Tímasetta samantektin sameinar allar daglegu tilkynningarnar sem þú fengir yfir daginn úr YouTube-forritinu og sendir þér bara eina daglega samantektartilkynningu í staðinn. Þú getur stillt ákveðinn tíma til að fá tímasettu samantektina.
Athugaðu: Tímasetta samantektin sameinar allar tilkynningar, þar á meðal tilkynningar um beinstreymi, upphleðslur og ummæli. Ef þú kveikir á eiginleikanum er ekki víst að þú sjáir beinstreymi fyrr en því er lokið.
Sjálfgefið er „slökkt“ á tímasettu samantektinni.
Fáðu áskrift að rásinni YouTube Viewers til að fá nýjustu fréttir, tilkynningar og ábendingar.
Til að kveikja á og sérsníða tímasetta samantekt á tilkynningunum þínum:
- Ýttu á prófílmyndina þína .
- Ýttu á Stillingar .
- Ýttu á Tilkynningar.
- Ýttu á Tímasett samantekt.
- Ýttu til að sérsníða valinn sendingartíma.
Nánar um stjórnun tilkynninga hér.