Þú þarft Google-reikning til að skrá þig inn á YouTube. Google-reikningur virkar í öllum Google vörum (eins og Gmail, Blogger, Kort, YouTube og fleiri).
Fáðu áskrift að rásinni YouTube Viewers til að fá nýjustu fréttir, tilkynningar og ábendingar.
Ef þú hefur skráð þig inn á einhverja af þessum vörum áður ertu nú þegar með Google-reikning. Til að skrá þig inn skaltu slá inn netfangið sem þú notaðir fyrir þessar vörur. Ef þú, til dæmis, notar Gmail er þetta Gmail notandanafnið þitt. Ef þú ert ekki með Google-reikning geturðu búið hann til á YouTube.
Hér eru nokkur áríðandi atriði sem þú skalt muna um Google reikninga og YouTube:
- Þú skráir þig inn á YouTube með Google-reikningnum þínum Til að skrá þig inn á YouTube skaltu slá inn netfang og aðgangsorð Google-reikningsins. Eftir að þú skráir þig á YouTube þá muntu sjálfkrafa verða skráð(ur) inn á YouTube þegar þú skráir þig inn á Google reikninginn þinn eða í aðra þjónustu Google.
- Ef þú eyðir Google-reikningnum verður YouTube-gögnunum þínum eytt, þar á meðal öllum vídeóum, ummælum og áskriftum. Áður en þú eyðir Google-reikningnum þínum þarftu að staðfesta að þú skiljir að þú sért að eyða gögnunum þínum varanlega í öllum Google-þjónustum, þar á meðal á YouTube.
Þegar þú skráir þig inn á YouTube með Google-reikningnum þínum geturðu nýtt þér ýmsa YouTube eiginleika:
- Lækað vídeó
- Vistað uppáhald
- Fengið áskrift að rásum
- Horft á síðar
- Áhorfsferill
- Tilkynnt vídeó
YouTube getur líka sérsniðið vídeótillögur byggt á vídeóunum sem þú hefur horft á sem og áskriftunum þínum.