Notendahandbók fyrir rásanet

Að stilla rásarheimildir

Þessir eiginleikar eru einungis tiltækir þeim samstarfsaðilum sem nota efnisstjórnun YouTube Studio. Hafðu samband við samstarfsráðgjafa þinn hjá YouTube til að fá aðgang.

Þegar rás er tengd við rásanet getur eigandi efnis á rásanetinu gert tilkall til vídeóa og beitt tekjuöflunarreglum fyrir rásina.

Þú getur breytt heimildum fyrir stakar tengdar rásir:

  1. Skráðu þig inn á Google-reikning efniseiganda.
  2. Smelltu á reikningstáknið > Creator Studio sem er efst til hægri.
  3. Smelltu á Rásir > Yfirlit í vinstri valmyndinni.
  4. Veldu rásirnar sem þú vilt breyta heimildum fyrir.
  5. Smelltu á Heimildir efst á skjánum.
  6. Veldu að kveikja eða slökkva á stillingunum sem birtast:
    • Afla tekna af upphleðslum (aðeins rásir sem ekki eru hlutdeildarrásir*): Með því að kveikja á þessari stillingu getur eigandi tengdrar rásar gert tilkall til vídeóa og beitt notkunarreglum á þau.
    • Skoða tekjur: Með því að kveikja á þessari stillingu getur eigandi tengdrar rásar séð tekjur sem rás aflar í tekjuskýrslu í YouTube-greiningu.
    • Stilla samsvörunarreglu: Með því að kveikja á þessari stillingu getur eigandi tengdrar rásar kveikt á samsvörun Content ID fyrir rásina og tilgreint samsvörunarreglur.

*Rásanet geta ekki lokað fyrir heimild hlutdeildarhöfundar til að kveikja á tekjuöflun í vídeóum sínum, þar sem hlutdeildarrásir mega afla tekna af gjaldgengum vídeóum samkvæmt skilmálum þjónustu YouTube fyrir samstarfsaðila. 

Tengt efni

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
5965378656751364902
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false