Hvernig þýdd vídeó birtast áhorfendum
YouTube notar merki til að láta tungumál vídeós (titill, lýsing og skjátexti) passa við kjörstillingar áhorfanda. Merki geta meðal annars verið tungumál áhorfanda, staðsetning og vídeó sem var horft á nýlega. Þessi merki sýna vídeó á tungumálinu sem passar best fyrir áhorfandann. Þetta tungumál gæti verið frábrugðið aðaltungumálinu í stillingum áhorfandans.
Ef áhorfandi breytir tungumálastillingu sinni á YouTube verða ekki öll vídeó strax tiltæk á tungumálinu sem var valið. Það gildir þótt þýðingar á því tungumáli séu tiltækar fyrir vídeóin.
Til dæmis, ef áhorfandi breytir tungumálastillingu sinni í ensku en merki gefa til kynna að hann skilji einni frönsku fær hann mögulega upprunalegu útgáfuna á frönsku.
Sjá þýdd vídeó
Ef þú vilt sjá þýðingar vídeós er hægt að horfa á vídeóið á öðru tungumáli.
- Opnaðu vafraglugga með huliðsstillingu með því að nota Chrome, Firefox, MS Edge eða Opera.
- Farðu á áhorfssíðu vídeósins á YouTube.
- Smelltu á prófílmyndina þína
Tungumál
Veldu tungumál.
Þú getur líka notað skjátexta fyrir vídeó þegar þeir eru tiltækir.