YouTube Kids prófíll búinn til

Í YouTube Kids geta foreldrar sem hafa skráð sig inn búið til sérstakan prófíl fyrir hvert barn á heimilinu. Hver prófíll er með sínar eigin áhorfsstillingar og tillögur þannig að hægt er að sníða efni að því sem hverju og einu barni hentar í YouTube Kids forritinu.

Prófílarnir eru tiltækir í hvaða tæki sem er þar sem foreldri hefur skráð sig inn og YouTube Kids forritið er uppsett. Frekari upplýsingar.

Búa til prófíl

Einungis er hægt að fara í prófíla fyrir krakka í YouTube Kids forritinu og einungis þegar foreldri hefur skráð sig inn. Þú getur búið til allt að átta prófíla fyrir hvern reikning.

YouTube Kids notað í fyrsta sinn

 1. Opnaðu YouTube Kids forritið og fylgdu leiðbeiningunum.
 2. Sláðu inn fæðingarár þitt þegar beðið er um það.
 3. Veldu hvort að þú vilt skrá þig inn í forritið, en þannig færðu betri aðgang að atriðum og barnalæsingum.

Ef þú velur að skrá þig inn

 1. Ef þú ert nú þegar með reikning í tækinu og vilt skrá þig inn með þeim reikningi skaltu velja hann og ýta á Skrá inn. Ef þú ert ekki með Google reikning sem þú vilt nota í tækinu skaltu bæta honum við eða búa til Google reikning með því að fylgja leiðbeiningunum. Þegar þú hefur bætt reikningnum við skaltu ýta á Skrá inn.
 2. Lestu upplýsingar um samþykki foreldra vegna YouTube Kids. Ef þú samþykkir skaltu ýta á Lokið og slá inn aðgangsorðið.
 3. Settu upp prófíl fyrir barnið. Reynt verður að sérsníða forritið að aldri barnsins þíns. Þegar þú gefur upp fæðingarmánuð mun forritið nota upplýsingarnar til að sníða upplifun barnsins að aldri þess. Einungis þú og barnið getið séð upplýsingarnar.
 4. Veldu efnisupplifun fyrir barnið þitt. 
  • ​Leikskólaaldur (fjögurra ára og yngri)
  • Yngri (fimm til sjö ára)
  • Eldri (átta til tólf ára)
  • Samþykkja efni sjálf(ur)
   • Ef kveikt er á efnisstillingunni Leikskólaaldur (ætluð fjögurra ára og yngri) geta krakkar horft á vídeó sem hvetja til sköpunar, leikja, náms og könnunar. Leitarniðurstöður eru þá takmarkaðar við efni fyrir börn sem eru fjögurra ára eða yngri. Kerfi okkar vinna ötullega að því að útiloka efni sem hentar ekki krökkum á leikskólaaldri en starfsfólk okkar hefur ekki skoðað öll vídeó. Ef þú finnur óviðeigandi efni sem okkur hefur yfirsést geturðu lokað á það eða tilkynnt efnið og við munum þá skoða það eins fljótt og kostur er. 
   • Efnisstillingin Yngri (fyrir fimm til sjö ára börn) gerir krökkum kleift að finna og skoða lög, teiknimyndir, handverksvídeó og fleira. Kerfi okkar vinna ötullega að því að útiloka efni sem hentar ekki ungum börnum en starfsfólk okkar getur ekki skoðað öll vídeó. Þú gætir fundið óviðeigandi efni sem okkur hefur yfirsést. Ef kveikt er á þessari stillingu verða leitarniðurstöður takmarkaðar við efni fyrir börn sem eru sjö ára og yngri. Athugaðu að ef þú vilt slökkva á leit geturðu gert það með því að fylgja leiðbeiningum sem finna má í foreldrastillingum. Frekari upplýsingar.
   • Efnisstillingin Eldri (fyrir börn á aldrinum átta til tólf ára) gerir krökkum kleift að leita að og skoða fleiri tónlistarvídeó, tölvuleikjaefni, efni um vísindi og fleira. Kerfi okkar reyna að útiloka efni sem ætlað er fullorðnum en við getum ekki farið handvirkt yfir öll vídeó. Þú gætir fundið óviðeigandi efni sem okkur hefur yfirsést. Ef kveikt er á þessari efnisstillingu verða leitarniðurstöður takmarkaðar við efni fyrir börn sem eru tólf ára og yngri. Athugaðu að ef þú vilt slökkva á leit geturðu gert það í foreldrastillingum eftir að þú hefur skráð þig. Frekari upplýsingar.
   • Ef þú kveikir á stillingunni Samþykkja efni sjálf(ur) mun barnið eingöngu geta horft á vídeó, rásir og söfn sem þú hefur valið. Söfn eru vídeó og rásir sem flokkuð eru saman eftir efni eins og til dæmis vísindum og tónlist. Þegar kveikt er á þessari stillingu mun barnið þitt ekki geta leitað að efni.
 5. Nú muntu skoða atriði fyrir foreldra í YouTube Kids forritinu en þar geturðu séð hvar barnalæsingar er að finna og hvernig hægt er að loka á og tilkynna vídeó.
 6. Barnið þitt getur nú notað YouTube Kids. Veldu prófíl fyrir barnið sem mun nota forritið. Þú getur farið aftur í Stillingar hvenær sem er og breytt barnalæsingum.

Ef þú velur að halda áfram án þess að skrá þig inn

 1. Veldu efnisstillingu sem hentar þér. Þetta er mikilvægt val og hefur áhrif á tiltæk vídeó í forritinu.
  • Leikskólaaldur (fjögurra ára og yngri)
  • Yngri (fimm til sjö ára)
  • Eldri (átta til tólf ára)
  • Samþykkja efni sjálf(ur)
   • Ef kveikt er á efnisstillingunni Leikskólaaldur (ætluð fjögurra ára og yngri) geta krakkar horft á vídeó sem hvetja til sköpunar, leikja, náms og könnunar.  Kerfi okkar vinna ötullega að því að útiloka efni sem hentar ekki krökkum á leikskólaaldri en starfsfólk okkar hefur ekki skoðað öll vídeó. Ef þú finnur óviðeigandi efni sem okkur hefur yfirsést geturðu lokað á það eða tilkynnt efnið og við munum þá skoða það eins fljótt og kostur er.  Ef kveikt er á þessari efnisstillingu verða leitarniðurstöður takmarkaðar við efni fyrir börn sem eru fjögurra ára eða yngri. Athugaðu að ef þú vilt slökkva á leit geturðu gert það með því að fylgja leiðbeiningum sem finna má í foreldrastillingum. Frekari upplýsingar.
   • Efnisstillingin Yngri (fyrir fimm til sjö ára börn) gerir krökkum kleift að finna og skoða lög, teiknimyndir, handverksvídeó og fleira. Kerfi okkar vinna ötullega að því að útiloka efni sem hentar ekki ungum börnum en starfsfólk okkar getur ekki skoðað öll vídeó. Þú gætir fundið óviðeigandi efni sem okkur hefur yfirsést. Ef kveikt er á þessari stillingu verða leitarniðurstöður takmarkaðar við efni fyrir börn sem eru sjö ára og yngri. Athugaðu að ef þú vilt slökkva á leit geturðu gert það með því að fylgja leiðbeiningum sem finna má í foreldrastillingum. Frekari upplýsingar.
   • Efnisstillingin Eldri (fyrir börn á aldrinum átta til tólf ára) gerir krökkum kleift að leita að og skoða fleiri tónlistarvídeó, tölvuleikjaefni, efni um vísindi og fleira. Kerfi okkar vinna ötullega að því að útiloka efni sem ætlað er fullorðnum en starfsfólk okkar hefur ekki skoðað öll vídeó. Þú gætir fundið óviðeigandi efni sem okkur hefur yfirsést. Ef kveikt er á þessari efnisstillingu verða leitarniðurstöður takmarkaðar við efni fyrir börn sem eru tólf ára og yngri. Athugaðu að ef þú vilt slökkva á leit geturðu gert það í foreldrastillingum eftir að þú hefur skráð þig. Frekari upplýsingar.
   • Ef þú velur Samþykkja efni sjálf(ur) verður þú beðin(n) um að skrá þig inn. Ef þú gerir það mun barnið eingöngu geta horft á vídeó, rásir og söfn sem þú hefur valið. Söfn eru vídeó og rásir sem flokkuð eru saman eftir efni eins og til dæmis vísindum og tónlist. Þegar kveikt er á þessari stillingu mun barnið þitt ekki geta leitað að efni. Ef þú notar YouTube Kids í sjónvarpinu eða í tölvu þarftu að sækja YouTube Kids snjallforritið til að samþykkja efni upp á eigin spýtur.
 2. Þú getur líka skráð þig inn og nýtt þér fleiri barnalæsingar (efnisstillinguna Samþykkt efni eingöngu og einnig geturðu lokað á vídeó og rásir).
 3. Nú muntu skoða atriði fyrir foreldra í YouTube Kids forritinu en þar geturðu séð hvar barnalæsingar er að finna og hvernig hægt er að tilkynna vídeó.
 4. Lestu tilkynningu til foreldra. Ef þú samþykkir skaltu velja „Ég samþykki“.
 5. Barnið þitt getur nú notað YouTube Kids. Þú getur farið aftur í Stillingar hvenær sem er og breytt barnalæsingum eða skráð þig inn og fengið aðgang að enn fleiri valkostum og stillingum.

Ekki enn skráð(ur) inn í YouTube Kids (eða skráð(ur) inn í YouTube Kids en prófíll hefur ekki verið búinn til enn sem komið er)

 1. Opnaðu YouTube Kids forritið, ýttu svo á prófílval í horninu efst til vinstri.
 2. Gluggi mun opnast þar sem beðið er um að þú búir til prófíl. Ýttu á Hefjast handa.
 3. Sláðu inn fæðingarár þitt.
 4. Veldu Google reikning sem notaður verður til að búa til prófíl.
 5. Ef skráð samþykki liggur ekki fyrir á reikningnum muntu sjá eyðublað vegna samþykkis foreldris. Lestu það og ýttu síðan á Lokið ef þú vilt samþykkja og sláðu svo inn aðgangsorðið. Annars, ef samþykki hefur verið skráð á reikningnum, skaltu slá inn aðgangsorðið til að staðfesta auðkenni þitt.
 6. Sláðu inn fornafn (eða gælunafn) barnsins þíns, aldur þess og fæðingarmánuð (valfrjálst) þess til að búa til prófíl fyrir það. Einungis þú og barnið getið séð upplýsingarnar.
 7. Næst skaltu horfa á stutt vídeó eða lesa um hvernig vídeó í forritinu eru valin og hvaða kostir eru í boði fyrir þig sem foreldri.
 8. Veldu efnisupplifun fyrir barnið þitt. Þetta er mikilvægt val og hefur áhrif á tiltæk vídeó í forritinu. Þú getur valið um fjórar efnisstillingar: 
  • Leikskólaaldur (fjögurra ára og yngri)
  • Yngri (fimm til sjö ára)
  • Eldri (átta til tólf ára)
  • Samþykkja efni sjálf(ur)
   • Ef kveikt er á efnisstillingunni Leikskólaaldur (ætluð fjögurra ára og yngri) geta krakkar horft á vídeó sem hvetja til sköpunar, leikja, náms og könnunar. Kerfi okkar vinna ötullega að því að útiloka efni sem hentar ekki krökkum á leikskólaaldri en starfsfólk okkar hefur ekki skoðað öll vídeó. Ef þú finnur óviðeigandi efni sem okkur hefur yfirsést geturðu lokað á það eða tilkynnt efnið og við munum þá skoða það eins fljótt og kostur er.  
   • Efnisstillingin Yngri (fyrir fimm til sjö ára börn) gerir krökkum kleift að finna og skoða lög, teiknimyndir, handverksvídeó og fleira. Kerfi okkar reyna að útiloka efni sem hentar ekki ungum börnum en starfsfólk okkar getur ekki skoðað öll vídeó. Þú gætir fundið óviðeigandi efni sem okkur hefur yfirsést. Ef kveikt er á þessari stillingu verða leitarniðurstöður takmarkaðar við efni fyrir börn sem eru sjö ára og yngri. Athugaðu að ef þú vilt slökkva á leit geturðu gert það með því að fylgja leiðbeiningum sem finna má í foreldrastillingum. Frekari upplýsingar.
   • Efnisstillingin Eldri (fyrir börn á aldrinum átta til tólf ára) gerir krökkum kleift að leita að og skoða fleiri tónlistarvídeó, tölvuleikjaefni, efni um vísindi og fleira. Kerfi okkar reyna að útiloka efni sem ætlað er fullorðnum en við getum ekki farið handvirkt yfir öll vídeó. Þú gætir fundið óviðeigandi efni sem okkur hefur yfirsést. Ef kveikt er á þessari efnisstillingu verða leitarniðurstöður takmarkaðar við efni fyrir börn sem eru tólf ára og yngri. Athugaðu að ef þú vilt slökkva á leit geturðu gert það í foreldrastillingum eftir að þú hefur skráð þig. Frekari upplýsingar.
   • Ef þú kveikir á stillingunni Samþykkja efni sjálf(ur) mun barnið eingöngu geta horft á vídeó, rásir og söfn sem þú hefur valið. Söfn eru vídeó og rásir sem flokkuð eru saman eftir efni eins og til dæmis vísindum og tónlist. Þegar kveikt er á þessari stillingu mun barnið þitt ekki geta leitað að efni.
 9. Þá hefur prófill fyrir barnið verið búinn til.

  • Ef þú vilt búa til annan prófíl skaltu ýta á Bæta við .
  • Til að halda áfram skaltu ýta á hægri örina .
 10. Nú muntu skoða atriði fyrir foreldra í YouTube Kids forritinu en þar geturðu séð hvar barnalæsingar er að finna og hvernig hægt er að tilkynna vídeó.
 11. Veldu prófíl fyrir barnið sem notar forritið og ýttu svo á BYRJUM BALLIÐ.

Athugaðu að prófílum sem einungis hafa verið búnir til að hluta verður eytt eftir þrjá daga.

Var þetta gagnlegt?
Hvernig getum við bætt þetta?