eða vímuefnaneyslu. Dæmi um efni sem brýtur gegn þessum reglum er:
  • Efni sem inniheldur leiðbeiningar um hvernig hægt er að framleiða eða setja saman sprengju.
  • Efni sem sýnir hvernig má framkvæma áskorun sem krefst inntöku skaðlegra efna.
  • Kynningarefni sem útskýrir hvernig hægt er að valda sér skaða.
Efni sem inniheldur áreitni
Við leyfum ekki áreitni, einelti eða ógnandi efni. Þetta á meðal annars við um, en takmarkast ekki við, efni sem beinir skaðlegri misnotkun gegn einum völdum einstaklingi, að hóta einhverjum alvarlegum skaða, að kyngera einhvern á hátt sem viðkomandi hefur ekki samþykkt, að afhjúpa lokaðar upplýsingar um einhvern sem hægt væri að nota til að hóta viðkomandi, að gera lítið úr þolendum ofbeldis eða harmleik annarra, að hafna grimmdarverki sem hefur verið framið eða áreita aðra með öðrum hætti. Við kunnum einnig að upplýsa lögregluyfirvöld um hótanir um skaða og aðrar hættulegar aðstæður. Dæmi um efni sem brýtur gegn þessum reglum er:
  • Efni sem inniheldur ofbeldisfulla móðgun eða níðyrði sem byggist á einkennum einstaklings og ætlað er að ómanngera viðkomandi.
  • Efni sem inniheldur hótun gegn ákveðnum einstaklingi eða eignum viðkomandi, þ.m.t. óbeinar hótanir.
  • Efni sem inniheldur ósannar fullyrðingar um dauðsfall opinbers embættismanns.
Hatursfullt efni
Við leyfum ekki efni sem stuðlar að eða hampar ofbeldi, ýtir undir mismunun, lítillækkar einstakling eða hóp eða er fyrst og fremst ætlað að kynda undir hatri gegn tilteknum hópi. Þetta á meðal annars við um, en takmarkast ekki við, að gera tiltekinn einstakling eða hóp að skotmarki á grundvelli kynþáttar, uppruna, trúarbragða, fötlunar, aldurs, þjóðernis, stöðu fyrrum hermanns, kynhneigðar, kyns, kynvitundar eða annarra einkenna sem tengjast kerfisbundinni mismunun eða jaðarsetningu, s.s. stöðu flóttamanns, stöðu innflytjanda, stétt, fátækt eða heimilisleysi. Dæmi um efni sem brýtur gegn þessum reglum er:
  • Upphafning á hatursfullri yfirburðahyggja með því að halda fram yfirburðum hóps gagnvart þeim sem hafa stöðu verndaðs hóps til að réttlæta ofbeldi.
  • Efni sem inniheldur hatursfullt myndefni eða tákn og er ekki birt í fræðandi eða heimildarlegu samhengi.
  • Efni sem hampar eða upphefur ofbeldi gegn hópi á grundvelli stöðu hans sem verndaðs hóps.
Óviðeigandi umsagnir

Við kunnum að fjarlægja umsagnir sem eru fyrst og fremst birtar í því skyni að ræða viðfangsefni sem tengjast ekki efninu sjálfu.

Ábending: Þessar reglur eiga aðeins við um umsagnir.
Viðkvæmar persónuupplýsingar
Við kunnum að fjarlægja efni sem inniheldur tilteknar persónuupplýsingar sem skapa verulega hættu á auðkennisstuldi, fjársvikum eða aðra sértæka hættu, þ.m.t., en takmarkast ekki við, efnisrógur, grófar persónulegar myndir og falsað klám gegn vilja. Ef efni sýnir einstakling undir 18 ára aldri eða viðkvæmt myndefni án nauðsynlegs samþykkis skaltu tilkynna það til okkar.

Dæmi um efni sem brýtur gegn þessum reglum er:

  • Efni sem inniheldur símanúmer, heimilisfang eða netfang.
  • Skýrar myndir af vegabréfum eða vegabréfsáritunum.
  • Efni sem inniheldur óæskilega kyngervingu á borð við viðkvæmt myndefni sem deilt er án samþykkis.
Falskt efni
Við leyfum ekki falskt hljóð-, vídeó- eða myndefni sem ætlað er að blekkja, svíkja, eða villa um fyrir öðrum með því að sýna aðgerðir eða viðburði sem áttu sér ekki stað í raunveruleikanum. Þetta á meðal annars við um ef slíkt efni kann að valda því að grundvallarskilningur eða álit skynsams einstaklings breytist þannig að það gæti haft alvarleg áhrif á hópa eða einstaklinga eða grafið verulega undan þátttöku í kosningum, borgaralegum ferlum eða trausti á frambjóðanda. Myndir sem innihalda tilhlýðilega upplýsingagjöf falla enn undir aðrar reglur netsamfélagsins. Dæmi um efni sem brýtur gegn þessum reglum er:
  • Efni sem inniheldur djúpfölsun til að láta líta út fyrir að opinber starfsmaður hafi látist, án tilhlýðilegrar upplýsingagjafar.
  • Breytt skjámynd sem kann að ýta undir landfræðipólitíska spennu, án tilhlýðilegrar upplýsingagjafar.
  • Efni sem beinir notendum á vefsvæði sem inniheldur breytt vídeó til að falsa kosningaviðburði, án tilhlýðilegrar upplýsingagjafar.
Móðgandi efni

Við leyfum notendum ekki að birta efni sem kann að reita aðra til verulegrar reiði, móðga eða vanvirða aðra á réttmætum grundvelli. Þetta á meðal annars við um að ráðast gegn öðrum einstaklingum eða hópum, efni sem er augljóslega og vísvitandi ögrandi og órökstuddar staðhæfingar um siðlausa hegðun eða glæpsamlegt athæfi. Við leyfum allt efni sem lýsir neikvæðri upplifun á tillitssaman hátt. Dæmi um efni sem brýtur gegn þessum reglum er:

  • Efni sem gerir annan einstakling að athlægi eða uppnefnir annan einstakling.
  • Efni sem gerir gys að einstaklingum, óflokkanlegum hópum eða samtökum á neikvæðan eða niðrandi hátt.
  • Skaðlegt efni sem byggist á persónulegum einkennum, t.d. útliti eða gáfum einhvers.
Sniðganga reglna
Ef þú tekur þátt í athæfi sem ætlað er að sneiða hjá reglum netsamfélagsins munum við loka á prófílinn þinn og fjarlægja efnið þitt. Dæmi um efni sem brýtur gegn þessum reglum er:
  • Prófíll sem búinn var til í því skyni að taka þátt í athæfi sem tekið hefur verið fyrir.
  • Prófíll sem dreifir efni sem tekið hefur verið fyrir í öðrum Google-vörum.
  • Notkun annarra aðferða til að halda áfram að dreifa efni eða taka þátt í athæfi sem ætlað er að brjóta gegn reglum okkar.
Eftirlitsskyldar vörur
Við leyfum ekki efni sem byggist fyrst og fremst á því að auglýsa eða selja eftirlitsskyldar vörur og þjónustu, þ.m.t. áfengi, fjárhættuspil, lyf, tóbak, flugelda, vopn eða heilbrigðis- og lækningatæki. Dæmi um efni sem brýtur gegn þessum reglum er:
  • Efni sem inniheldur samskiptaupplýsingar til að taka þátt í fjárhættuspilum eða íþróttaveðmálum.
  • Efni sem upphefur notkun, aðkomu eða kaup á eftirlitsskyldu efni.
  • Efni sem hefur þann megintilgang að selja eða greiða fyrir kaupum á lyfjum með birtingu tengla, netfanga, símanúmera eða öðrum leiðum til að hafa samband við söluaðila.
Kynferðislegt efni
Við leyfum ekki efni sem inniheldur nekt, kynlífsathafnir eða kynferðislegt efni. Læknisfræðileg eða vísindaleg hugtök sem tengjast líffærafræði eða kynfræðslu eru leyfileg. Dæmi um efni sem brýtur gegn þessum reglum er:
  • Efni sem er ætlað að veita kynferðislega örvun, t.d. efni sem sýnir notkun kynlífsleikfanga til kynferðislegrar örvunar.
  • Efni sem sýnir kynfæri, brjóst eða rass, í eða án fata, og ætlað er að veita kynferðislega örvun.
  • Klám eða efni sem sýnir blæti í þeim tilgangi að veita kynferðislega örvun.
Ruslefni
Við leyfum ekki ruslefni, þ.m.t. óumbeðið og óviðeigandi kynningar- eða markaðsefni, efni sem er birt af sjálfvirku kerfi, endurtekið efni eða annað efni sem virðist vera fjöldasending. Dæmi um efni sem brýtur gegn þessum reglum er:
  • Efni sem beinir notanda frá athugasemdinni eða prófílnum sem viðkomandi er að skoða með því að birta ytri tengil eða annað ómiðað efni.
  • Birting mikils magns af efni sem er eins, án miðunar eða endurtekið.
  • Efni sem beinir notendum á vefsvæði sem dreifa skaðlegum hugbúnaði, reyna að safna persónuupplýsingum eða hafa neikvæð áhrif.
Ofbeldisfullt öfgastefnuefni
Við leyfum ekki efni sem búið er til af samtökum eða einstaklingum sem nota ofbeldi gegn borgurum til að uppfylla pólitísk, trúarleg eða hugmyndafræðileg markmið. Þetta á meðal annars við um opinberlega staðfest hryðjuverkasamtök og önnur ofbeldisfull samtök og hreyfingar sem stofna notendum okkar í raunverulega hættu. Við leyfum heldur ekki efni sem greiðir fyrir eða hvetur til aðgerða slíkra hópa, s.s. nýliðunar, deilingar efnis sem gæti leitt til skaða, hvatningar til ofbeldisverka eða vegsömun árása. Efni tengt ofbeldisfullri öfgastefnu kann að vera leyft í fræðandi eða heimildalegu samhengi, að því gefnu að fólki séu veittar fullnægjandi upplýsingar svo að það geti áttað sig á samhenginu.
Ofbeldisfullt efni og blóðsúthellingar
Við leyfum ekki ofbeldisfullt efni eða blóðsúthellingar sem er fyrst og fremst ætlað að valda uppnámi. Þetta á meðal annars við um efni sem sýnir ofbeldisfullan verknað eða atvik sem leiða til alvarlegra meiðsla eða dauða án sögulegs eða fræðandi samhengis, sýnileg líffæri eða bein án læknisfræðilegs eða vísindalegs samhengis, fórnarlömb morða sem hægt er að bera kennsl á eða dýraníð eða -dráp sem er ekki hluti af hefðbundnum veiðum, matvinnslu eða siðvenjum. Dæmi um efni sem brýtur gegn þessum reglum er:
  • Efni sem sýnir pyntingar, fórnfæringar eða lík með alvarlegum áverkum.
  • Efni sem hampar eða upphefur alvarlega vanrækslu, misnotkun eða ofbeldi gegn dýrum.
  • Efni um skurðaðgerðir þar sem áhersla er lögð á opin sár og áhorfendum eru ekki veittar fræðandi upplýsingar eða útskýringar.
Gróft orðbragð og blótsyrði
Við leyfum ekki ruddaskap sem er fyrst og fremst ætlað að valda uppnámi. Þetta á meðal annars við um klúr eða hatursfull þemu, áreitni eða óhóflega notkun á grófu orðbragði. Dæmi um efni sem brýtur gegn þessum reglum er:
  • Notkun á klúru orðbragði eða frásögnum.
  • Óhófleg notkun á blótsyrðum í efninu.
  • Notkun á hatursfullu orðbragði eða áreitni.
Lagaleg mál
Við kunnum að fjarlægja efni í samræmi við gildandi lög eða í kjölfar dómsúrskurðar, að því gefnu að okkur berist gild beiðni þess efnis. Við fjarlægjum til dæmis efni ef okkur berst gild tilkynning í samræmi við bandarísk lög um höfundarrétt á stafrænu efni (DMCA). Við förum yfir beiðnir til að tryggja að þær byggist á réttmætum grundvelli. Kynntu þér hvernig þú sendir fjarlægingarbeiðni vegna lagalegra ástæðna.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
false
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
9078861779633102682
true
Leita í hjálparmiðstöð
false
true
true
true
true
true
100334
false
false
false
false