Reglur um efni fyrir YouTube Kids

YouTube Kids forritið er hannað til að vera öruggari og einfaldari staður þar sem börn geta horft á vídeó á netinu um áhugamál sín. Þetta forrit er aðskilin útgáfa af YouTube með fleiri síum og hefur mun færri rásir og vídeó í boði en YouTube forritið og vefsvæðið. Við greinum hvaða efni hentar aldri, fer eftir gæðareglum okkar og er nógu fjölbreytt til að vekja áhuga barna um heim allan.

Hér á eftir eru reglur okkar fyrir YouTube Kids sem lýsa því hvers konar efni er gjaldgengt til að verða hluti af YouTube Kids. Efnið verður að fara eftir þessum reglum til að mega birtast í YouTube Kids. Þessar reglur eru hannaðar til að útiloka efni sem:

Þessar reglur voru samdar með hjálp ábendinga frá foreldrum og utanaðkomandi sérfræðingum í þroska barna, í margmiðlunarefni ætluðu börnum, stafrænu námi og ríkisborgararétti. Þessar reglur leyfa útilokun á vídeóum eða rásum frá YouTube Kids til að hjálpa við að tryggja frábæra upplifun fyrir yngstu áhorfendurna.

Efnisstillingar

Forritið er með 3 efnisstillingar: Leikskólaaldur, yngri og eldri. Efnið sem barnið þitt sér byggist á stillingunni sem þú velur þegar þú setur upp YouTube Kids fyrir barnið þitt.

Leikskólaaldur

Efni fyrir börn sem eru 4 ára og yngri

Yngri

Efni fyrir börn á aldrinum 5-8 ára

Eldri

Efni fyrir börn á aldrinum 9-12 ára

Reglur um efni

Reglur okkar tilgreina hvaða efni er gjaldgengt fyrir hverja efnisstillingu. Þegar þú velur efnisstillingu fyrir barnið mun það sjá efnið sem er gjaldgengt fyrir þá stillingu. Stillingarnar sem þú velur hafa áhrif á hvað það finnur í leit eða tillögum að vídeóum. Sjálfvirku kerfin okkar og umsagnaraðilar vinna við að greina hentugt efni miðað við stillinguna sem þú valdir. Kerfin okkar vinna ötullega að því að útiloka efni sem hentar ekki börnum en við getum ekki farið handvirkt yfir öll vídeó. Ef þú finnur óviðeigandi efni sem okkur hefur yfirsést geturðu lokað á það eða tilkynnt efnið og við munum þá skoða það eins fljótt og kostur er.

Efnisstillingin Leikskólaaldur

Stillingin Leikskólaaldur var hönnuð fyrir börn á aldrinum 4 ára og yngri. Þessi efnisstilling er með vídeó sem hvetja til sköpunar, leikja, náms og könnunar. Á meðal vinsælla vídeóflokka eru listir og handverk, barnalög, teiknimyndir, bókaupplestur, samverustundir, leikföng og leikur og jóga.
Sum vídeó gætu innihaldið:

Kynferðislegt efni: Ástartjáningar sem ekki eru rómantískar, til dæmis að haldast í hendur eða koss á kinnina. Fræðsluvídeó sem henta aldri og fjalla um kynferðislega áttun og kynáttun.

Ofbeldi: Leikin vídeó og teiknimyndir sem sýna ekki ofbeldi og valda ekki hræðslu.

Vopn: Vídeó sem henta aldri og sýna óraunveruleg vopn (t.d. vatnsbyssur) í tengslum við leik með leikföng, tölvuleiki, hreyfimyndir.

Hættulegt efni: Vídeó sem sýna áhættuatriði sem hæfir einstaklingar framkvæma án leiðbeininga (t.d. körfuboltaleikmenn að sýna listir sínar). Vídeó um listir og handverk með vörum eða áhöldum sem hæfa aldri, til dæmis málning, lím eða skæri.

Tungumál: Vídeó með ekkert móðgandi orðfæri eða blótsyrði.

Tónlistarvídeó: Tónlistarvídeó sem hæfa aldri án kynferðislegs þema.

Efnisstillingin Yngri

Efnisstillingin Yngri var hönnuð fyrir börn á aldrinum 5-8 ára. Þessi efnisstilling er með fjölbreyttari umfjöllunarefni til að mæta breiðara áhugasviði yngri barna. Vinsælir flokkar eru meðal annars leikir, ábreiður af 40 vinsælustu lögunum, fjölskylduvloggarar, teiknimyndir, heimaframkvæmdir, fræðsla, sýnikennsla og annað efni sem höfðar yfirleitt til ungra barna á grunnskólaaldri. Efnisstillingin er líka með allt efnið frá efnisstillingunni Leikskólaaldur.

Sum vídeó gætu innihaldið:

Kynferðislegt efni: Vídeó með rómantísku þema, þar á meðal með stuttum atriðum sem sýna ást og hrifningu, til dæmis stuttur koss á munninn.

Ofbeldi: Efni sem hentar aldri og tengist sögulegum atburðum sem eru fræðandi en gætu innihaldið vægt ofbeldi í tengslum við atburðinn. Einfalt teiknimyndaofbeldi sem er ekki gróft.

Vopn: Vídeó sem sýna söguleg og sígild listaverk með raunverulega útlítandi vopnum (t.d. málverk af samúræjasverði).

Hættulegt efni: Vídeó með saklausum hrekkjum og áskorunum eða áhættuatriði sem eru ólíkleg til að valda skaða. Vídeó sem sýna áfengi eða tóbak án þess að einblína á þau. Vídeó um heimaframkvæmdir með vörum og verkfærum sem auðvelt er að finna með tilkynningum um öryggi.

Orðbragð: Vídeó með fátíðri notkun á vægum blótsyrðum fyrir þennan aldurshóp, til dæmis „Guð minn góður“ eða „heimskt“.

Mataræði, hreysti og fegurð: Förðunarkennsluefni sem leggur áherslu á skapandi og listræna tjáningu. Vídeó sem henta aldri og fjalla um heilbrigt mataræði og líkamsþjálfun.

Viðkvæm umfjöllunarefni: Vídeó sem henta aldri og fjalla um algenga andlega sjúkdóma hjá börnum, til dæmis kvíða og athyglisbrest með ofvirkni. Vídeó í þessari stillingu fjalla aðallega um jákvæðar leiðir til að takast á við þessa sjúkdóma og mikilvægi þess að leita hjálpar.

Tónlistarvídeó: Tónlistarvídeó sem sýna áfengi eða tóbak í bakgrunninum. Lagatextar með rómantísku þema sem er ekki kynferðislegt eða vægum blótsyrðum, til dæmis „bjáni“ eða „vitlaus“.

Efnisstillingin Eldri

Efnisstillingin Eldri var hönnuð fyrir börn á aldrinum 9-12 ára. Stillingin er ætluð eldri börnum sem geta horft á efni fyrir eldri aldurshóp sem er síað á YouTube. Til dæmis mun forritið sýna tónlist, leiki, vlogg, grín og íþróttir sem eru útilokuð í efnisstillingunum Leikskólaaldur og Yngri í YouTube Kids. Efnisstillingin er líka með allt efnið frá efnisstillingunum Yngri og Leikskólaaldur. Í stillingunni er reynt að útiloka efni sem ætlað er fullorðnum en við getum ekki farið handvirkt yfir allt efni og sjálfvirk kerfi eru ekki fullkomin og því getur verið að okkur yfirsjáist einhver vídeó.

Sum vídeó gætu innihaldið:

Efni ætlað fullorðnum: Vídeó sem sýna eða ræða um upplifanir sem eru ekki kynferðislegar en tengjast rómantík og hrifningu, til dæmis stefnumót eða fyrsta kossinn. Vídeó sem henta aldri og fjalla um kynfræðsluefni á borð við kynþroska og æxlun.

Ofbeldi: Efni sem hentar aldri og tengist atburðum í nútímanum sem eru fræðandi en gætu innihaldið vægt ofbeldi í tengslum við atburðinn. Ofbeldi sem ekki er gróft í leiknu efni og teiknimyndum og er algengt í tölvuleikjum, sjónvarpsþáttum og kvikmyndum.

Vopn: Vídeó sem sýna óraunverulega útlítandi leikfangabyssur í tengslum við leik með leikföng. Raunverulega útlítandi vopn í efni með tölvuleikjum og hreyfimyndum.

Hættulegt efni: Hættulegar athafnir framkvæmdar í faglegu umhverfi (til dæmis í sjónvarps- eða kvikmyndastúdíói) sem gætu valdið skaða. Vídeó sem minnast sjaldan á eða sýna sjaldan notkun áfengis eða tóbaks. Vídeó um heimaframkvæmdir með vörum og verkfærum sem auðvelt er að finna eða stuttri notkun á beittu áhaldi, svo sem föndurhníf eða sög.

Óviðeigandi málfar: Vídeó með sjaldgæfum tilfellum um væg blótsyrði, t.d. „fjandinn“ eða „ansans“, og ekki í tengslum við áreitni.

Mataræði, hreysti og fegurð: Vídeó með umsögnum um snyrtivörur, förðunarkennsluefni sem hentar aldri og fræðsluefni um heilbrigði og vellíðan.

Viðkvæm umfjöllunarefni: Vídeó sem henta aldri og fjalla um viðkvæm málefni á borð við andlega heilsu, fíkn, átraskanir og missi og sorg. Vídeó í þessari stillingu innihalda ekki grófar myndir og einblína á jákvæðar leiðir til að takast á við þessa sjúkdóma og mikilvægi þess að leita hjálpar.

Tónlistarvídeó: Tónlistarvídeó með kynferðislegum dansi sem er ekki klúr og sjaldgæfum tilfellum um notkun áfengis eða tóbaks. Lagatextar með vægum blótsyrðum eða sem minnast stundum á áfengi eða tóbak.

Efni með auglýsingum

Efni með keyptum vörubirtingum eða meðmælum. Við leyfum ekki vídeó í YouTube Kids sem eru með keyptar vörubirtingar eða meðmæli. Þegar höfundur segir frá keyptri vörubirtingu eða meðmælum í vídeóinu sínu í gegnum YouTube Studio munum við fjarlægja vídeóin af YouTube Kids forritinu.

Óhóflega auglýsingatengt efni. Efni sem er óhóflega auglýsingatengt eða kynningatengt er ekki leyft í YouTube Kids, þar á meðal:

  • Hefðbundnar auglýsingar um vörur og þjónustu sem höfundar eða vörumerki hafa hlaðið upp.
  • Efni sem hvetur áhorfandann með beinum hætti til að kaupa vöru.
  • Vídeó sem einblína á vöruumbúðir.
  • Vídeó sem einblína á óhóflega hömstrun eða neyslu á vörum.

Efni sem er smellibeita, villandi eða gert í æsistíl

Við leyfum ekki vídeó í YouTube Kids sem eru smellibeita, villandi eða gerð í æsistíl. Þar á meðal er lággæðaefni fyrir börn og fjölskyldur sem reynir að villa um, nota æsistíl og/eða fölsun til að fanga athygli barna og ná smellum/áhorfi, sérstaklega með því að nýta sér:

  • Villandi heiti og smámyndir
  • Æsiheiti og -smámyndir
  • Endurtekning leitarorða í heitum (þ.e. óhófleg notkun leitarorða)
  • Samsuðu af þemum fyrir börn sem ekki tengjast innbyrðis

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
5499075890991476816
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
false
false