Ef þú hefur þegar fengið inngöngu í þjónustu YouTube fyrir samstarfsaðila geturðu breytt því hvaða AdSense fyrir YouTube-reikningur er tengdur við YouTube-rásina þína. Gættu þess að vera með virkan AdSense fyrir YouTube-reikning og tengja hann við rásina þína til að eiga áfram rétt á þátttöku í þjónustu YouTube fyrir samstarfsaðila.
- Skráðu þig inn í YouTube Studio.
- Veldu hlutann Tekjur í vinstri valmyndinni.
- Í Valkostir fyrir þjónustu YouTube fyrir samstarfsaðila finnur þú ítaratriðin um AdSense fyrir YouTube-reikninginn sem þú ert með tengdan við YouTube-rásina þína núna.
- Veldu Breyta til að verða framsend(ur) á AdSense fyrir YouTube. Þú þarft að skrifa aðgangsorðið þitt og auðkenna þig aftur með þeirri aðferð sem þú valdir. Kynntu þér hvernig þú auðkennir YouTube reikninginn þinn aftur.
- Farið verður með þig á AdSense fyrir YouTube til að þú getir tengt núverandi reikning eða búið til nýjan.
- Fyrirliggjandi reikningur: Ef þú ert nú þegar með AdSense- eða AdSense fyrir YouTube-reikning þarftu að skrá þig inn með Google-reikningnum sem þú notar til að opna þann reikning. Hafðu í huga að þú gætir þurft að nota aðrar innskráningarupplýsingar en þær sem þú notar til að skrá þig inn á YouTube.
- Nýr reikningur: Ef þú ert að búa til nýjan AdSense fyrir YouTube-reikning skaltu hafa í huga að AdSense leyfir eingöngu einn reikning fyrir hvern notanda.
- Reikningurinn sem þú valdir verður efst á skjánum og vefslóð YouTube rásarinnar þinnar verður undir „Vefsíðan þín“. Veldu Samþykkja tengingu ef þessar upplýsingar eru réttar. Þú verður framsend(ur) aftur á YouTube (veldu Framsenda ef það gerist ekki).
- Þú hefur nú lokið uppsetningu á AdSense fyrir YouTube! Farðu eftir næstu skrefum á skjánum til að velja kjörstillingar fyrir tekjuöflun.
Það getur tekið allt að sólarhring fyrir kerfi okkar að sýna tenginguna eftir að þú tengir AdSense fyrir YouTube-reikning við YouTube-rásina þína.
Athugaðu: Það tekur yfirleitt nokkrar mínútur að tengja við annan fyrirliggjandi AdSense- eða AdSense fyrir YouTube-reikning. Það tekur yfirleitt nokkra daga að fá samþykki og tengingu þegar nýr AdSense fyrir YouTube-reikningur er stofnaður en stundum getur það tekið 2-3 vikur. Tekjuöflun hefst þegar tengingu er lokið.