Notaðu greiðslumáta fjölskyldunnar á Google Play

Þegar þú ert í fjölskylduhópi geturðu verslað á Google Play með greiðslumáta fjölskyldunnar eða með aðskildum greiðslumáta.

Svona virkar greiðslumáti fjölskyldunnar

  • Þegar fjölskylduhópur er stofnaður getur umsjónarmaður fjölskyldu bætt við greiðslumáta fjölskyldunnar.
  • Fjölskyldumeðlimir geta notað greiðslumáta fjölskyldunnar til að versla á Google Play eða í forriti í gegnum innheimtukerfi Google Play.
  • Umsjónarmaður fjölskyldunnar ber ábyrgð á öllum kaupum sem fjölskyldumeðlimir hans gera með greiðslumáta fjölskyldunnar.
  • Umsjónarmaður fjölskyldu fær kvittun í tölvupósti í hvert sinn sem fjölskyldumeðlimur gerir kaup í gegnum innheimtukerfi Google Play.
  • Umsjónarmaður fjölskyldu getur kveikt á samþykki fyrir kaupum til að fjölskyldumeðlimir þurfi samþykki hans til að gera ákveðin kaup.

    Mikilvægt: Stillingar fyrir samþykki fyrir kaupum eiga aðeins við um kaup sem gerð eru í gegnum innheimtukerfi Google Play.

Kaup gerð með greiðslumáta fjölskyldunnar

Fjölskyldumeðlimir geta gert kaup með greiðslumáta fjölskyldunnar eða með öðrum greiðslumáta.

Kaup sem þú getur gert með greiðslumáta fjölskyldunnar

Fjölskyldumeðlimir geta notað greiðslumáta fjölskyldunnar til að gera kaup í forriti og til að kaupa eftirfarandi efni í gegnum innheimtukerfi Google Play á Google Play:

  • Forrit
  • Bækur
  • Kvikmyndir
  • Leikir
  • Sjónvarpsþættir
  • Tímarit

Ábending: Ef hægt er að bæta efni við fjölskyldusafnið sérðu fjölskyldusafnstáknið Family Library á upplýsingasíðunni.

Kaup sem þú getur ekki gert með greiðslumáta fjölskyldunnar

Ekki er hægt að nota greiðslumáta fjölskyldunnar við tiltekin kaup, þar á meðal:

  • Áskriftir
  • Tæki úr Google Store, eins og síma og spjaldtölvur
  • Google Play-inneign
  • Google Pay-kaup
  • Annað innheimtukerfi

Greiðsluvalkostir fyrir umsjónarmann fjölskyldunnar

Ef þú stofnaðir fjölskylduhópinn þinn skaltu nota leiðbeiningarnar hér fyrir neðan til að stjórna greiðslumáta fjölskyldunnar og fylgjast með kaupum.

Bættu við greiðslumáta fjölskyldunnar

Mikilvægt:

  • Þú þarft að bæta greiðslumáta fjölskyldunnar við á Google-reikningi umsjónarmanns fjölskyldunnar. Eingöngu umsjónarmaður fjölskyldu getur bætt við, tengt, breytt að eytt greiðslumáta fjölskyldunnar.
  • Þú verður að nota kredit- eða debetkort sem greiðslumáta fjölskyldunnar. Aðrir greiðslumátar eru ekki gildir, þar á meðal gjafakort Google Play.
  1. Á Android-tækinu þínu skaltu setja upp fjölskyldusafn á Google Play.
  2. Fylgdu leiðbeiningunum á skjánum til að setja fjölskyldusafnið og greiðslumáta fjölskyldunnar upp.
Breyttu greiðslumáta fjölskyldunnar
  1. Opnaðu Google Play-forritið Google Play.
  2. Ýttu á prófíltáknið efst til hægri.
  3. Ýttu á Greiðslur og áskriftir og síðan Greiðslumátar og síðan Breyta greiðslumáta fjölskyldunnar.
  4. Veldu nýjan greiðslumáta.
  5. Ýttu á Í lagi.
Veldu samþykkisstillingar fyrir kaupum fyrir hvern fjölskyldumeðlim

Veldu samþykkisstillingar fyrir kaupum fyrir fjölskyldumeðlimina þína. Stillingar fyrir samþykki fyrir kaupum eiga aðeins við um kaup sem gerð eru í gegnum innheimtukerfi Google Play.

Sjá kaup sem fjölskyldumeðlimir gera

Umsjónarmaður fjölskyldunnar getur séð lista yfir öll kaup sem gerð eru með greiðslumáta fjölskyldunnar í gegnum innheimtukerfi Google Play.

  1. Opnaðu Play Store-forritið Google Play.
  2. Efst í hægra horninu skaltu ýta á prófíltáknið og síðan Greiðslur og áskriftir og síðan Kostnaðarhámark og ferill.
  3. Ýttu á Greiðslusaga.
  4. Flettu í gegnum öll fyrri kaup. Ef einhver annar gerði kaupin í fjölskyldunni sérðu „Kaupandi:“ og nafn viðkomandi.

Ábending: Ef þú deilir kreditkorti með fjölskyldumeðlimum hafa þeir hugsanlega þegar aðgang að kreditkortinu sem þú notar sem greiðslumáta fjölskyldunnar. Þú sérð aðeins kaup sem gerð eru með þessu kreditkorti í pantanaferlinum þínum ef fjölskyldumeðlimur velur greiðslumáta fjölskyldunnar fyrir kaupin.

Mikilvægt: Umsjónarmaður fjölskyldunnar getur aðeins séð kaup fjölskyldumeðlims í gegnum innheimtukerfi Google Play. Þetta þýðir að kaup sem fjölskyldumeðlimur gerir í gegnum annað innheimtukerfi verður ekki sýnilegt umsjónarmanni fjölskyldunnar.

Úrræðaleit vegna vandamála

Greiðslumáti fjölskyldunnar birtist ekki

Ef greiðslumáti fjölskyldunnar birtist ekki sem valkostur þegar þú gerir kaup er það vegna þess að ekki er hægt að nota greiðslumáta fjölskyldunnar fyrir slík kaup.

Villan „Greiðslumáti fjölskyldunnar er ógildur“

Til að laga þetta skal umsjónarmaður fjölskyldunnar:

  1. Opnaðu Google Play-forritið Google Play.
  2. Ýttu á prófíltáknið efst til hægri.
  3. Ýttu á Greiðslur og áskriftir og síðan Greiðslumátar og síðan Breyta greiðslumáta fjölskyldunnar.
  4. Veldu nýjan greiðslumáta.
  5. Ýttu á Í lagi.
Ég þarf endurgreiðslu á greiðslumáta fjölskyldunnar

Annaðhvort umsjónarmaður fjölskyldunnar eða fjölskyldumeðlimurinn sem keypti efnið getur beðið um endurgreiðslur fyrir efni sem var keypt með greiðslumáta fjölskyldunnar.

Endurgreiðslum er skilað á greiðslumáta fjölskyldunnar.

Nánar um hvernig á að gera beiðnir og endurgreiðslureglur Google Play.

Takmörkun á notkun barna á greiðslumáta fjölskyldunnar

Ef barnið þitt er ekki orðið 18 ára og reikningi þess er stjórnað með Family Link geturðu stillt samþykki fyrir kaupum til að takmarkað notkun þess að greiðslumáta fjölskyldunnar.

Ábending: Aðeins er hægt að nota samþykki fyrir kaupum til að takmarka kaup sem gerð eru með greiðslumáta fjölskyldunnar í gegnum innheimtukerfi Google Play.

Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
12924590153418475640
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
84680
false
false