YouTube notkunarleiðbeiningar

Velkomin(n)

Þessir eiginleikar eru einungis tiltækir þeim samstarfsaðilum sem nota efnisstjóra YouTube til að hafa umsjón með sínu höfundarréttarvarða efni.

Það gleður okkur að veita samstarfsaðilum okkar ítarleg og uppfærð gögn þar sem safnað er saman áríðandi ábendingum, bestu venjum og aðferðum til að hjálpa þér að stjórna rekstrarferlum þínum á YouTube. Margt er að breytast á YouTube og við ætlum að gera okkar besta til að veita þér upplýsingar um nýjustu og bestu venjur sem tengjast stjórnun á öllum þáttum stjórnborðs efnisstjórans þíns.

Þessi gögn eru fyrir alla samstarfsaðila okkar en eru hönnuð fyrir reyndustu samstarfsaðilana. Fyrsti hluti handbókarinnar miðar að því að hressa upp á upplýsingarnar um helstu verkfærin sem eru tiltæk fyrir þig. Um leið og þú ferð áfram munum við skoða ítarlegri efni, til dæmis réttindastjórnun og efnisvinnslu. Við vonum að þér finnist upplýsingarnar gagnlegar í rekstrarferlinu!

  Úrvalsráð

Í lok hvers kafla finnurðu úrvalsráð sem valin eru af reyndu rekstrarstarfsfólki YouTube. Við vinnum með hundruð samstarfsaðila daglega og við erum orðin sérfræðingar í skilvirkni og viljum endilega deila þeim ráðum með þér.

 Ítarleg gögn:

Skoðaðu þessa tengla í hjálparmiðstöðinni og á öðrum áfangastöðum til að finna fleiri upplýsingar um ákveðin efni, raundæmi og aðrar stuðningsleiðir. Þú getur alltaf haft samband við fulltrúa samstarfsaðila hjá YouTube til að fá frekari leiðbeiningar – en eftir að þú verður sérfræðingur með handbókinni er ekki víst að þess sé þörf!

Að þessu sögðu, hefjumst handa!

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
13768547280115411747
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false