Greining á auglýsingatekjum útskýrð

Þú getur skoðað tekjur þínar á YouTube og árangur rásarinnar með mæligildum í YouTube-greiningu. Sum mæligildi sýnast svipuð en það er mikilvægt að vita hver munurinn á þeim er til að skilja auglýsingatekjur þínar á YouTube.

RPM

Tekjur á hver þúsund áhorf (RPM) er mæligildi sem sýnir hversu miklar tekjur þú hefur haft af hverjum 1.000 vídeóáhorfum. RPM er byggt á ýmsum tekjuuppsprettum, þar á meðal auglýsingum, rásaraðildum, tekjum af YouTube Premium, Súperspjalli og Super Stickers.

Fyrir Shorts er RPM reiknað fyrir hver 1.000 virk áhorf, en það mæligildi er notað fyrir tekjudeilingu af auglýsingum í Shorts. Nánar um breytingar á talningu Shorts-áhorfa.

Hvers vegna er RPM lægra en CPM?

RPM er lægra en CPM vegna þess að RPM:
  • er reiknað út eftir tekjuhlut YouTube.
  • inniheldur allt áhorf, þar á meðal það sem ekki var aflað tekna af.
Tekjurnar þínar hafa ekki breyst þó að RPM-mæligildinu hafi verið bætt við.

Hver er munurinn á RPM og CPM?

CPM er kostnaðurinn á hverjar 1.000 auglýsingabirtingar fyrir tekjuhlut YouTube. RPM er heildartekjurnar þínar (eftir tekjuhlut YouTube) á hver 1.000 áhorf.

RPM

CPM

  • Höfundamiðuð mæligildi
  • Innihalda heildartekjurnar sem skráðar eru í YouTube-greiningu, þar á meðal auglýsingar, YouTube Premium, rásaraðildir, Súperspjall og Super Stickers.
  • Fyrir Shorts eru öll virk áhorf talin með. Fyrir vídeó eru öll áhorf talin með.
  • Rauntekjur eftir tekjuhlut.
  • Auglýsendamiðuð mæligildi
  • Innihalda bara tekjur af auglýsingum og YouTube Premium
  • Innihalda bara áhorf á vídeó sem aflað var tekna af (þ.e. þar sem auglýsingar birtust)
  • Hagnaður fyrir tekjuhlut

Hvers vegna er RPM mikilvægt?

RPM hjálpar þér líka að skilja árangur tekjuöflunar hjá þér almennt.

Hvernig get ég aukið RPM hjá mér?

Til að bæta RPM ættirðu að bæta heildartekjurnar. Hér eru nokkur skref sem hjálpa þér að hámarka RPM:
  • Kveiktu á tekjuöflun fyrir öll vídeó.
  • Kveiktu á miðjuauglýsingum.
  • Kveiktu á AltMon-eiginleikum (til dæmis aðildum og Súperspjalli) til að fjölga tekjulindum.

Hafðu í huga að hver eiginleiki er með sín eigin skilyrði og leiðbeiningar.

Hvað þýðir það þegar RPM er á upp- eða niðurleið?

RPM er yfirlit yfir tekjustreymið hjá þér á YouTube. Ef streymið fer upp þýðir það að þú aflar meiri tekna á hver 1.000 áhorf og ef það fer niður þýðir það að þú aflar minni tekna. Athugaðu að RPM hjá þér gæti farið niður ef áhorf sem ekki er aflað tekna af eykst, jafnvel þó að tekjurnar séu hinar sömu.
Hvort sem RPM fer upp eða niður er það góð vísbending um hvað virkar eða virkar ekki í tekjuöflunaráætluninni þinni. Þú átt auðveldara með að bæta tekjuöflunaráætlun þína ef þú skilur hvað hefur áhrif á RPM.

Hvers vegna sýnir RPM mér ekki tekjurnar mínar?

Þótt RPM sé gagnlegt mæligildi tekjuöflunar fyrir höfunda þarf meira til. Hér eru hlutir sem það sýnir ekki:

  • Tekjur af vörusölu eða notkun á vöruhillunni.
  • Tekjur af vörumerkjasamstarfi og kostun (að YouTube BrandConnect undanskildu).
  • Allar aðrar tekjur sem fást óbeint gegnum YouTube (þjónustur, erindi, ráðgjafargjöld).

RPM getur ekki upplýst þig um hvaða tekjulind veldur sveiflum í heildartekjum hjá þér

Vegna þess að RPM sameinar nokkur mæligildi gefur það ekki til kynna hvaða tekjulind veldur sveiflum á tekjum hjá þér.

Þú gætir til dæmis séð lækkun á RPM vegna aukins áhorfs, en ekki er kveikt á auglýsingum í öllu því áhorfi. Þú gætir líka séð RPM fara upp en engar umtalsverðar breytingar á áhorfi vegna þess að áhorfendur eru að skrá sig í rásaraðildir.

Við mælum með því að þú notir allar þær greiningar sem YouTube býður upp á til að skilja til hlítar þær breytingar sem verða á RPM.

CPM

Kostnaður á hverjar 1.000 birtingar (CPM) er mæligildi sem sýnir hve miklum peningum auglýsendur eyða í að birta auglýsingar á YouTube. Þú getur séð nokkur mismunandi mæligildi fyrir CPM í YouTube-greiningu:

  • CPM: Verð sem auglýsandi greiðir fyrir 1.000 auglýsingabirtingar. Auglýsing telst birt í hvert sinn sem hún er sýnd.
  • Verð/1.000 spilanir: Verðið sem auglýsandi greiðir fyrir 1.000 spilanir á vídeói þar sem auglýsing birtist.

Hver er munurinn á CPM og verði/1.000 spilanir?

Vídeó á YouTube geta verið með fleiri en eina auglýsingu. CPM sýnir kostnað sem auglýsendur greiða fyrir auglýsingabirtingar. Verð/1.000 spilanir sýnir kostnað sem auglýsendur greiða fyrir vídeóspilanir sem innihalda eina eða fleiri auglýsingar. Verð/1.000 spilanir er oft hærra en CPM.
Segjum til dæmis að vídeóið þitt sé með 5.000 áhorf. Í 1.000 áhorfum var ein auglýsing og í 500 áhorfum voru tvær auglýsingar þannig að alls voru 1.500 áhorf með auglýsingum. Þetta dæmi sýnir að um var að ræða 2.000 stakar auglýsingabirtingar en aðeins 1.500 spilanir með tekjum.
Segjum að auglýsandinn hafi alls greitt 7 USD. Kostnaður vídeós á hverja birtingu jafngildir þeim 7 USD sem auglýsandinn greiddi, deilt með 2.000 auglýsingabirtingum, eða 0,0035 USD. CPM, eða verð á hverjar 1.000 birtingar, væri þá 0,0035 USD sinnum 1.000, eða 3,50 USD. Verð/1.000 spilanir væri 7 USD deilt með 1.500 spilunum með tekjum sinnum 1.000, eða 4,67 USD.

Hvers vegna skiptir CPM máli?

Þú færð hlut af greiðslum auglýsenda þegar auglýsing birtist í vídeóinu þínu. Því meira sem auglýsandi borgar fyrir auglýsinguna því meiri pening færðu. CPM er góður mælikvarði á hversu verðmæt auglýsendum finnast vídeóin þín og áhorfendurnir vera fyrir markmið fyrirtækja sinna.
Tekjurnar þínar verða ekki CPM margfaldað með áhorfi hjá þér vegna þess að CPM-gildið endurspeglar hvað auglýsendur greiða, ekki hvaða tekjur þú færð. Svo eru ekki heldur auglýsingar í öllum vídeóum. Vera má að vídeó sem eru ekki auglýsingavæn séu yfir höfuð ekki gjaldgeng í auglýsingar. Önnur áhorf á vídeó gætu heldur ekki verið með auglýsingar vegna þess að auglýsingar eru ekki í boði. Áhorf sem innihéldu auglýsingar kallast spilanir með tekjum.

Hvers vegna er CPM hjá mér að breytast?

Sveiflur í CPM eru eðlilegar og ástæðurnar geta verið margar, til dæmis:
  • Árstími: Auglýsendur bjóða hærra eða lægra eftir árstíma. Margir auglýsendur bjóða til dæmis hærra rétt fyrir hátíðar.
  • Breytingar á landsvæðum áhorfenda: Auglýsendur geta valið til hvaða landsvæða þeir vilja ná með auglýsingum. Samkeppni á auglýsingamarkaðnum er mismunandi eftir stöðum og því er CPM breytilegt eftir landsvæði. Ef breytingar verða á því hvaðan áhorfið hjá þér kemur sérðu yfirleitt breytingar á CPM. Ef þú varst áður með áhorf frá landsvæði með hærra CPM en færð núna meira áhorf frá landsvæðum með lægra CPM gætirðu séð lækkun á CPM hjá þér.
  • Sveiflur í dreifingu á tiltækum auglýsingasniðum: Ólík auglýsingasnið eru oft með mismunandi CPM. Ef fleiri auglýsingar sem er ekki hægt að sleppa eru birtar í lausum auglýsingaplássum gæti CPM verið hærra.

Áætlaðar tekjur samanborið við auglýsingatekjur

  • Áætlaðar tekjur: Tekjur af öllum uppsprettum, þar á meðal rásaraðildum, YouTube Premium-tekjur og Súperspjall. Þú sérð þessi mæligildi áfram á tekjuflipanum.
  • Áætlaðar auglýsingatekjur: Tekjur bara af auglýsingum í vídeóunum þínum. Þú sérð þessi mæligildi í skýrslunni um tekjuuppsprettur.

Áhorf, auglýsingabirtingar og áætlaðar spilanir með tekjum

  • Áhorf: Fjöldi skipta sem horft var á vídeóið þitt.
  • Auglýsingabirtingar: Fjöldi skipta sem horft var á stakar auglýsingar í vídeóunum þínum.
  • Áætlaðar spilanir með tekjum: Fjöldi skipta sem horft var á videóið með auglýsingum.

Ef vídeóið þitt fékk 10 áhorf, þar af 8 með auglýsingu, ættirðu að hafa 10 áhorf og 8 áætlaðar spilanir með tekjum. Ef ein af þessum áætluðu spilunum með tekjum var í raun með 2 auglýsingar myndirðu vera með 9 auglýsingabirtingar.

Auglýsingar fylgja ekki með í öllu áhorfi á YouTube. Áhorf gæti verið án auglýsingar ef:

  • Vídeóið er ekki auglýsingavænt.
  • Slökkt er á auglýsingum fyrir vídeóið.
  • Engin auglýsing sem hægt er að sýna þessum ákveðna áhorfanda er í boði. Auglýsendur geta valið að miða auglýsingar að ákveðnum tækjum, lýðfræði og áhugamálum. Verið gæti að áhorfandinn þinn passi ekki við þessa auglýsingamiðun. Nánar um tiltækar miðunaraðferðir fyrir vídeóauglýsingar.
  • Ýmsir aðrir þættir spila inn í, til dæmis landsvæði áhorfandans, hversu nýlega viðkomandi sá auglýsingu, hvort viðkomandi er með Premium-áskrift og fleira.

Vegna þess hversu ólíkt áhorf er verður áhorf hjá þér líklega meira en áætlaðar spilanir með tekjum.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Google forrit
Aðalvalmynd
14410823073225920898
true
Leita í hjálparmiðstöð
false
true
true
true
true
true
59
false
false
false
false