Ákvarðað hvort efnið þitt er „ætlað börnum“

Óháð staðsetningu þinni þarftu að láta okkur vita hvort vídeóin þín eru ætluð börnum, samkvæmt samningi við Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) og til að hjálpa þér að fylgja Children’s Online Privacy Protection Act (COPPA) og/eða öðrum gildandi lögum. Ef þú merkir efnið þitt ekki rétt gæti það haft afleiðingar í för með sér á YouTube eða lagalegar afleiðingar í för með sér samkvæmt COPPA og öðrum lögum.

Við veitum einhverja leiðsögn um hvaða efni telst vera „ætlað börnum“ en við getum ekki veitt lagalega ráðgjöf. Leitaðu ráða hjá lögfræðingi ef þú ert ekki viss um hvort vídeóin þín uppfylli þessi skilyrði.

Athugaðu: FTC gaf út frekari upplýsingar í nóvember 2019 til að hjálpa YouTube höfundum að ákveða hvort efnið þeirra sé „ætlað börnum“ eða ekki. Þú getur fengið frekari upplýsingar á bloggsíðu FTC.

 Ætlað börnum  Ekki ætlað börnum

Dæmi um hvað getur talist sem ætlað börnum:

  • Börn eru aðalmarkhópur vídeósins.
  • Börn eru ekki aðalmarkhópurinn en vídeóinu er samt beint að börnum vegna þess að það inniheldur leikara, persónur, virkni, leiki, lög sögur eða annað efni sem er beint til barna.

Sjá nánari leiðbeiningar hér fyrir neðan.

Dæmi um hvað getur talist sem ekki ætlað börnum:

  • Efni sem inniheldur kynferðisleg þemu, dónaskap eða önnur þemu fyrir fullorðna sem ekki eru við hæfi yngri áhorfenda.
  • Efni með aldurstakmark sem er ekki viðeigandi fyrir áhorfendur yngri en 18 ára.

Sjá nánari leiðbeiningar hér fyrir neðan.

 

Hvernig veit ég hvort ég ætti að stilla efnið mitt sem ætlað börnum?
Ef vídeóið er með leikara, persónur, virkni, leiki, lög sögur eða annað efni sem er beint til barna er það líklega ætlað börnum. Samkvæmt leiðbeiningum FTC um COPPA telst vídeó miðað að börnum (sem við köllum „ætlað börnum“) ef:
  • Börn eru aðalmarkhópur vídeósins miðað við þættina sem lýst er hér fyrir neðan. 
  • Börn eru ekki aðalmarkhópurinn en vídeóinu er samt beint að börnum með hliðsjón af þáttunum hér fyrir neðan. (Í COPPA kallast þetta efni fyrir „blandaða áhorfendur“ sem er ein tegund efnis sem er miðað að börnum. Efni fyrir almenna áhorfendur er ekki það sama og efni fyrir blandaða áhorfendur).

Þú ættir að íhuga ýmsa þætti þegar þú ákveður hvort rásin þín eða efnið séu ætluð börnum, þar á meðal:

  • Umfjöllunarefni vídeósins (t.d. fræðsluefni fyrir börn á leikskólaaldri).
  • Hvort börn séu tilætlaður áhorfendahópur (t.d. eins og tilgreint er í lýsigögnum vídeósins) eða raunverulegur áhorfendahópur vídeósins.
  • Hvort vídeóið hafi barnaleikara eða -fyrirsætur.
  • Hvort vídeóið hafi persónur, frægt fólk eða leikföng sem höfða til barna, þar á meðal teiknaðar persónur eða teiknimyndafígúrur.
  • Hvort málfarið í vídeóinu höfði til skilnings barna.
  • Hvort vídeóið sýni athæfi sem höfðar til barna, til dæmis þykjustuleiki, einföld lög, leiki eða einfalt fræðsluefni.
  • Hvort vídeóið innihaldi lög, sögur eða ljóð fyrir börn.
  • Aðrar upplýsingar sem þú kannt að hafa til að hjálpa þér að ákvarða áhorfendur vídeósins, til dæmis raunverulegar sannanir.
  • Hvort efnið sé auglýst til barna. 

Athugasemdir:

  • Þótt efnið þitt kunni að innihalda einhverja af þessum þáttum þýðir það ekki sjálfkrafa að það sé ætlað börnum. Þú ættir að íhuga vandlega til hverra þú vilt ná með vídeóunum þínum þegar þú metur efnið þitt og þættina hér fyrir ofan.
  • YouTube greining er ekki hönnuð til að hjálpa við að greina hvort efnið þitt sé miðað að börnum. Þú ættir að nota þættina frá FTC sem er lýst hér að ofan til að ákveða áhorfendastillinguna þína.
  • Líklegra er að tillögur um vídeó fyrir börn hafi að geyma vídeó sem þú hefur stillt sem „ætlað börnum“. Skoðaðu algengar spurningar um efni sem er ætlað börnum.  
Mikilvægt: Þú sem höfundur þekkir vídeóin og áhorfendur þína best og þú berð lagalega ábyrgð á að fylgja COPPA og/eða öðrum gildandi lögum og merkja efnið þitt rétt. Ekki reiða þig á kerfi okkar til að stilla markhópinn fyrir þig. Ekki er víst að þau greini efni sem FTC eða önnur stjórnvöld telja ætlað börnum. Ef þú flokkar efnið þitt ekki rétt getur það haft afleiðingar í för með sér á YouTube og lagalegar afleiðingar í för með sér samkvæmt Children's Online Privacy Protection Act (COPPA) og öðrum gildandi lögum. 
Hvernig veit ég hvort ég ætti að stilla efnið mitt sem EKKI ætlað börnum?
Íhugaðu vandlega til hverra þú vilt ná með vídeóunum þínum þegar þú metur efnið þitt. Til dæmis er vídeó ekki endilega ætlað börnum þótt:
  • Það sé öruggt og viðeigandi fyrir alla aldurshópa (þ.e. er „fjölskylduvænt“).
  • Það fjalli um efni sem er yfirleitt tengt við börn.
  • Svo vilji til að börn horfi á það. 

Efni fyrir almenna áhorfendur

Efni fyrir almenna áhorfendur er efni sem getur höfðað til allra en er ekki sérstaklega ætlað börnum eða efni sem er ætlað unglingum eða eldri áhorfendum. Efni fyrir almenna áhorfendur ætti að vera stillt sem „ekki ætlað börnum“.

Hér eru nokkur dæmi um þær gerðir vídeóa sem gætu talist vera fyrir „almenna áhorfendur“ þegar upplýsingar eru ekki fyrir hendi til að sýna að vídeóinu sé beint til barna:  

  • Heimaframkvæmdavídeó sem kennir hvernig á að endurgera dúkkur eða búa til leirkalla
  • Fjölskylduvlogg sem segir öðrum foreldrum frá heimsókn í skemmtigarð 
  • Vídeó með ítarlegum upplýsingum um hvernig á að búa til tölvuleikjamodd eða notandamyndir
  • Teiknað efni sem höfðar til allra
  • Leikjavídeó með fullorðinshúmor

Hver er munurinn á milli almennra áhorfenda og blandaðra áhorfenda?

Efni fyrir blandaða áhorfendur er aftur á móti efni sem er ætlað börnum. Þetta er efni sem miðar að því að hafa börn meðal áhorfenda sinna þótt þau séu ekki stærsti áhorfendahópurinn og það telst sem miðað að börnum með tilliti til þáttanna sem lýst er hér fyrir ofan.
 
Athugaðu: Efni sem inniheldur kynferðisleg þemu, dónaskap eða önnur þemu fyrir fullorðna sem ekki eru við hæfi yngri áhorfenda er líklega ekki ætlað börnum.

Hversu gamalt er barn?

Aldur barns í Bandaríkjunum er skilgreindur sem yngri en 13 ára. Aldur barns getur þó verið skilgreindur á annan hátt í öðrum löndum og þú skalt hafa í huga aðrar kröfur sem þú gætir þurft að fara eftir samkvæmt gildandi lögum þegar þú metur hvort efni sé „ætlað börnum“ og leita ráða hjá lögfræðingi ef þú ert með frekari spurningar.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
12049152102323453437
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false