Loka á efni, deila efni og breyta gæðastillingum fyrir vídeó í YouTube Kids

Þú getur skráð þig inn á YouTube Kids-forritið til að loka á rásir og vídeó eða breyta gæðastillingum fyrir vídeó. Þú getur líka skráð þig inn á YouTube með tengdum reikningi foreldris til að:

  • Loka á efni fyrir YouTube Kids-prófíl barnsins.
  • Deila efni frá YouTube með YouTube Kids-prófíl barnsins.

Deila rásum og vídeóum

Þú getur deilt rásum og vídeóum frá YouTube-forritinu með YouTube Kids-reikningi barnsins þíns. Þegar vídeóum er deilt frá YouTube-forritinu getur barnið horft á vídeó sem yfirleitt eru ekki í boði á YouTube Kids. Að deila efni er líka frábær leið til að beina athyglinni að efni sem þú vilt að barnið þitt horfi á. Efni sem er deilt verður áfram á heimaskjá barnsins þar til hætt er að deila því eða lokað á það.

Deila efni frá YouTube með YouTube Kids-prófíl barnsins

Fáðu áskrift að YouTube-áhorfendarásinni til að fá nýjustu fréttir, tilkynningar og ábendingar.

Athugaðu: Þú þarft að skrá þig inn með Google-reikningnum sem er tengdur við YouTube Kids-prófíl barnsins til að geta deilt efni. Þessi eiginleiki er bara í boði í YouTube-snjallforritinu.

Deila efni frá YouTube með tengdum reikningi foreldris

Til að deila efni frá YouTube-forritinu:

  1. Ýttu á Meira '' við hliðina á hvaða vídeói eða rásarsíðu sem er sem þú vilt deila EÐA ýttu á DEILA undir vídeóspilaranum.
  2. Ýttu á Með börnum. Þetta sést eingöngu ef reikningurinn þinn er tengdur við YouTube Kids-prófíl eða Google-forsjárreikning.
  3. Ýttu á hnappinn DEILA við hliðina á prófílnum sem þú vilt deila vídeóinu með. Þegar þú hefur ýtt á DEILA breytist hnappurinn í HÆTTA AÐ DEILA
  4. Ýttu á Lokið

Barnið getur horft á efni sem var deilt á flipanum Deilt á YouTube Kids-heimaskjánum.

Það eru tiltekin vídeó eða rásir sem þú getur ekki deilt með reikningi barnsins:

  • Vídeó með aldurstakmark.
  • Vídeó með keypta vörubirtingu.
  • Vídeó í beinni (þeim er hægt að deila þegar beinstreyminu er lokið).
  • Keypt efni.
  • Vídeó og rásir sem þú hefur lokað á fyrir barnið í YouTube Kids.
  • Shorts.

Hætta að deila efni sem þú hefur deilt með barninu

Til að fjarlægja valið efni sem þú hefur deilt með barninu:
  1. Skráðu þig inn í YouTube Kids.
  2. Smelltu eða ýttu á flipann Deilt. Þessi flipi sýnir efnið sem þú hefur deilt með barninu.
  3. Ýttu á Meira '' við hliðina á vídeóinu sem þú deildir.
  4. Ýttu á Fjarlægja úr deilt.

EÐA

  1. Skráðu þig inn í YouTube forritið.
  2. Farðu á rásina eða vídeóið sem þú deildir áður með barninu.
  3. Ýttu á Meira '' við hliðina á vídeóinu eða rásinni, EÐA
    1. Ýttu á Deila í vídeóspilaranum.
  4. Ýttu á Með börnum. Þetta sést eingöngu ef reikningurinn þinn er tengdur við YouTube Kids-prófíl eða Google-forsjárreikning.
  5. Ýttu á HÆTTA AÐ DEILA hnappinn við hliðina á barninu sem þú vilt hætta að deila með.
  6. Þegar hnappurinn breytist í „DEILA“ geturðu ýtt á Lokið til að hætta í glugganum.

Til að fjarlægja allt efni sem þú hefur áður deilt með barninu í gegnum YouTube Kids:

  1. Skráðu þig inn í YouTube Kids.
  2. Ýttu á Foreldrastillingar.
  3. Ýttu á prófíl barnsins.
  4. Undir „Hreinsa deilt efni“ skaltu ýta á HREINSA DEILT.

Loka á rásir og vídeó 

Þegar þú lokar á rás fyrir YouTube Kids-prófíl barnsins með tengdum reikningi foreldris geturðu ekki séð hana í YouTube Kids. Þú getur líka lokað á vídeó eða rás beint í YouTube Kids: Ef þú reynir að loka á vídeó án þess að skrá þig inn munu skilaboð birtast með beiðni um að skrá þig inn. 

Að setja YouTube-rásir á bannlista á reikningum undir eftirliti

Ef þú skiptir um skoðun geturðu alltaf opnað aftur á rás eða vídeó. Ef þú skráir þig úr YouTube Kids mun efni sem þú hefur lokað á meðan þú varst skráð(ur) inn verða tiltækt þegar þú skráir þig út.

Þú getur líka tilkynnt vídeó sem þú telur óviðeigandi í YouTube Kids. Starfsfólk reglueftirlits YouTube mun fara yfir vídeóin.

Athugasemdir:

  • Ef barnið þitt notar sama Google-reikning fyrir YouTube og YouTube Kids verða rásir sem lokað er á í YouTube einnig lokaðar í YouTube Kids.
  • Ef þú lokar á rás er bara lokað á efni sem er hlaðið upp á þá ákveðnu rás. Ekki er lokað á vídeó sem hlaðið er aftur upp á aðrar rásir, eða svipaðar rásir með tengdu efni.

Loka á tilteknar rásir frá YouTube með tengdum reikningi foreldris

Til að loka á tiltekna rás frá YouTube í tölvu:

  1. Farðu á rásarsíðuna fyrir YouTube-rásina sem þú vilt loka á.
  2. Farðu á flipann Um á rásarsíðunni.
  3. Smelltu á Tilkynna notanda .
  4. Veldu Loka á rás fyrir börn. Þessi valkostur birtist bara ef þú ert að nota tengdan reikning foreldris.
  5. Sprettigluggi gæti birst þar sem varað er við því að svipuð vídeó gætu áfram verið í boði á öðrum rásum. Smelltu á HALDA ÁFRAM.
  6. Veldu LOKA Á við hliðina á barninu sem þú vilt að rásin sé lokuð fyrir.
  7. LOKA Á mun breytast í OPNA Á, þá áttu möguleika á að afturkalla aðgerðina.
  8. Smelltu á LOKIÐ.

Til að loka á tiltekna rás í YouTube-forritinu:

  1. Farðu á rásarsíðuna fyrir YouTube-rásina sem þú vilt loka á.
  2. Ýttu á Meira ''.
  3. Ýttu á Loka á rás fyrir börn. Þessi valkostur birtist bara ef þú ert að nota tengdan reikning foreldris.
  4. Sprettigluggi gæti birst þar sem varað er við því að svipuð vídeó gætu áfram verið í boði á öðrum rásum. Ýttu á HALDA ÁFRAM.
  5. Ýttu á LOKA Á við hliðina á barninu sem þú vilt að rásin sé lokuð fyrir.
  6. LOKA Á mun breytast í OPNA Á, þá áttu möguleika á að afturkalla aðgerðina.
  7. Ýttu á Lokið .

Þú getur líka lokað beint á efni í YouTube Kids í tæki barnsins.

Loka á efni í gegnum YouTube Kids-forritið

Til að loka á vídeó á heimaskjánum:
  1. Skráðu þig inn í YouTube Kids-forritið.
  2. Ýttu á Meira '' við hliðina á vídeóinu.
  3. Ýttu á Loka á þetta vídeó.
  4. Sláðu inn tölurnar sem birtast á skjánum eða sláðu inn sérsniðinn aðgangskóða.

Til að loka á vídeó á áhorfssíðunni:

  1. Skráðu þig inn í YouTube Kids-forritið. 
  2. Ýttu á Meira '' efst í vídeóinu.
  3. Ýttu á LOKA Á.
  4. Í glugganum sem opnast skaltu velja Loka á þetta vídeó eingöngu eða velja Loka á alla rásina til að loka á rásina sem tengist vídeóinu.
  5. Ýttu á LOKA Á.
  6. Sláðu inn tölurnar sem birtast á skjánum eða sláðu inn sérsniðinn aðgangskóða.

Opna stakar rásir frá YouTube með tengdum reikningi foreldris

Til að opna á stakar rásir frá YouTube með því að nota tengdan reikning foreldris:

​Í tölvu:

  1. Farðu á rásarsíðuna fyrir YouTube-rásina sem þú vilt opna.
  2. Farðu á flipann Um á rásarsíðunni.
  3. Smelltu á Tilkynna notanda .
  4. Veldu Loka á rás fyrir börn. Þessi valkostur birtist bara ef þú notar tengdan reikning foreldris.
  5. Sprettigluggi gæti birst þar sem varað er við því að svipuð vídeó gætu áfram verið í boði á öðrum rásum. Smelltu á HALDA ÁFRAM.
  6. Veldu OPNA Á við hliðina á barninu sem þú vilt opna rásina fyrir.
  7. OPNA Á mun breytast í LOKA Á, þá áttu möguleika á að afturkalla aðgerðina.
  8. Smelltu á LOKIÐ.

Í YouTube forritinu:

  1. Farðu á rásarsíðuna fyrir YouTube rásina sem þú vilt opna.
  2. Ýttu á Meira ''.
  3. Ýttu á Loka á rás fyrir börn. Þessi valkostur birtist bara ef þú ert að nota tengdan reikning foreldris.
  4. Sprettigluggi gæti birst þar sem varað er við því að svipuð vídeó gætu áfram verið í boði á öðrum rásum. Ýttu á HALDA ÁFRAM.
  5. Ýttu á OPNA Á við hliðina á barninu sem þú vilt opna rásina fyrir.
  6. OPNA Á mun breytast í LOKA Á, þá áttu möguleika á að afturkalla aðgerðina.
  7. Ýttu á LOKIÐ.

Opna á allt efni frá YouTube með því að nota tengdan reikning foreldris

Til að opna á öll vídeó og rásir frá YouTube með því að nota tengdan reikning foreldris:

  1. Skráðu þig inn á YouTube með tengdum reikningi foreldris.
  2. Farðu í prófílmyndina þína .
  3. Veldu Stillingar .
  4. Veldu Barnalæsingar.
    1. Ef þú ert í tölvu skaltu velja Umsjón með stillingum fyrir börnin þín, við hliðina á „Barnalæsingar“.
  5. Veldu barn.
  6. Undir ALMENNAR STILLINGAR skaltu smella á Opna á vídeó.
  7. Sprettigluggi gæti birst þar sem varað er við því að opnað verði á allt efni sem þú lokaðir á í YouTube og í YouTube Kids. Veldu OPNA Á.

Opna á efni með YouTube Kids-forritinu

  1. Skráðu þig inn í YouTube Kids-forritið.
  2. Farðu í Stillingar .
  3. Ýttu á Opna á vídeó í „Birtingarstilling“.
  4. Ýttu á JÁ, OPNA Á.
Athugaðu: Ef þú notar YouTube Kids með Family Link geturðu líka opnað á vídeó í Family Link stillingunum. Nánar.

Breyta stillingum á vídeógæðum

Til að bæta áhorfsupplifun barnsins geturðu breytt vídeógæðunum í Sjálfgefið eða Gagnasparnaður í snjalltækjum.

  1. Ýttu á Meira '' efst í vídeóinu.
  2. Ýttu á Gæði.
  3. Í valmyndinni „Vídeógæði“ skaltu velja spilunargæði sem þú vilt nota með því að ýta annaðhvort á Sjálfgefið (mælt með) eða Gagnasparnaður.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
14475405520086416585
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
false
false