Stillingar á efnisstigum í YouTube Kids með Family Link forritinu

Þegar barnið þitt notar YouTube Kids með Google-reikningnum sínum geturðu breytt stillingum fyrir efnisstig Family Link-forritsins í tækinu þínu.

Stillingar á efnisstigi í YouTube Kids

Stillingin Leikskólaaldur

Ef kveikt er á efnisstillingunni Leikskólaaldur (ætluð 4 ára og yngri) geta krakkar horft á vídeó sem hvetja til sköpunar, náms og könnunar. Leitarniðurstöður eru þá takmarkaðar við efni fyrir börn sem eru 4 ára eða yngri. Kerfi okkar vinna ötullega að því að útiloka efni sem hentar ekki krökkum á leikskólaaldri en við getum ekki farið handvirkt yfir öll vídeó. Ef þú finnur óviðeigandi efni sem okkur hefur yfirsést geturðu lokað á það eða tilkynnt efnið og við munum þá skoða það eins fljótt og kostur er. Frekari upplýsingar.

Stillingin Yngri

Efnisstillingin Yngri (fyrir fimm til átta ára börn) gerir krökkum kleift að finna og skoða lög, teiknimyndir, handverksvídeó og fleira. Kerfi okkar vinna ötullega að því að útiloka efni sem hentar ekki ungum börnum en starfsfólk okkar getur ekki skoðað öll vídeó. Þú gætir fundið óviðeigandi efni sem okkur hefur yfirsést. Ef kveikt er á þessari stillingu verða leitarniðurstöður takmarkaðar við efni fyrir börn sem eru 8 ára og yngri. Ef þú vilt slökkva á Leit geturðu gert það með því að fylgja leiðbeiningum sem finna má í foreldrastillingum. Frekari upplýsingar.

Stillingin Eldri

Efnisstillingin Eldri (fyrir börn á aldrinum 9-12 ára) gerir krökkum kleift að leita að og skoða fleiri tónlistarvídeó, tölvuleikjaefni, efni um vísindi og fleira. Kerfi okkar reyna að útiloka efni sem ætlað er fullorðnum en við getum ekki farið handvirkt yfir öll vídeó. Þú gætir fundið óviðeigandi efni sem okkur hefur yfirsést. Ef kveikt er á þessari efnisstillingu verða leitarniðurstöður takmarkaðar við efni fyrir börn sem eru tólf ára og yngri. Ef þú vilt slökkva á leitareiginleikanum geturðu gert það í foreldrastillingum eftir að þú hefur skráð þig. Frekari upplýsingar.

Þú getur breytt stillingunum hvenær sem er. Ef barnið þitt notar YouTube Kids með Google-reikningnum sínum geturðu breytt YouTube Kids-stillingum barnsins:

  • Í Family Link-forritinu í tækinu þínu, eða
  • Í YouTube-stillingum tengds reiknings foreldris

Nánar um hvernig á að breyta barnalæsingum og stillingum.

Efnisstig valið í Family Link-forritinu

 

  1. Opnaðu forritið Family Link Family Link í tækinu þínu.
  2. Veldu barnið þitt.
  3. Ýttu á Stýringar og síðan Takmarkanir á efni og síðan YouTube.
  4. Undir „YouTube Kids stillingum“ geturðu:
    • Uppfært stillingar fyrir efnisstig.
    • Kveikt eða slökkt á Leit.
    • Fjarlægt aðgang að YouTube Kids.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
4926113647653826406
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
false
false