Þú getur skoðað tekjur þínar á YouTube og árangur rásarinnar með mæligildum í YouTube-greiningu. Sum mæligildi sýnast svipuð en það er mikilvægt að vita hver munurinn á þeim er til að skilja auglýsingatekjur þínar á YouTube.
RPM
Tekjur á hver þúsund áhorf (RPM) er mæligildi sem sýnir hversu miklar tekjur þú hefur haft af hverjum 1.000 vídeóáhorfum. RPM er byggt á ýmsum tekjuuppsprettum, þar á meðal auglýsingum, rásaraðildum, tekjum af YouTube Premium, Súperspjalli og Super Stickers.
Fyrir Shorts er RPM reiknað fyrir hver 1.000 virk áhorf, en það mæligildi er notað fyrir tekjudeilingu af auglýsingum í Shorts. Nánar um breytingar á talningu Shorts-áhorfa.
Hvers vegna er RPM lægra en CPM?
- er reiknað út eftir tekjuhlut YouTube.
- inniheldur allt áhorf, þar á meðal það sem ekki var aflað tekna af.
Hver er munurinn á RPM og CPM?
|
RPM |
CPM |
|
|
Hvers vegna er RPM mikilvægt?
Hvernig get ég aukið RPM hjá mér?
- Kveiktu á tekjuöflun fyrir öll vídeó.
- Kveiktu á miðjuauglýsingum.
- Kveiktu á AltMon-eiginleikum (til dæmis aðildum og Súperspjalli) til að fjölga tekjulindum.
Hafðu í huga að hver eiginleiki er með sín eigin skilyrði og leiðbeiningar.
Hvað þýðir það þegar RPM er á upp- eða niðurleið?
Hvers vegna sýnir RPM mér ekki tekjurnar mínar?
Þótt RPM sé gagnlegt mæligildi tekjuöflunar fyrir höfunda þarf meira til. Hér eru hlutir sem það sýnir ekki:
- Tekjur af vörusölu eða notkun á vöruhillunni.
- Tekjur af vörumerkjasamstarfi og kostun (að YouTube BrandConnect undanskildu).
- Allar aðrar tekjur sem fást óbeint gegnum YouTube (þjónustur, erindi, ráðgjafargjöld).
RPM getur ekki upplýst þig um hvaða tekjulind veldur sveiflum í heildartekjum hjá þér
Vegna þess að RPM sameinar nokkur mæligildi gefur það ekki til kynna hvaða tekjulind veldur sveiflum á tekjum hjá þér.
Þú gætir til dæmis séð lækkun á RPM vegna aukins áhorfs, en ekki er kveikt á auglýsingum í öllu því áhorfi. Þú gætir líka séð RPM fara upp en engar umtalsverðar breytingar á áhorfi vegna þess að áhorfendur eru að skrá sig í rásaraðildir.
Við mælum með því að þú notir allar þær greiningar sem YouTube býður upp á til að skilja til hlítar þær breytingar sem verða á RPM.
CPM
Kostnaður á hverjar 1.000 birtingar (CPM) er mæligildi sem sýnir hve miklum peningum auglýsendur eyða í að birta auglýsingar á YouTube. Þú getur séð nokkur mismunandi mæligildi fyrir CPM í YouTube-greiningu:
- CPM: Verð sem auglýsandi greiðir fyrir 1.000 auglýsingabirtingar. Auglýsing telst birt í hvert sinn sem hún er sýnd.
- Verð/1.000 spilanir: Verðið sem auglýsandi greiðir fyrir 1.000 spilanir á vídeói þar sem auglýsing birtist.
Hver er munurinn á CPM og verði/1.000 spilanir?
Hvers vegna skiptir CPM máli?
Hvers vegna er CPM hjá mér að breytast?
- Árstími: Auglýsendur bjóða hærra eða lægra eftir árstíma. Margir auglýsendur bjóða til dæmis hærra rétt fyrir hátíðar.
- Breytingar á landsvæðum áhorfenda: Auglýsendur geta valið til hvaða landsvæða þeir vilja ná með auglýsingum. Samkeppni á auglýsingamarkaðnum er mismunandi eftir stöðum og því er CPM breytilegt eftir landsvæði. Ef breytingar verða á því hvaðan áhorfið hjá þér kemur sérðu yfirleitt breytingar á CPM. Ef þú varst áður með áhorf frá landsvæði með hærra CPM en færð núna meira áhorf frá landsvæðum með lægra CPM gætirðu séð lækkun á CPM hjá þér.
- Sveiflur í dreifingu á tiltækum auglýsingasniðum: Ólík auglýsingasnið eru oft með mismunandi CPM. Ef fleiri auglýsingar sem er ekki hægt að sleppa eru birtar í lausum auglýsingaplássum gæti CPM verið hærra.
Áætlaðar tekjur samanborið við auglýsingatekjur
- Áætlaðar tekjur: Tekjur af öllum uppsprettum, þar á meðal rásaraðildum, YouTube Premium-tekjur og Súperspjall. Þú sérð þessi mæligildi áfram á tekjuflipanum.
- Áætlaðar auglýsingatekjur: Tekjur bara af auglýsingum í vídeóunum þínum. Þú sérð þessi mæligildi í skýrslunni um tekjuuppsprettur.
Áhorf, auglýsingabirtingar og áætlaðar spilanir með tekjum
- Áhorf: Fjöldi skipta sem horft var á vídeóið þitt.
- Auglýsingabirtingar: Fjöldi skipta sem horft var á stakar auglýsingar í vídeóunum þínum.
- Áætlaðar spilanir með tekjum: Fjöldi skipta sem horft var á videóið með auglýsingum.
Ef vídeóið þitt fékk 10 áhorf, þar af 8 með auglýsingu, ættirðu að hafa 10 áhorf og 8 áætlaðar spilanir með tekjum. Ef ein af þessum áætluðu spilunum með tekjum var í raun með 2 auglýsingar myndirðu vera með 9 auglýsingabirtingar.
Auglýsingar fylgja ekki með í öllu áhorfi á YouTube. Áhorf gæti verið án auglýsingar ef:
- Vídeóið er ekki auglýsingavænt.
- Slökkt er á auglýsingum fyrir vídeóið.
- Engin auglýsing sem hægt er að sýna þessum ákveðna áhorfanda er í boði. Auglýsendur geta valið að miða auglýsingar að ákveðnum tækjum, lýðfræði og áhugamálum. Verið gæti að áhorfandinn þinn passi ekki við þessa auglýsingamiðun. Nánar um tiltækar miðunaraðferðir fyrir vídeóauglýsingar.
- Ýmsir aðrir þættir spila inn í, til dæmis landsvæði áhorfandans, hversu nýlega viðkomandi sá auglýsingu, hvort viðkomandi er með Premium-áskrift og fleira.
Vegna þess hversu ólíkt áhorf er verður áhorf hjá þér líklega meira en áætlaðar spilanir með tekjum.