Afritaðar myndir og vídeó sem þú eyðir verða í ruslinu í 60 daga áður en þeim er
eytt varanlega. Ekki er hægt að endurheimta myndir og vídeó sem hefur verið eytt varanlega. Kynntu þér hvernig þú kveikir á öryggisafritun.
Ef þú vilt ekki sjá mynd eða vídeó lengur í Google-myndasafninu þínu en vilt ekki eyða henni/því geturðu flutt atriði í geymslu. Þegar þú flytur myndir og vídeó í geymslu geturðu áfram fundið þær/þau í albúmum sem þeim var bætt við, leitarniðurstöðum og möppum í tækinu þínu. Kynntu þér hvernig þú flytur myndir í geymslu.
Áður en þú eyðir myndum og vídeóum
Kynntu þér hvaðan myndum og vídeóum er eytt og hvaðan ekki.Atriðum sem er eytt úr Google-myndum er einnig eytt úr:
- Android-tækjum, iPhone og iPad með Google-myndir uppsettar og kveikt á öryggisafritun.
- Google-myndaalbúmum.
- Sameiginlegum albúmum og samtölum sem þú hefur bætt þeim við.
- Sumum hápunktavídeóum Google-mynda. Nánar um myndir í hápunktavídeóum sem er eytt.
- Staðbundinni geymslu þegar skrár eru sóttar í iPhone og iPad og úr sumum tækjum sem keyra Android 11 eða nýrri útgáfu.
Atriði sem þú eyðir eru ekki fjarlægð sjálfkrafa af:
- Blogger
- Drive
- Gmail
- YouTube
Before you get started
Download and install the Google Photos app.
Eyða myndum og vídeóum
Mikilvægt: Þegar myndum og vídeóum er eytt úr forriti Google-mynda er sömu atriðum eytt úr tækinu þínu. Ef atriðin hafa verið afrituð er sama efni eytt úr öllum tækjum þar sem kveikt er á öryggisafritun. Kynntu þér hvernig hægt er að fjarlægja afritaðar myndir og vídeó úr Google-myndum án þess að fjarlægja efnið úr tækinu þínu.
- Opnaðu forrit Google-mynda í Android-síma eða -spjaldtölvu.
- Skráðu þig inn á Google-reikninginn þinn.
- Haltu inni myndinni eða vídeóinu sem þú vilt setja í ruslið. Hægt er að velja margar myndir og vídeó.
- Ýttu á „Eyða“ efst.
Tip: Some photos save space when deleted. If you delete a photo that saves storage space in your Google Account, you may get an estimate of the recovered storage.
Kynntu þér hvað verður um myndir og vídeó sem þú eyðir
- Ef þú eyðir mynd eða vídeói sem búið er að afrita yfir á Google-myndir verður efnið í ruslinu í 60 daga.
- Ef þú eyðir mynd eða vídeói úr tæki sem keyrir Android 11 eða nýrri útgáfu án þess að efnið hafi verið afritað verður það í ruslinu í 30 daga.
Ábending: Myndir og vídeó sem er eytt eru hugsanlega áfram til taks á lausu minniskorti. Notaðu myndasafnsforrit tækisins til að eyða efninu varanlega.
Tæmdu ruslið
Mikilvægt: Ef þú færð beiðnina „Eyða varanlega“ þegar þú færir myndir og vídeó í ruslið er ruslið fullt. Þú getur valið að eyða myndunum og vídeóunum varanlega, en ef þú vilt geta endurheimt viðkomandi efni þarftu fyrst að tæma ruslið. Þegar þú tæmir ruslið er myndum og vídeóum í ruslinu eytt varanlega og ekki er hægt að endurheimta efnið.
- Opnaðu forrit Google-mynda í Android-síma eða -spjaldtölvu.
- Skráðu þig inn á Google-reikninginn þinn.
- Neðst skaltu ýta á Söfn Rusl Meira Tæma rusl Eyða varanlega.
Eyða myndum og vídeóum varanlega
- Opnaðu forrit Google-mynda í Android-tækinu.
- Skráðu þig inn á Google-reikninginn þinn.
- Neðst skaltu ýta á Söfn Rusl Velja.
- Veldu mynd eða vídeó sem þú vilt eyða varanlega.
- Smelltu á Velja efst.
- Ýttu á Eyða Eyða varanlega.
Fjarlægja atriði úr tækinu
- Opnaðu forrit Google-mynda í Android-tækinu.
- Skráðu þig inn á Google-reikninginn þinn.
- Veldu myndina eða vídeóið sem þú vilt eyða úr Android-tækinu.
- Efst skaltu ýta á Meira Eyða úr tæki.
Lærðu að losa um pláss í tækinu.
Veittu heimild til að eyða myndum af SD-kortiSkref 1: Athugaðu hvort tækið þitt keyrir Android 7.0 eða nýrri útgáfu
Þessi skref virka aðeins í Android 7.0 og nýrri útgáfum. Kynntu þér hvernig þú athugar Android-útgáfuna.
Skref 2: Eyddu mynd eða vídeói
Þegar þú reynir að eyða mynd eða vídeói geturðu leyft Google-myndum að lesa SD-kortið.
- Opnaðu forrit Google-mynda í Android-síma eða -spjaldtölvu.
- Skráðu þig inn á Google-reikninginn þinn.
- Neðst skaltu ýta á Safn Myndir í tæki.
- Opnaðu möppu SD-korts.
- Veldu myndina eða vídeóið sem þú vilt eyða af SD-kortinu.
- Ýttu á „Eyða“ Færa í ruslið.
- Ýttu á Leyfa Leyfa.
Fjarlægðu skrár sem búið er að taka öryggisafrit af úr Google-myndum með öðru tæki
- Slökktu á afritun í forriti Google-mynda í Android-tækinu þínu.
- Slökktu á afritun í öllum tækjum þar sem þú vilt varðveita myndirnar eða vídeóin.
- Opnaðu photos.google.com/login í tölvu eða snjalltækjavafra.
- Eyddu afrituðum myndum og vídeóum að eigin vali.
- Í Android-tækinu skaltu bíða í nokkrar mínútur og ganga úr skugga um að WiFi-tenging sé fyrir hendi.
- Lokaðu forriti Google-mynda og opnaðu það aftur.
- Myndir sem var eytt kunna að birtast áfram á yfirliti Mynda. Þær myndir eru aðeins staðbundin afrit. Til að skoða afritunarstöðu myndar skaltu ýta á myndina Meira . Flettu niður að „Upplýsingar“.
Til að tryggja að myndin eða vídeóið verði ekki afritað aftur yfir á Google-myndir og að staðbundnu afriti verði ekki eytt skaltu hafa slökkt á öryggisafritun.
Ábendingar:
- Ef þú hefur slökkt á öryggisafritun nýtirðu ekki kosti öryggisafritunar. Nánar um kosti öryggisafritunar.
- Ef þú vilt vista myndir og vídeó sjálfkrafa yfir á Google-reikninginn aftur geturðu kveikt á öryggisafritun.
- Ef þú kveikir á öryggisafritun getur eftirfarandi stundum gerst:
- Mynd eða vídeó sem var eytt kann að verða afritað á ný þegar kveikt er aftur á öryggisafritun.
- Afriti myndar eða vídeós í tæki kann að verða eytt þegar kveikt er aftur á öryggisafritun.