Opinber spjöld í Leit

Opinber spjöld auðvelda áhorfendum að finna efni með því að merkja opinbert efni í YouTube leit. Þessi spjöld innihald opinber vídeó frá vinsælum rásum, til dæmis frá vinsælustu YouTube höfundunum, stjörnum og tónlistarfólki, sem og efni sem tengist íþróttaliðum, kvikmyndum og sjónvarpi, tónlist og sérstökum viðburðum. Þessi spjöld eru búin til sjálfkrafa og ekki er hægt að sérsníða þau.

Tónlistarspjöld

Tónlistarspjöld geta sýnt tónlistarflytjanda, lag, tónlistartegund eða nýlegar plötur og tónlistarvídeó. Þú getur líka skoðað nýlegar frumsýningar og beinstreymi frá uppáhaldsflytjendunum þínum í opinberum flytjandaspjöldum. Vinsældalistaspjöld sýna vinsælustu lögin og tónlistarvídeóin í YouTube Music í leit. Nánar um vinsældalista og innsýn.

Íþróttaspjöld

Íþróttaspjöld sýna íþróttalið, væntanlega leiki í beinni, keppnir eða efni fyrir ýmsa flokka íþrótta. Þessi spjöld geta líka sýnt nýleg úrslit, hápunkta og tengd lið.

Sjónvarpsspjöld

Sjónvarpsspjöld sýna ákveðna þætti eða stöðvar. Þau sýna yfirleitt nýlega þætti eða syrpur og geta sýnt áskriftarhnapp ef það er staðfest rás. Sumir þættir kunna að vera í boði endurgjaldslaust, krefjast einnar greiðslu eða vera aðeins í boði fyrir Premium áskrifendur.

Tölvuleikjaspjöld

Tölvuleikjaspjöld innihalda opinbert efni sem tengist ákveðnum tölvuleik. Ef þú velur tölvuleikjaspjald sérðu meira efni um leikinn, til dæmis beinstreymi og nýjustu upphleðslurnar og líka vinsæl vídeó.

Sérviðburðaspjöld

Sérviðburðaspjöld hafa að geyma efni um viðburði eins og tónlistarhátíðir og stóra íþróttaviðburði eins og heimsmeistarakeppnina í fótbolta.

Opinber persónuspjöld

Opinber persónuspjöld birtast fyrir ýmiss konar fólk sem oftast er leitað að á YouTube, sem einnig er þekkt innan eða utan verkvangsins, til dæmis leikarar, tónlistarfólk, íþróttafólk og vinsælir YouTube höfundar. Þessi spjöld eru með áskriftarhnapp og sýna nýjasta upphleðsluvídeóið.

Athugaðu: Opinber persónuspjöld eru sem stendur í boði fyrir takmarkaðan fjölda fólks. Það er ekki hægt að óska eftir slíku spjaldi en við ráðgerum að bæta við fleiri rásum í nálægri framtíð.

Embættismannaspjöld

Embættismannaspjöld birtast í leitarfyrirspurnum um:

  • Nöfn leiðtoga ríkisvalds sem hefur framkvæmdavald. Eftir því hvert landið er felur það í sér forsætisráðherra, forseta eða hvert annað embætti sem ber endanlega ábyrgð á stjórnun ríkis.
  • Skrifstofa ríkisvalds sem hefur framkvæmdavald.
Athugaðu: Embættismannakortið er aðeins stutt í sumum löndum. Það birtist ekki í undanfara kosninga í það embætti.

Opinber spjöld hlaðvarps

Opinber spjöld fyrir hlaðvarp sýna tiltekin hlaðvörp og nýjustu þættina frá þeim.

Athugaðu: Opinber spjöld fyrir hlaðvörp eru takmörkuð við lítinn undirhóp af höfundum hlaðvarpa. Við stefnum að því að bæta við fleiri rásum síðar.

 

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
91226638605479230
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false