Reglur um verð í „Það sem hægt er að gera“

Reglur

Reglur Google um verð eru settar til að tryggja góða upplifun, frá upphafi til enda, fyrir notendur sem tengjast verðlagningu þinni á Google, bæði fyrir auglýsingar og gjaldfrjálsa bókunartengla. Sjá nánari upplýsingar í kaflanum Framfylgd reglna og áfrýjun í Reglum um efni og upplifanir sem vísað er til í gegnum „Það sem hægt er að gera“.

Verðnákvæmni

Þegar notandi smellir á hlekk í Google til að komast á bókunarsíðu samstarfsaðila ætti heildarverð valinnar vöru að birtast með áberandi hætti á bókunarsíðunni og samsvara verðinu sem birtist í Google. Ef þátttaka í valinni vöru er gjaldfrjáls birtist verðið sem „Gjaldfrjálst“ í Google.

Bókunarsíða: Síðan á vefsvæði samstarfsaðila þar sem notandi hefur valið dagsetningu og getur (oftast) fært inn kaupupplýsingar á borð við nafn og kortaupplýsingar.

Lendingarsíða Síðan sem notandinn er sendur á á vefsvæði samstarfsaðila áður en hann gerir nokkuð frekar. Stundum getur lendingarsíðan jafnframt verið bókunarsíðan.

Gjaldmiðill

Samstarfsaðilar geta sent inn verð í hvaða gjaldmiðli sem er. Gjaldmiðlum verður umbreytt í gjaldmiðil notanda til að tryggja samanburðarhæfni á milli söluaðila. Samstarfsaðilar verða að beina notendum á lendingarsíður sem nota eitt af eftirfarandi sem sjálfgefna stillingu:

  • Valinn gjaldmiðil notanda (samkvæmt Google)
  • Sjálfgefinn gjaldmiðil á stað notanda
  • Gjaldmiðilinn á staðnum þar sem dægradvölin fer fram

Vöruinnflutningsstraumurinn gerir samstarfsaðilum kleift að skilgreina og takmarka löndin þar sem vörur þeirra birtast.

Gjöld og skattar

Verðið sem sent er til Google á að fela í sér öll gjöld og skatta og samsvara lokaverðinu í greiðsluferlinu. Það á bæði við um skatta og gjöld sem bókunaraðili innheimtir og þau sem innheimt eru þegar dægradvölin fer fram.

Val á degi/tíma og framboð

Til að byrja með munum við ekki styðja val á degi og tíma fyrir dægradvöl sem skráð er beint í Google. Ef verð á atriði breytist út frá tíma (til dæmis eftir vikudegi eða tíma fram að kaupum) þarf eftir sem áður að tryggja að verðið sem tilgreint er á bókunarsíðunni samræmist verðinu sem sent var. Sé helgarverð til dæmis 5000 krónur en verð á virkum dögum 4000 krónur geturðu sent okkur annað hvort verðið, að því gefnu að bókunarsíðan birti verðið sem tilgreint er á Google með áberandi hætti.

Bókunargluggar eru oftast til einnar viku og ná sjaldan meira en fjórar vikur fram í tímann. Verðið í straumnum og verðið sem tilgreint er á vefsvæði samstarfsaðila þarf að vera auðgreinanlegt og aðgengilegt innan 30 daga frá fyrirspurn notanda. Verð sem erfitt er að finna, á ekki við um bókanir á næstu 30 dögum eða þar sem framboð er takmarkað, er ekki leyfilegt.

Um takmarkað framboð: Það verð sem tilgreint er á Google á almennt að miðast við miða sem meðalnotandi myndi finna og bóka. Miðavalkostir sem eru af takmörkuðu framboði miðað við heildarframboð viðburðarins eða dægradvalarinnar eru ekki leyfilegir, Til dæmis aðeins ákveðna daga vikunnar eða utan háannatíma.

Framboð á heimsvísu

Vörur skulu vera í boði um allan heim nema landstakmarkanir séu tilgreindar í vöruinnflutningsstraumnum.

Afsláttur

Sem stendur þarf hefðbundinn fullorðinsmiða án afsláttar. Verð sem aðeins er í boði fyrir ákveðna notendahópa, svo sem heimamenn, börn, eldri borgara eða fyrrverandi hermenn, er ekki leyfilegt.

Verð fyrir hópa

Verð sem fer eftir hópastærð er ekki leyfilegt. Verðið sem birtist á Google á alltaf að vera besta verðið sem býðst fyrir einn fullorðinn. Vörur sem gera ráð fyrir lágmarksstærð hóps eru leyfilegar. Sé þess krafist að fleiri en einn miði sé keyptur til þess að kaup geti átt sér stað þarf verðið sem sent er til Google að vera lægsta mögulega verð fyrir hóp fullorðinna.

Þjóðgarðar

Þjóðgarðar innheimta yfirleitt aðgöngugjald fyrir hvert ökutæki. Slíkt fyrirkomulag þekkist í flestum löndum og er mjög algengt í Bandaríkjunum. Senda skal algengasta aðgöngugjaldið fyrir bíl af hefðbundinni stærð til Google. Aðgöngugjald fyrir fullorðna einstaklinga sem koma gangandi, hjólandi eða á mótorhjóli er ekki leyfilegt nema þetta sé greinilega algengasta eða eina leiðin til að komast inn í þjóðgarðinn.

Brot á reglum um verð

Google yfirfer verð og vefsvæði hjá samstarfsaðilum til að athuga hvort um brot á reglum sé að ræða. Rangar upplýsingar munu hafa neikvæð áhrif á staðsetningu vörunnar og þátttöku í „Það sem hægt er að gera“. Þetta getur orðið til þess að staða uppboðs og auglýsingakostnaður breytist, skráningar birtist ekki eða, sé um alvarleg atriði að ræða, að samstarfsaðili verði rekinn af verkvangnum.

If you’re working with a third-party platform, some of these instructions may not apply to you. Refer to your third-party platform for instructions on how to resolve the issue and request a review. Learn how to find support if you use a non-Google platform.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
366882840417956603
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
81426
false
false