Stilltu markhóp vídeós eða rásar

Óháð staðsetningu þinni ber þér lagaleg skylda til að fylgja lögum um persónuvernd barna á netinu (e. Children's Online Privacy Protection Act) og/eða öðrum lögum. Þér ber skylda til að láta okkur vita hvort vídeóin þín eru ætluð börnum ef þú býrð til efni fyrir börn.

Sem YouTube-höfundur þarftu að stilla ný og eldri vídeó sem ætluð börnum eða ekki. Jafnvel höfundar sem búa ekki til efni sem er ætlað börnum þurfa að stilla markhóp. Það tryggir að við bjóðum upp á viðeigandi eiginleika í efninu.

Important Update for All Creators: Complying with COPPA

Til að hjálpa þér að fylgja lögum geturðu nýtt þér markhópastillingar vegna efnis sem er ætlað börnum í YouTube Studio. Þú getur stillt markhópinn:

  • Fyrir rásina, en þá verður allt nýrra og eldra efni stillt sem ætlað börnum eða ekki.
  • Eða fyrir vídeó. Ef þú velur þennan kost þarftu að stilla hvert fyrirliggjandi og komandi vídeó sem ætlað börnum eða ekki.

Athugaðu:

  • Við munum gera verkfærið fyrir markhópaval tiltækt fyrir forrit þriðju aðila og þjónustur forritaskila YouTube innan skamms. Sem stendur skaltu nota YouTube Studio til að hlaða upp efni sem er ætlað börnum.

Áríðandi: Hvers vegna allir höfundar þurfa að stilla markhóp

Breytingarnar eru áskildar sem hluti af sátt sem gerð var við Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna og ríkissaksóknara New York-ríkis og auðvelda þér að fylgja Children’s Online Privacy Protection Act (COPPA) og/eða öðrum gildandi lögum. Óháð staðsetningu þinni þarftu að láta okkur vita hvort vídeóin þín eru ætluð börnum. Ef þú stillir markhópinn þinn ekki rétt gæti verið að þú uppfyllir ekki kröfur Alríkisviðskiptastofnunar Bandaríkjanna eða annarra stjórnvalda og við gætum þá neyðst til að grípa til aðgerða gagnvart YouTube-reikningnum þínum. Nánar um framfylgd FTC á COPPA.

Nokkrar athugasemdir:
  • Við notum vélrænt nám til að hjálpa okkur að greina vídeó sem er greinilega beint að ungum áhorfendum. Við treystum þér til að stilla markhópinn þinn rétt en við getum hnekkt áhorfendastillingunni þinni ef upp kemst um villu eða misnotkun.
  • Ekki reiða þig á kerfi okkar til að stilla markhópinn fyrir þig. Ekki er víst að þau greini efni sem FTC eða önnur stjórnvöld telja ætlað börnum.
  • Ef þú þarft á aðstoð að halda við að ákvarða hvort efnið þitt er ætlað börnum skaltu skoða þessa grein í hjálparmiðstöðinni eða hafa samband við lögfræðing.
  • Líklegra er að tillögur um vídeó fyrir börn hafi að geyma vídeó sem þú hefur stillt sem „ætlað börnum“.
  • Ef þú hefur þegar stillt markhóp fyrir vídeóið þitt og YouTube greinir villu eða misnotkun muntu sjá vídeóið þitt merkt „Stillt á sem ætlað börnum“. Þú munt ekki geta breytt markhópastillingunni. Ef þú telur að um mistök sé að ræða geturðu sent áfrýjun.

Stilltu markhóp rásarinnar

Einfaldaðu verkflæðið með því að velja rásarstillingu. Þessi stilling mun hafa áhrif á fyrirliggjandi og komandi vídeó.. Ef þú ákveður að velja ekki rásarstillingu þarftu að auðkenna sérhvert vídeó á rásinni þinni sem er ætlað börnum. Stillingar fyrir stök vídeó munu hnekkja rásarstillingunni.
Þetta mun líka takmarka ákveðna eiginleika á rásinni. Ef þú ert ekki viss um hvort vídeóin þín eru ætluð börnum skaltu skoða þessa grein í hjálparmiðstöðinni.
  1. Skráðu þig inn á studio.youtube.com (Studio fyrir vefinn eingöngu).
  2. Smelltu á Stillingar í vinstri valmyndinni.
  3. Smelltu á Rás.
  4. Smelltu á flipann Ítarlegar stillingar
  5. Undir Markhópur skaltu velja:
    1. „Já, stilla rásina sem ætlaða börnum. Ég hleð alltaf upp efni sem er ætlað börnum.“ 
    2. „Nei, stilla rásina sem ekki ætlaða börnum. Ég hleð aldrei upp efni sem er ætlað börnum.“
    3. „Ég vil skoða þessa stillingu í hverju vídeói fyrir sig.“ 
  6. Smelltu á Vista.
Stilltu markhóp vídeósins
Þú getur stillt stök vídeó sem ætluð börnum. Það er góður valkostur ef einungis sum vídeóanna þinna eru ætluð börnum. Ef þú ert ekki viss um hvort efnið þitt er ætlað börnum skaltu skoða þessa grein í hjálparmiðstöðinni

Stilltu markhópinn við upphleðslu

  1. Farðu á studio.youtube.com. Athugaðu: til að stilla markhópinn sem ætlað börnum þarftu að nota YouTube Studio. Þú getur ekki gert það í sígildri útgáfu Creator Studio. 
  2. Í horninu efst til hægri skaltu smella á upphleðslutáknið. 
  3. Smelltu á Hlaða upp vídeói (beta). Smelltu á Hlaða upp vídeói ef þú sérð það ekki.
  4. Á flipanum Grunnupplýsingar skaltu fletta að Markhópur
  5. Veldu:
    • „Já, það er ætlað börnum“.
    • „Nei, það er ekki ætlað börnum“
  6. Smelltu á Áfram til að halda áfram að hlaða upp efninu. 

Þegar þú hefur hlaðið upp vídeóinu verður það merkt „Ætlað börnum - stillt af þér“ á upphleðslulistanum

Uppfærðu markhópastillingu fyrirliggjandi vídeóa

Þú gætir tekið eftir því að YouTube hefur nú þegar stillt sum vídeó sem „ætluð börnum“. Þar sem þú hefur ekki getað stillt vídeóin þín eða rásina sem ætluð börnum eða ekki geturðu gert það núna:

  1. Skráðu þig inn á studio.youtube.com.
  2. Veldu Efni úr vinstri valmyndinni.
  3. Hakaðu í reitina við hliðina á vídeóunum sem þú vilt breyta. Athugaðu: Þú getur valið öll vídeóin þín með því að merkja í reitinn við hliðina á „Vídeó“ efst á upphleðslulistanum. 
  4. Veldu Breyta og svo Markhópur og svo „Já, það er ætlað börnum“
  5. Veldu UPPFÆRA VÍDEÓ.
Nokkrar athugasemdir: 
  • Við notum vélrænt nám til að hjálpa okkur að greina vídeó sem er greinilega beint að ungum áhorfendum. Við treystum þér til að stilla markhópinn þinn rétt en við getum hnekkt áhorfendastillingunni þinni ef upp kemst um villu eða misnotkun. 
  • Ekki reiða þig á kerfin okkar til að stilla markhópinn fyrir þig. Ekki er víst að þau greini efni sem FTC eða önnur stjórnvöld telja ætlað börnum. 
  • Ef þú þarft á aðstoð að halda við að ákvarða hvort efnið þitt er ætlað börnum skaltu skoða þessa grein í hjálparmiðstöðinni eða hafa samband við lögfræðing.
  • Líklegra er að tillögur um vídeó fyrir börn hafi að geyma vídeó sem þú hefur stillt sem „ætlað börnum“. 
  • Ef þú hefur þegar stillt markhóp fyrir vídeóið þitt og YouTube greinir villu eða misnotkun muntu sjá vídeóið þitt merkt „Stillt á sem ætlað börnum“. Þú munt ekki geta breytt markhópastillingunni. Ef þú telur að um mistök sé að ræða geturðu sent áfrýjun.

Stilltu markhóp beinstreymis

Stilltu markhóp þegar þú býrð til beinstreymi

Ef þú ert ekki viss um hvort efnið þitt er ætlað börnum skaltu skoða þessa grein í hjálparmiðstöðinni

  1. Farðu á studio.youtube.com.
  2. Í horninu efst til hægri skaltu smella á upphleðslutáknið.
  3. Smelltu á Hefja beina útsendingu. Athugaðu: Ef þú smellir hér verður þér vísað áfram á stjórnherbergi fyrir beinar útsendingar. Þú munt ekki geta stillt markhóp beinstreymisins með því að nota sígild beinstreymistól okkar og þú þarft að gera það með því að nota stjórnherbergi fyrir beinar útsendingar.
  4. Eftir að þú hefur fyllt út grunnupplýsingarnar og valið birtingarstillingu skaltu fletta að Markhópur
  5. Veldu:
    • „Já, það er ætlað börnum“.
    • „Nei, það er ekki ætlað börnum“.
  6. Smelltu á Áfram til að halda áfram að setja upp beinstreymið.

Uppfærðu markhópastillingu beinstreyma í geymslu

Þú gætir tekið eftir því að YouTube hefur þegar stillt sum beinstreymi í geymslu sem „ætluð börnum“. Þar sem þú hefur ekki enn fengið tækifæri til að stilla beinstreymin þín sem eru í geymslu sem ætluð börnum eða ekki getur þú gert það núna.

  1. Skráðu þig inn á studio.youtube.com.
  2. Veldu Efni úr vinstri valmyndinni.
  3. Smelltu á flipann Í beinni.
  4. Hakaðu í reitina við hliðina á vídeóunum sem þú vilt breyta. Athugaðu: Þú getur valið öll vídeóin þín með því að merkja í reitinn við hliðina á „Beinstreymi“ efst á listanum. 
  5. Veldu Breyta og svo Markhópur og svo „Já, það er ætlað börnum“ ef efnið er fyrir börn. Eða veldu „Nei, það er ekki ætlað börnum“ ef efnið er ekki fyrir börn.
  6. Veldu UPPFÆRA VÍDEÓ.
Nokkrar athugasemdir
  • Við notum vélrænt nám til að hjálpa okkur að greina vídeó sem er greinilega beint að ungum áhorfendum. Við treystum þér til að stilla markhópinn þinn rétt en við getum hnekkt áhorfendastillingunni þinni ef upp kemst um villu eða misnotkun. 
  • Ekki reiða þig á kerfin okkar til að stilla markhópinn fyrir þig. Ekki er víst að þau greini efni sem FTC eða önnur stjórnvöld telja ætlað börnum. 
  • Ef þú þarft á aðstoð að halda við að ákvarða hvort efnið þitt er ætlað börnum skaltu skoða þessa grein í hjálparmiðstöðinni eða hafa samband við lögfræðing.
  • Líklegra er að tillögur um vídeó fyrir börn hafi að geyma vídeó sem þú hefur stillt sem „ætlað börnum“.
  • Ef þú hefur þegar stillt markhóp fyrir vídeóið þitt og YouTube greinir villu eða misnotkun muntu sjá vídeóið þitt merkt „Stillt á sem ætlað börnum“. Þú munt ekki geta breytt markhópastillingunni. Ef þú telur að um mistök sé að ræða geturðu sent áfrýjun.

Það sem gerist þegar efnið þitt er stillt sem ætlað börnum.

Við takmörkum söfnun og notkun gagna í efni sem er ætlað börnum til að fylgja lögum. Það þýðir að við þurfum að takmarka eða slökkva á tilteknum eiginleikum eins og ummælum, tilkynningum og fleiru.

Mestu skiptir að við birtum ekki sérsniðnar auglýsingar í efni fyrir börn, samkvæmt kröfum Children’s Online Privacy Protection Act (COPPA) og/eða annarra gildandi laga. Ef sérsniðnar auglýsingar eru ekki birtar í efni fyrir börn geta tekjur lækkað fyrir suma höfunda sem merkja efnið sitt sem ætlað börnum. Við vitum að þetta verður ekki auðvelt fyrir suma höfunda en þetta eru áríðandi skref sem við þurfum að taka til að tryggja fylgni við COPPA og önnur gildandi lög.

Hér að neðan er að finna lista yfir eiginleika sem þetta hefur áhrif á:

Ef þú stillir vídeó eða beinstreymi sem ætlað börnum

Þegar markhópurinn þinn er stilltur sem „ætlað börnum“ munum við takmarka ákveðna eiginleika til að fylgja Children’s Online Privacy Protection Act (COPPA) og öðrum gildandi lögum. Þegar það gerist verða eftirfarandi eiginleikar ekki tiltækir í stökum vídeóum eða beinstreymum:

  • Sjálfvirk spilun á upphafssíðu
  • Spjöld eða lokaskjámyndir
  • Vídeóvatnsmerki
  • Rásaraðildir
  • Ummæli
  • Hnappur fyrir fjárframlög
  • Læk og diss í YouTube Music
  • Spjall í beinni eða fjárframlög í spjalli í beinni
  • Varningur og miðasala
  • Tilkynningabjalla
  • Sérsniðnar auglýsingar
  • Spilun í smáspilaranum
  • Súperspjall eða Super Stickers
  • Vista á spilunarlista og Vista í horfa á síðar
Ef þú stillir rásina þína sem ætlaða börnum

Ef þú stillir rásina þína sem ætlað börnum munu vídeóin þín eða beinstreymin ekki hafa neina af þeim eiginleikum sem tilgreindir eru að ofan. Rásin þín mun ekki heldur hafa eftirfarandi: 

  • Rásaraðildir
  • Tilkynningabjalla
  • Færslur

Algengar spurningar

Hvers vegna er slökkt á tilkynningum, ummælum og öðrum eiginleikum í efni sem er stillt sem ætlað börnum?

Til að fylgja lögum um persónuvernd barna á netinu (e. Children's Online Privacy Protection Act – COPPA) og öðrum gildandi lögum takmörkum við gagnasöfnun í efni sem merkt er sem ætlað börnum. Þess vegna gætu sumir eiginleikar verið takmarkaðir eða slökkt á þeim í þessu efni, þar á meðal tilkynningar og ummæli.

Hvað gerist ef ég stilli markhóp vídeósins míns rangt?

Breytingarnar eru áskildar sem hluti af sátt sem gerð var við Alríkisviðskiptastofnun Bandaríkjanna og ríkissaksóknara New York-ríkis og auðvelda þér að fylgja Children’s Online Privacy Protection Act (COPPA) og/eða öðrum gildandi lögum. Óháð staðsetningu þinni þarftu að láta okkur vita hvort vídeóin þín eru ætluð börnum. Ef þú stillir markhópinn þinn ekki rétt gæti verið að þú uppfyllir ekki kröfur Alríkisviðskiptastofnunar Bandaríkjanna eða annarra stjórnvalda og við gætum þá neyðst til að grípa til aðgerða gagnvart YouTube-reikningnum þínum. Nánar um framfylgd FTC á COPPA.

Athugaðu: Við notum vélrænt nám til að hjálpa okkur að finna vídeó sem eru greinilega ætluð ungum áhorfendum. Við treystum þér til að stilla markhópinn þinn rétt en við getum hnekkt áhorfendastillingunni þinni ef upp kemst um villu eða misnotkun. En ekki reiða þig á kerfin okkar til að stilla markhópinn fyrir þig. Ekki er víst að þau greini efni sem FTC eða önnur stjórnvöld telja ætlað börnum. Ef þú stillir ekki markhópinn þinn rétt sem efni ætlað börnum gætirðu þurft að sæta lagalegri ábyrgð eða ábyrgð á YouTube. Ef þú þarft á aðstoð að halda við að ákvarða hvort efnið þitt er ætlað börnum skaltu skoða þessa grein í hjálparmiðstöðinni eða hafa samband við lögfræðing.

Hvernig veit ég hvort ég hef stillt markhóp vídeósins míns rétt?

Því miður getum við ekki veitt þér ráðgjöf um rétta stillingu á markhópnum „efni ætlað börnum“, en FTC hefur veitt nokkra ráðgjöf um hvað það þýðir að efni sé beint að börnum (eða „ætlað börnum“). FTC er nú að ráðgera ýmsar breytingar á COPPA og gæti veitt meiri ráðgjöf um þetta efni.

Við notum einnig kerfi sem byggjast á vélrænu námi til að auðvelda okkur að finna efni sem greinilega er ætlað börnum. En ekki treysta á kerfin okkar til að stilla efni fyrir þig- – þau eru ekki fullkomin frekar en önnur sjálfvirk kerfi. Við gætum þurft að hnekkja markhópastillingunni þinni ef við greinum villu eða misnotkun. Við treystum samt yfirleitt á markhópastillinguna þína til að átta okkur á því hvort vídeó er ætlað börnum.

Ef þú stillir markhópinn þinn ekki sem efni ætlað börnum og FTC eða önnur stjórnvöld telja að þú hefðir átt að gera það getur það haft lagalegar afleiðingar í för með sér fyrir þig. Skoðaðu þessa grein í hjálparmiðstöðinni eða leitaðu til lögfræðings ef þú ert enn óviss um hvort stilla eigi efnið þitt sem ætlað börnum.

Hvað geri ég ef YouTube segir að vídeóið mitt sé ætlað börnum en ég er ósammála því?

Ef þú hefur ekki stillt markhóp vídeósins enn sem komið er: YouTube gæti þurft að stilla markhópinn fyrir þig. Þetta er til að hjálpa þér að fylgja COPPA og/eða öðrum gildandi lögum. Ef þú ert ósammála stillingu YouTube á efninu þínu geturðu þó í flestum tilvikum breytt markhópi vídeósins.

Ef þú hefur þegar stillt markhóp fyrir vídeóið þitt: og YouTube greinir villu eða misnotkun gætirðu séð vídeóið þitt merkt „Stillt á sem ætlað börnum“. Þegar þetta gerist muntu ekki geta breytt markhópastillingunni.

En við vitum að stundum gerum við mistök. Ef þú telur að svo sé geturðu áfrýjað ákvörðuninni.

Til að hefja áfrýjun í tölvu:

  1. Í tölvu skaltu fara á studio.youtube.com.
  2. Veldu Efni úr vinstri valmyndinni.
  3. Farðu í vídeóið sem þú vilt áfrýja.
  4. Haltu yfir „Stillt á sem ætlað börnum“ og smelltu á Áfrýja.
  5. Sláðu inn ástæðu áfrýjunarinnar og smelltu á Senda.

Til að hefja áfrýjun í símanum:

  1. Opnaðu YouTube Studio-forritið.
  2. Ýttu á Valmynd og svo Vídeó.
  3. Á upphleðsluflipanum skaltu ýta á vídeóið sem þú vilt áfrýja.
  4. Undir Takmarkanir skaltu ýta á Stillt á Ætlað börnum.
  5. Ýttu á Áfrýja og sláðu inn ástæðu áfrýjunarinnar.
  6. Ýttu á Senda inn.

Eftir að þú sendir áfrýjun

Þú munt fá tölvupóst frá YouTube sem lætur þig vita af niðurstöðu áfrýjunarinnar. Eitt af eftirfarandi mun gerast:

  • Ef áfrýjunin er tekin til greina munum við fjarlægja markhópastillinguna „efni ætlað börnum“.
  • Ef áfrýjunin er ekki tekin til greina mun markhópastillingin „efni ætlað börnum“ vera áfram í efninu. Passaðu að fara vel yfir markhópastillingar rásarinnar og/eða einstakra vídeóa. Ef þú stillir markhópinn þinn ekki rétt gæti slíkt haft lagalegar afleiðingar í för með sér samkvæmt COPPA og/eða öðrum lögum eða afleiðingar á verkvangi YouTube.

Þú getur aðeins áfrýjað hverju vídeói einu sinni.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
7783013993425830952
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false