Tilkynning

Users can now migrate Google Podcasts subscriptions to YouTube Music or to another app that supports OPML import. Learn more here

Nánar um skapandi gervigreind

Skapandi gervigreind er notuð til að búa til efni af ýmsum toga. Hún getur hjálpað þér að vera meira skapandi, afkasta meiru og öðlast meiri þekkingu.

Í þessari grein geturðu kynnt þér skapandi gervigreind, þar á meðal:

  • Það sem felst í skapandi gervigreind og hvernig hún virkar
  • Hvernig á að nota skapandi gervigreind og meta áreiðanleika svara frá henni
  • Hvernig Google þróar gervigreind

Það sem felst í skapandi gervigreind

Skapandi gervigreind er vélnámslíkan. Skapandi gervigreind er ekki manneskja. Hún hefur ekki sjálfstæða hugsun og er ekki með tilfinningar. Hún er bara mjög fær í að bera kennsl á mynstur.

Áður fyrr var gervigreind notuð til að skilja og leggja til upplýsingar. Nú getur skapandi gervigreind einnig hjálpað okkur að búa til nýtt efni á borð við myndir, tónlist og kóða.

Svona eru vélnámslíkön þjálfuð

Vélnámslíkön, þar á meðal skapandi gervigreind, læra í gegnum ferli sem byggist á athugun og mynstursamsvörun og kallast þjálfun. Til að kenna líkani hvað strigaskór er fer þjálfunin fram með milljónum mynda af strigaskóm. Með tímanum lærir það að strigaskór eru hlutir með reimum, sólum og lógói sem mannfólk setur á fæturna.

Líkanið getur notað þjálfun til að:

  1. Taka við upplýsingum á borð við „Búa til mynd af strigaskóm með geitaskrauti“. 
  2. Tengja saman það sem það hefur lært um strigaskó, geitur og skraut.
  3. Búa til mynd, jafnvel þótt það hafi aldrei séð slíka mynd áður.
Svona knýja stór tungumálalíkön skapandi gervigreind

Skapandi gervigreind og stór tungumálalíkön (LLM) eru tveir angar af sömu tækni. Hægt er að þjálfa skapandi gervigreind með öllum gagnagerðum en stór tungumálalíkön (LLM) nota orð sem aðaluppsprettu þjálfunargagna.

Upplifanir sem byggja á stórum tungumálalíkönum (LLM), til dæmis Gemini og Leit með efnissköpun, geta spáð fyrir um orðin sem gætu komið næst í samræmi við skipunina þína og textann sem hefur þegar verið búinn til. Kerfin hafa sveigjanleika til að velja orðin sem eru líkleg til að koma næst sem passa við mynstrin sem þau læra við þjálfun. Þessi sveigjanleiki gerir þeim kleift að búa til skapandi svör.

Ef þú biður þau um að ljúka við frasann „Harry [eyða]“ gætu þau spáð fyrir um að næsta orðið væri „Styles“ eða „Potter“.

 

Svona notarðu skapandi gervigreind

Mikilvægt: Google-upplifanir sem byggja á skapandi gervigreind geta hjálpað þér að virkja sköpunarferlið. Þeim er ekki ætlað að gera allt fyrir þig eða vera höfundurinn.

Hér eru þrjár leiðir til að nota skapandi gervigreind:

  • Til að þróa hugmyndirnar þínar. Fáðu til dæmis aðstoð við að skrifa handrit að forsögu uppáhaldskvikmyndarinnar þinnar.
  • Til að spyrja spurninga sem þú efast um að hægt sé að svara. Til dæmis, „Hvort kom á undan, eggið eða hænan?“
  • Til að fá smá aukahjálp. Biddu um tillögu að titli fyrir sögu sem þú skrifaðir eða fáðu aðstoð við að greina dýra- eða skordýrategund á mynd.

As you explore, create, and learn new things with Generative AI, it's important to use it responsibly. For details, review our Generative AI Prohibited Use Policy.

Gervigreind getur og mun gera mistök

Þar sem skapandi gervigreind er á tilraunastigi og enn í þróun er nokkuð víst að hún muni gera einhver mistök:

  • Hún gæti skáldað. Þegar skapandi gervigreind skáldar svar kallast það ofskynjun. Ofskynjanir eiga sér stað vegna þess að stór tungumálalíkön (LLM) safna engum upplýsingum, ólíkt Google-leit, sem safnar upplýsingum af netinu. Þess í stað spá stór tungumálalíkön (LLM) fyrir um það hvaða orð koma næst byggt á innslætti notenda. 
    • Þú gætir til dæmis spurt, „Hver mun vinna gullið í fimleikakeppni kvenna á sumarólympíuleikunum í Brisbane 2032?“, og fengið svar, jafnvel þótt viðburðurinn hafi ekki enn átt sér stað.
  • Hún gæti misskilið ýmislegt. Stundum mistúlka skapandi gervigreindarvörur tungumál sem verður til þess að merkingin breytist.
    • Þú gætir til dæmis viljað fræðast um mýs, dýrin sem búa í litlum holum. Ef þú biður um upplýsingar um mýs gæti gervigreindin sagt þér frá músum sem eru notaðar til að færa bendil um tölvuskjá, smella og fletta.
Ávallt skal yfirfara svör

Viðhafðu gagnrýna hugsun gagnvart svörum sem þú færð frá skapandi gervigreind. Notaðu Google og aðrar heimildir til að sannreyna upplýsingar sem settar eru fram sem staðreyndir.

Ef þú rekst á eitthvað athugavert skaltu tilkynna það. Tilkynningaverkfæri eru innbyggð í margar af vörum okkar sem nota skapandi gervigreind. Ábendingar frá þér hjálpa okkur að fínstilla líkönin og bæta upplifun allra af skapandi gervigreind.

Notaðu kóða með varúð

Eiginleikar sem búa til kóða eru á tilraunastigi og þú berð ábyrgð á þinni notkun á kóðatillögum eða útskýringum á kóða. Farðu varlega og prófaðu og farðu vandlega yfir allan kóða hvað varðar villur og veikleika áður en þú reiðir þig á notkun hans. Það er á þína ábyrgð að fylgja gildandi leyfiskröfum, eins og hvar við veitum heimildir fyrir geymslum opinna upprunakóða. Nánar.

Hvernig Google þróar gervigreind

Til að tryggja að við hönnum verkfæri sem gera heiminn að betri stað fyrir öll settum við ákveðnar gervigreindarreglur árið 2018. Þessar reglur lýsa markmiðum okkar um að þróa framsækna tækni sem getur tekist á við einhverjar stærstu áskoranir samfélaga heimsins á ábyrgan hátt.

Við notum gervigreind meðal annars til að:

  • Styðja við verkefni sem vinna gegn loftslagsbreytingum, svo sem að draga úr umferðarteppum og minnka losun ökutækja
  • Spá fyrir um og fylgjast með náttúruhamförum, til dæmis að birta flóðaspá í fleiri en 20 löndum og vakta rauntímamörk skógarelda
  • Styðja við framþróun heilbrigðisþjónustu, til dæmis að auka aðgengi að berklaskimun og hjálpa til við snemmgreiningu brjóstakrabbameins

Reglurnar ná einnig yfir þætti sem við viljum ekki nota gervigreind við, til tæmis tækni sem veldur almennum skaða eða brýtur gegn alþjóðalögum og mannréttindum.

Skoðaðu gervigreindarreglurnar í heild sinni.

How data helps Google develop generative AI in Search

To develop and improve generative AI experiences on Search and the machine learning technologies that power them, Google uses people's interactions with Search and those experiences. This can include interactions like what they search for and feedback they give, like thumbs up or thumbs down. Human review is one of many ways that we evaluate and improve the quality of our results and products responsibly.

When trained reviewers work to improve the quality of Search’s machine learning models, we take a number of precautions to protect users’ privacy:

  • Data that reviewers see and annotate are disconnected from users’ accounts.
  • Automated tools help recognize and remove a broad range of identifying info and sensitive personal information.

Tengd gögn

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
true
Enroll in Google AI Essentials

Looking to get hands-on experience with generative AI tools like Gemini? Learn from experts at Google and get essential AI skills to boost your productivity with Google AI Essentials, zero experience required.

Get started

Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
3670432303685387062
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
100334
false
false