Viðbótarþjónustuskilmálar Pinpoint

Gilda frá og með 15. febrúar 2023 (skoða fyrri útgáfu)

 

Til að nota Pinpoint verðurðu að samþykkja (1) þjónustuskilmála Google og (2) þessa viðbótarþjónustuskilmála Pinpoint („skilmálar Pinpoint”).

Lestu öll þessi skjöl vandlega. Saman eru þessi skjöl kölluð „skilmálarnir“. Í þeim kemur fram hvers þú getur vænst af okkur þegar þú notar þjónustur okkar og hvers við væntum af þér.

Ef þessir skilmálar Pinpoint stangast á við þjónustuskilmála Google gilda Pinpoint-skilmálarnir um notkun Pinpoint. 

Við hvetjum þig til að lesa persónuverndarstefnuna okkar, þótt hún sé ekki hluti þessara skilmála, til að átta þig betur á hvernig þú getur uppfært, stjórnað, flutt út og eytt upplýsingunum þínum.

 

  1. Aðgangur að Pinpoint

    1.1. Notkun Pinpoint. Svo lengi sem þú ferð eftir þessum skilmálum Pinpoint og notkunarreglum Pinpoint veita þjónustuskilmálar Google þér heimild til að nota Pinpoint til að skoða skjalasöfn. Þegar þú notar Pinpoint þarftu að fylgja þeim grunnsiðareglum sem fram koma í þjónustuskilmálum Google.

    1.2. Upphleðsla efnis. Þú kannt að hafa heimild til að hlaða upp skrám á Pinpoint ef (1) þú ert blaðamaður eða stundar fræðirannsóknir og (2) ef þú lætur Google í té upplýsingar sem staðfesta núgildandi bakgrunn þinn sem blaðamaður eða innan þíns fræðasviðs. Ef þú hlýtur staðfestingu máttu aðeins hlaða upp skrám á Pinpoint sem teljast til blaðamennsku eða eru fræðilegs eðlis. Google kann að fara fram á viðbótarupplýsingar sem staðfesta að áformuð notkun sé við hæfi á Pinpoint.

    1.3. Birting efnis. Ef þú uppfyllir skilyrði til að hlaða upp skrám á Pinpoint veita þjónustuskilmálar Google þér heimild til að birta efni opinberlega með réttri eignun.

    1.4. Fjarlæging. Efni sem (1) brýtur gegn þessum skilmálum, (2) brýtur gegn gildandi lögum eða (3) gæti skaðað notendur Google, þriðju aðila eða Google verður hugsanlega fjarlægt eins og lýst er í þjónustuskilmálum Google. Til að fá frekari upplýsingar um fjarlægingu efnis á Pinpoint skaltu skoða notkunarreglur Pinpoint.
     
  2. Efni á Pinpoint

    Ef þú hleður upp efni á Pinpoint veitirðu Google heimild til að nota umrætt efni, þ.m.t. til að starfrækja og kynna Pinpoint, í samræmi við þjónustuskilmála Google og persónuverndarstefnu Google

    Ef þú telur að einhver brjóti á höfundarrétti þínum geturðu sent okkur tilkynningu um brotið á dmca-agent@google.com og við grípum til viðeigandi aðgerða. Til dæmis lokum við Google-reikningum þeirra sem brjóta endurtekið á höfundarrétti, tímabundið eða varanlega, eins og lýst er í hjálparmiðstöð höfundarréttar.

  3. Réttur til afturköllunar

    3.1. Réttur til afturköllunar

    Ef þú ert neytandi innan EES áttu rétt á að afturkalla þennan samning innan 14 daga án þess að gefa upp ástæðu.

    Frestur til að falla frá samningnum rennur út 14 dögum eftir að samningur hefur verið gerður.

    Til að nýta réttinn til afturköllunar þarftu að tilkynna okkur (Google Ireland Limited, Gordon House, Barrow Street, Dublin 4, Írlandi, pinpoint-withdrawal-request@google.com) ákvörðun þína um að afturkalla samþykki þitt á þessum samningi með ótvíræðri yfirlýsingu þess efnis (t.d. með bréfi í pósti eða tölvupósti). Þú getur notað meðfylgjandi staðlað eyðublað um afturköllun en það er ekki áskilið.

    Til þess að afturköllunarfresturinn teljist virtur nægir að þú sendir tilkynningu um að þú nýtir rétt þinn til að falla frá samningi áður en uppsagnarfresturinn rennur út.

    3.2. Áhrif afturköllunar

    Ef þú afturkallar þennan samning færðu allar greiðslur þínar samkvæmt samningnum endurgreiddar, þar á meðal sendingarkostnað (að undanskildum viðbótarkostnaði vegna sendingarvalkosts sem er dýrari en ódýrasti kosturinn sem boðið er upp á), án óþarfa tafa og eigi síðar en 14 dögum frá því að ákvörðun þín um að afturkalla þennan samning berst til okkar. Við munum framkvæma slíka endurgreiðslu með sama greiðslumáta og þú notaðir fyrir upphaflegu færsluna, nema þú hafir sérstaklega samið um annað, og slík endurgreiðsla mun ekki hafa í för með sér nein gjöld.

    3.3. Staðlað eyðublað um afturköllun

    (fylltu út og sendu þetta eyðublað einungis ef þú óskar eftir að falla frá samningnum)
    — Til Google Ireland Limited, Gordon House, Barrow Street, Dublin 4, Írlandi, pinpoint-withdrawal-request@google.com:
    — Ég tilkynni hér með að ég óska eftir að falla frá samningi mínum um veitingu eftirfarandi þjónustu,
    — Sem var pöntuð hinn,
    — Nafn neytanda,
    — Heimilisfang neytanda,
    — Undirskrift neytanda (einungis ef þetta eyðublað er á pappírsformi),
    — Dagsetning
Aðalvalmynd
5315941670979912457
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
false
false