Finndu spilunarlista og vídeó með því að nota myllumerki

Myllumerki eru leitarorð sem koma á eftir #-tákninu. Myllumerki auðvelda þér að tengja efnið þitt við önnur vídeó eða spilunarlista sem eru með sama myllumerkið á YouTube og YouTube Music. Myllumerki gera áhorfendum og hlustendum einnig kleift að finna tengt efni gegnum leit.

Bættu myllumerkjum við YouTube-vídeó frá þér eða YouTube Music-spilunarlista

Þú getur bætt myllumerkjum við heiti og lýsingu þegar þú hleður upp vídeói eða tekur upp Short á YouTube eða þegar þú býrð til spilunarlista í YouTube Music.

Til að bæta myllumerki við vídeó á YouTube:

  1. Sláðu inn táknið # í heiti eða lýsingu og svo og byrjaðu að slá inn efni eða leitarorð sem þú vilt tengja við vídeóið. Kerfi okkar mun þá leggja til vinsæl myllumerki byggt á innslættinum.
  2. Veldu myllumerki sem mælt er með til að kynna vídeóið þitt fyrir öðrum með sama myllumerki eða búðu til þitt eigið til að finna myllumerkið sem hentar fyrir efnið þitt.

Af öllum myllumerkjunum sem þú bætir við lýsingu vídeósins munu allt að þrjú myllumerki sem talin eru hafa mesta virkni birtast við hliðina á titli vídeósins. Myllumerkin þín munu samt birtast í lýsingu vídeósins og vídeóin þín halda áfram að birtast í leitarniðurstöðum. Myllumerki í heiti og lýsingu munu tengja á niðurstöðusíðu þar sem þú sérð önnur vídeó sem hafa sama myllumerki.

Til að bæta myllumerki við spilunarlista í YouTube Music:

  1. Veldu Safn og svo Spilunarlistar.
  2. Finndu spilunarlistann sem þú hefur búið til og vilt breyta.
  3. Veldu Meira '' og svo Breyta til að breyta heitinu á spilunarlistanum eða bæta við lýsingu.
  4. Sláðu inn táknið # í heiti eða lýsingu spilunarlistans.

Þegar myllumerki hafa verið vistuð í heiti eða lýsingu spilunarlista virka þau eins og smellanlegir tenglar. Myllumerki í heiti og lýsingu munu tengja á niðurstöðusíðu þar sem þú sérð önnur vídeó og spilunarlista sem hafa sama myllumerki.

Myllumerki sem mælt er með:

Þegar þú bætir texta við Short og byrjar að bæta við myllumerki sérðu tillögur sem hjálpa þér að bæta viðeigandi myllumerkjum við efnið. Tillögurnar að myllumerkjunum eru byggðar á ýmsu, til dæmis tillögum úr eldri efnisupphleðslum og, í sumum löndum, á innslegnum texta.

Tillögur að myllumerkjum sem áður hafa verið notuð verða með klukkutákn við hliðina á þeim sem sýnir að þú hafir notað þær áður.

Reglur um notkun á myllumerkjum

Eins og gildir um vídeó sem hlaðið er upp á YouTube þurfa myllumerki að fylgja reglum netsamfélagsins. Myllumerki sem brjóta reglur okkar munu ekki birtast fyrir neðan efnið þitt og gætu verið fjarlægð. Passaðu að fylgja eftirfarandi reglum þegar þú notar myllumerki:

  • Engin bil: Myllumerki eru ekki með nein bil. Ef þú vilt nota tvö orð í myllumerki geturðu tengt þau saman (#Tvöorð, #tvöorð).
  • Ofmerkingar: Ekki bæta of mörgum merkjum við í einu vídeói eða spilunarlista. Því fleiri merkjum sem þú bætir við því minna vægi hafa þau fyrir áhorfendur eða hlustendur sem leita. Ef vídeó eða spilunarlisti er með fleiri en 60 myllumerki munum við hunsa öll myllumerkin í efninu. Ofmerkingar gætu leitt til þess að vídeóið þitt verði fjarlægt úr upphleðslunum þínum eða úr leit.
  • Villandi efni: Ekki bæta við myllumerkjum sem ekki tengjast vídeóinu eða spilunarlistanum beint. Myllumerki sem eru villandi eða ótengd geta leitt til þess að vídeóið eða spilunarlistinn verði fjarlægð. Nánar um reglur um villandi lýsigögn.
  • Áreitni: Ekki bæta við myllumerki í þeim tilgangi að áreita, niðurlægja, ógna, afhjúpa eða hóta einstaklingi eða hóp. Brot á þessum reglum leiða til þess að vídeóið eða spilunarlistinn verða fjarlægð. Nánar um reglur um áreitni og neteinelti.
  • Hatursáróður: Ekki bæta við myllumerkjum sem upphefja ofbeldi eða hatur á einstaklingum eða hópum. Ekki bæta við myllumerkjum sem innihalda níðyrði sem sýna kynþátta- eða kynfordóma eða önnur níðyrði. Brot á þessum reglum leiða til þess að vídeóið eða spilunarlistinn verða fjarlægð. Nánar um reglur okkar um hatursorðræðu.
  • Kynferðislegt efni: Ef þú bætir kynferðislegum eða klúrum myllumerkjum við gæti það leitt til fjarlægingar á vídeóinu eða spilunarlistanum. Ef tilgangur vídeós er að vera kynferðislega ögrandi eru minni líkur til þess að það verði leyft á YouTube. Nánar um reglur um kynferðislegt efni.
  • Gróft orðbragð: Notkun á blótsyrðum eða móðgandi orðum í myllumerkjum gæti leitt til aldurstakmarks eða fjarlægingar á vídeóinu eða spilunarlistanum.
  • Annað en myllumerki: Leyfilegt er að bæta myllumerkjum við en (áfram) er óleyfilegt að nota venjuleg, lýsandi merki eða endurteknar setningar. Ef þú brýtur reglurnar gæti það leitt til fjarlægingar eða refsinga gegn vídeóinu eða spilunarlistanum. Nánar um reglur um villandi lýsigögn.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
11788592157643823447
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false