Skilningur á takmörkuðum gögnum í YouTube-greiningu

Við viljum bjóða höfundum upp á gagnleg gögn til að taka upplýstar ákvarðanir um rásina þeirra, en sum gögn geta verið takmörkuð í YouTube-greiningu þegar mæligildin ná ekki ákveðnum mörkum. Þetta getur átt sér stað í ýmsum skýrslum sem hugsanlega innihalda ekki öll gögnin þín eða takmörkuð gögn.
Athugaðu: Þú gætir séð önnur mæligildi í YouTube-greiningu eftir verkvangi – YouTube Studio í tölvu eða YouTube Studio-forritinu.

Takmörkuð umferð á ákveðnu tímabili

Ef vídeóið eða rásin er ekki með nægilega umferð á völdu tímabili. Skilaboð í Greiningu segja þér að þú hafir ekki aðgang að heildarskýrslunni, til dæmis „Ekki nægileg lýðfræðileg gögn".

Takmörkuð gögn vegna valinar síu eða umfangs

Ef þú hefur valið ákveðna síu eða umfang, til dæmis landsvæði eða kyn, þar sem gildin ná ekki tilteknum mörkum. Í þeim tilfellum þar sem gögn eru takmörkuð getur verið mismunur á þeim heildartölum sem skráðar eru allt eftir því hvernig skýrslurnar taka gögnin saman. Þetta sýnir mismun á heildartölunni í „Alls” í skýrslu eða spjaldi og samtölunni fyrir línurnar. Þetta kemur fyrir þegar línur með gögnum eru ekki tiltækar en samt sem áður reiknaðar með í heildartölunni til að fá nákvæma niðurstöðu. Þú munt sjá athugasemd neðst í töflunni um að eingöngu efstu niðurstöðurnar séu tiltækar.

Ef þú vilt sjá meira skaltu prófa að lengja tímabilið eða fjarlægja síur og sundurliðanir. Breytingar á þessum stillingum geta aukið gagnamagnið í heildarskýrslunni.

Dæmi um takmörkuð gögn

Segjum til dæmis að þú notir Ítarlegar stillingar í YouTube Studio til að opna landfræðilegu skýrsluna til að sjá áhorf fyrir vídeó eftir löndum. Við skulum segja að á tilgreindu tímabili hafi verið horft á vídeóið 1.000 sinnum. Þar af 500 sinnum í Bandaríkjunum, 498 sinnum í Kanada og tvisvar sinnum í Frakklandi.

Í þessu dæmi myndi línan „Samtals" sýna 1.000 áhorf á vídeóið. Hinar línurnar myndu tilgreina að aðeins hafi verið horft á vídeóið 500 sinnum í Bandaríkjunum og 498 sinnum í Kanada. Það væri því mismunur á milli heildaráhorfa og samtölunni fyrir línurnar. Upptalning eftir löndum myndi ekki sýna að hin tvö áhorfin hefðu átt sér stað né að nokkur áhorf hefðu átt sér stað í Frakklandi.

Athugaðu: Raunveruleg mörk sem gögn takmarkast við eru ekki birt og eru háð breytingum eftir ákvörðun YouTube.

Gerðir takmarkaðra gagna

Eftirfarandi upplýsingar geta verið takmarkaðar:

Lýðfræðileg gögn

Lýðfræðileg gögn, til dæmis aldur og kyn, geta verið takmörkuð í YouTube-greiningu. Þú getur til dæmis séð skilaboð þegar þú skoðar lýðfræðileg mæligildi fyrir eitt vídeó eða land ef ekki eru nægileg gögn fyrir hendi til að sýna.

Þú munt ekki sjá lýðfræðileg gögn fyrir lokuð eða óskráð vídeó, sama hversu mikil umferðin er á rásinni þinni.

Gögn yfir áhorfendur

Hugsanlega sérðu takmörkuð áhorfendagögn í YouTube greiningu ef:

Landafræðigögn

Mæligildi eða tölur sem tengjast löndum eða landssvæðum þar sem áhorfendur eru staddir geta verið takmörkuð. Aftur á móti eru tekjugögn eftir landsvæði ekki takmörkuð.

Þú munt ekki sjá gögn eftir svæðum fyrir eftirfarandi, sama hversu mikil umferð er á rásinni þinni:

  • Skýrslur í rauntíma
  • Lokuð eða óskráð vídeó

Leitarfyrirspurnir og vefslóðir

Þú getur séð takmörkuð gögn um leitarfyrirspurnir og ytri vefslóðir í skýrslum um uppsprettur umferðar, spilunarstaði og uppsprettur áskrifenda. Til dæmis er hugsanlegt að stakar leitarfyrirspurnir og vefslóðir sem fá litla umferð birtist ekki. Þú munt áfram sjá leitarfyrirspurnir og vefslóðir sem beina áhorfendum á efnið þitt.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
7773524750076064060
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false