Höfundasamfélag YouTube veitir höfundum tækifæri til að hittast, eiga samskipti við og læra af öðrum höfundum og skapa þannig tengslanet á YouTube. Höfundar fá líka aðstoð frá samstarfsráðgjafa YouTube-samfélagsins sem leiðbeinir þeim um YouTube.
Hvað er samstarfsráðgjafi YouTube-samfélagsins?
Markmið samstarfsráðgjafa YouTube-samfélagsins er að skapa samfélag sem fræðir, uppörvar og eflir reynslu höfundarins. Það gæti auðveldað aðgang að tækifærum sem efla tengsl höfunda, leiðbeina höfundum á YouTube og hvetja þá til að fullnýta YouTube-upplifunina.
Hér eru nokkrar af þeim leiðum sem samstarfsráðgjafar geta hjálpað höfundum að ná árangri á YouTube:
- Aðgangur að vaxandi neti hvetjandi höfunda
- Reglulegar uppfærslur varðandi góð vinnubrögð, nýja eiginleika og tillögur að umfjöllunarefnum
- Sérstök boð á höfunda-/iðnaðarviðburði og vinnustofur
- Aðgang á undan öðrum að nýjustu vörueiginleikunum, gangsetningum og fræðslu um nýja eiginleika
- Tækifæri til að deila ábendingum beint með vöruteymunum
Algengar spurningar varðandi höfundasamfélag YouTube
Hverjir geta tekið þátt í höfundasamfélagi YouTube?
Það er eingöngu hægt að fá aðgang að höfundasamfélag YouTube gegn boði svo þú skalt vera vakandi fyrir upplýsingum frá okkur um skráningu í tölvupósti eða YouTube Studio. Fjöldi plássa í höfundasamfélagi YouTube er takmarkaður og samstarfsráðgjafar samfélagsins hafa samband við höfunda sem geta fengið aðgang með upplýsingum um næstu skref.
Höfundasamfélag YouTube einbeitir sér að virkum höfundum og er í boði fyrir rásir sem fylgja reglum netsamfélags okkar. Ef höfundar uppfylla ekki lengur þátttökuskilyrðin eða brjóta gegn reglum netsamfélagsins gætu þeir misst aðgang að höfundasamfélagi YouTube.
Yfirleitt vinnum við með rásum sem:
- Eru staðsettar í eða einbeita sér að löndum/svæðum þar sem samstarfsráðgjafar samfélagsins eru tiltækir
- Birta reglulega efni á YouTube
- Hafa möguleika á að vaxa
- Eru ekki með punkta vegna brota gegn reglum netsamfélagsins
- Eru ekki með fleiri en einn punkt vegna óleysts höfundarréttarbrots
- Fylgja leiðbeiningum okkar um auglýsingavænt efni
- Bera virðingu fyrir öllum höfundum sem taka þátt sem og fyrir samstarfsráðgjöfum samfélagsins við þátttöku í samfélagsviðburðum, vinnustofum og svipuðum verkefnum
Hvaða lönd eða landsvæði geta tekið þátt í höfundasamfélagi YouTube?
|
|
Þarf að greiða fyrir aðstoð frá samstarfsráðgjafa YouTube-samfélagsins?
Nei, þjónusta samstarfsráðgjafa er þér að kostnaðarlausu.
Er munur á samstarfsráðgjafa og samstarfsráðgjafa YouTube-samfélagsins?
Samstarfsráðgjafar samfélagsins sem sjá um YouTube-samfélagið og samstarfsráðgjafaþjónusta YouTube eru tvær aðskildar þjónustur með mismunandi þátttökuskilyrðum og þjónustuframboði.
Höfundasamfélag YouTube hefur umsjón með stóru samfélagi þar sem höfundar geta tengst öðrum höfundum. Samstarfsráðgjafaþjónustan veitir höfundum á YouTube persónulega þjónustu YouTube-sérfræðinga.
Ég komst að því að ég er ekki gjaldgeng(ur). Hvað á ég að gera?
Hafðu engar áhyggjur! Það er samt sem áður fjöldi tilfanga sem þú getur nýtt þér til að stækka rásina þína:
- Skoðaðu vefsvæði YouTube-höfunda.
- Kynntu þér góð vinnubrögð í ábendingum fyrir höfunda.
- Kynntu þér reglur okkar og leiðbeiningar.
Hvernig get ég verið viss um að tölvupósturinn sem ég fæ sé raunverulega frá YouTube?
Við vitum að höfundar fá marga tölvupósta varðandi rásina sína. Svona geturðu gengið úr skugga um að tölvupósturinn sé raunverulega frá starfsfólki YouTube:
- Kannaðu tölvupóstslénið: Gakktu úr skugga um að tölvupósturinn sé frá @google.com, @youtube.com, eða @partnerships.withyoutube.com. Tölvupóstar frá öðrum lénum sem segjast vera frá YouTube eða Google eru líklega falskir.
- Skoðaðu tenglana: Passaðu að vefslóðir tengla eða eyðublaða í tölvupóstinum endi á youtube.com, withgoogle.com, withyoutube.com, youtube.secure.force.com eða youtube.force.com.