Umsjón með auglýsingahléum fyrir miðjuauglýsingar í löngum vídeóum

Þú getur líka kveikt á auglýsingum í miðju vídeói (kallaðar „miðjuauglýsingar") í tekjuaflandi vídeóum sem eru 8 mínútur eða lengri.

Miðjuauglýsingar eru sjálfkrafa settar þar sem eðlilegt hlé verður í vídeóunum þínum til að finna gott jafnvægi milli upplifunar áhorfandans og tekjuöflunar þinnar. Ef þú ert ekki sjálfgefið með kveikt á miðjuauglýsingum fyrir nýjar upphleðslur geturðu kveikt á þeim fyrir stök vídeó.

Notaðu verkfærið fyrir auglýsingahlé til að búa til, forskoða og breyta miðjuauglýsingum sem hafa verið settar inn sjálfkrafa eða settu auglýsingahlé handvirkt inn í vídeó. Þú getur gert notað verkfærið óháð sjálfgefnum stillingum fyrir upphleðslu á rásinni.

Ef þú ert gjaldgeng(ur) geturðu líka virkjað miðjuauglýsingar í beinstreymunum þínum.

Nota miðjuauglýsingar í löngum vídeóum

Fáðu áskrift að YouTube-höfundarásinni til að fá nýjustu fréttir, uppfærslur og ábendingar.

Auglýsingaupplifun áhorfenda gæti verið aðeins breytileg eftir því hvaða tæki þeir nota.

  • Í tölvu: Fimm sekúndna niðurtalning birtist á undan miðjuauglýsingu.
  • Á öðrum verkvöngum: Gul merki birtast í framvindustiku vídeósins þar sem auglýsing gæti birst.
Algengar spurningar

Hvernig veit ég hvort ég ætti að nota miðjuauglýsingar?

Þó að YouTube geti fundið besta staðinn fyrir miðjuauglýsingar á sjálfvirkan hátt gætirðu viljað slökkva á miðjuauglýsingum ef þær henta ekki. Til dæmis gæti verið að ekki hentaði að setja miðjuauglýsingar í hugleiðsluvídeó. Ef þú velur að nota þær mælum við með sjálfvirkri staðsetningu á miðjuauglýsingum þar sem fundið er eðlilegt hlé í efninu til að forðast að truflun verði á upplifun áhorfandans.

Hvernig virkar sjálfvirk staðsetning á miðjuauglýsingum?

Þegar miðjuauglýsingar eru staðsettar á sjálfvirkan hátt er reynt að finna jafnvægi milli upplifunar áhorfandans og tekjuöflunarmöguleika höfundar. Háþróuð vélnámstækni YouTube skoðar mikið magn vídeóa til að átta sig á besta staðnum til að setja miðjuauglýsingar. Það er gert með því að meta þætti eins og eðlileg hlé á myndefni eða hljóðefni. Notendakannanir sýna að miðjuauglýsingar sem staðsettar eru með sjálfvirkum hætti eru tvöfalt ólíklegri til að valda truflun en handvirkar miðjuauglýsingar.

Eru miðjuauglýsingar ekki pirrandi fyrir áhorfendur?

Sumum áhorfendum gætu þótt miðjuauglýsingar pirrandi eða truflandi. Til að bæta upplifun áhorfenda gætum við þess þó að meta hvar best sé að staðsetja auglýsingu til að trufla þá sem minnst. Við reynum að halda jafnvægi milli þarfa áhorfenda, auglýsenda og höfunda á verkvangi okkar.

Get ég áfram breytt miðjuauglýsingum sem settar hafa verið inn sjálfkrafa?

Já. Þegar kveikt er á sjálfvirkum miðjuauglýsingum geturðu farið í tekjuöflunarstillingarnar fyrir stök vídeó og fært auglýsingahlé handvirkt.

Stjórnaðu auglýsingahléum í YouTube Studio

Staðsetning á miðjuauglýsingum getur haft áhrif á áhorfsupplifun og líkurnar á því að auglýsing birtist. Ef miðjuauglýsingar eru settar inn handvirkt á staði í vídeói þar sem þær eru truflandi gæti auglýsingakerfi okkar birt færri auglýsingar.

Hægt er að staðsetja miðjuauglýsingar á tvo vegu:
  • Sjálfvirk auglýsingahlé: Þú getur kveikt á sjálfvirkum miðjuauglýsingum sem þýðir að við finnum bestu staðsetninguna og birtingartíðnina fyrir auglýsingar og gætum jafnvægis í upplifun áhorfenda.
  • Handvirk auglýsingahlé: Ef þú velur að setja auglýsingahlé inn handvirkt skaltu reyna að setja þau inn á sem eðlilegustum stöðum til að niðurstöður verði sem bestar. Forðastu að setja miðjuauglýsingar þar sem þær trufla, til dæmi í miðri setningu eða atburðarás. Ef þú bjóst til efnið með hliðsjón af eðlilegum auglýsingahléum geturðu kveikt á handvirkum auglýsingahléum til að tryggja að auglýsingarnar birtist þar sem þú vilt.

Sjálfvirk staðsetning

Þú getur staðsett miðjuauglýsingar sjálfvirkt fyrir stök vídeó:

  1. Skráðu þig inn í YouTube Studio.
  2. Veldu Efni úr vinstri valmyndinni.
  3. Veldu vídeó og svo Tekjuöflun.
  4. Kveiktu á tekjuöflun fyrir vídeóið ef þú hefur ekki gert það nú þegar.
  5. Merktu við reitinn við hliðina á „Bæta við miðjuauglýsingum“.

Handvirk staðsetning

Þú getur staðsett miðjuauglýsingar handvirkt:

  1. Skráðu þig inn í YouTube Studio.
  2. Veldu Efni úr vinstri valmyndinni.
  3. Veldu vídeó og svo Tekjuöflun    
  4. Kveiktu á tekjuöflun fyrir vídeóið ef þú hefur ekki gert það nú þegar.
  5. Merktu við reitinn við hliðina á „Bæta við miðjuauglýsingum“.
  6. Veldu SKOÐA STAÐSETNINGU.
    • Bæta við auglýsingahléi: Smelltu á   BÆTA VIÐ HLÉI. Sláðu inn upphafstíma auglýsingarinnar eða dragðu lóðréttu stikuna að þeim tíma sem þú vilt nota.
    • Eyða auglýsingahléi: Smelltu á Eyða við hliðina á auglýsingahléinu.
  7. Efst til hægri skaltu smella á Halda áfram og síðan Vista.

Staðsettu auglýsingahlé þegar þú hleður upp nýju vídeói

Þú getur sett inn auglýsingahlé þegar þú hleður upp nýju vídeói: 

  1. Skráðu þig inn í YouTube Studio.
  2. Hladdu upp vídeói sem er 8 mínútur eða lengra.
  3. Kveiktu á tekjuöflun á flipanum „Tekjuöflun“.
  4. Merktu við reitinn við hliðina á „Bæta við miðjuauglýsingum“.
  5. Þegar vinnslu á vídeóinu er lokið skaltu velja SKOÐA STAÐSETNINGU.
    • Bæta við auglýsingahléi: Smelltu á BÆTA VIÐ HLÉI. Sláðu inn upphafstíma auglýsingarinnar eða dragðu lóðréttu stikuna að þeim tíma sem þú vilt nota.
    • Eyða auglýsingahléi: Smelltu á Eyða við hliðina á auglýsingahléinu.
  6. Neðst til hægri skaltu smella á Áfram.
  7. Ljúktu upphleðsluflæðinu.

Staðsettu auglýsingahlé þegar þú klippir vídeó

Þú getur líka sett inn auglýsingahlé þegar þú klippir vídeó: 

  1. Skráðu þig inn í YouTube Studio.
  2. Veldu Efni úr vinstri valmyndinni.
  3. Smelltu á vídeóið sem þú vilt breyta.
  4. Smelltu á Klippiforrit í vinstri valmyndinni.
  5. Við hliðina á     Auglýsingahlé skaltu velja BREYTA.
    • Handvirk staðsetning: Smelltu á BÆTA VIÐ HLÉI og sláðu inn upphafstíma auglýsingarinnar eða dragðu lóðréttu stikuna að völdum tíma. 
    • Sjálfvirk staðsetning: Smelltu á STAÐSETJA SJÁLFKRAFA.
    • Eyða auglýsingahléi: Smelltu á Eyða   við hliðina á auglýsingahléinu.
  6. Til að eyða auglýsingahléi smellirðu á Eyða við hliðina á auglýsingahléinu.
  7. Smelltu á VISTA.

Forskoðaðu og færðu miðjuauglýsingar

Þú getur forskoðað og fært miðjuauglýsingarnar þínar.

  1. Skráðu þig inn í YouTube Studio.
  2. Veldu Efni úr vinstri valmyndinni.
  3. Veldu vídeó og svo Tekjuöflun.
  4. Veldu SKOÐA STAÐSETNINGU fyrir neðan „Bæta við miðjuauglýsingum“.
  5. Veldu Spila  í vídeóspilaranum.
  6. Dragðu bendilinn að ákveðnum stað í vídeóinu.

Stjórna auglýsinghléum fyrir miðjuauglýsingar í vídeói

Þú getur kveikt og slökkt á miðjuauglýsingahléum fyrir stök vídeó:

  1. Skráðu þig inn í YouTube Studio.
  2. Í vinstri valmyndinni skaltu velja Vídeó.
  3. Veldu vídeó og svo Tekjuöflun.
  4. Merktu við reitinn við hliðina á „Bæta við miðjuauglýsingum“ til að kveikja eða slökkva á miðjuauglýsingahléum. Þegar kveikt er á þeim eru miðjuauglýsingar sjálfkrafa settar inn.
  5. Veldu VISTA.

Stjórnaðu auglýsingahléum fyrir miðjuauglýsingar fyrir mörg vídeó í einu

Þú getur kveikt og slökkt á miðjuauglýsingahléum fyrir mörg vídeó í einu:
  1. Skráðu þig inn í YouTube Studio.
  2. Veldu Efni úr vinstri valmyndinni.
  3. Veldu mörg vídeó og síðan „Auglýsingastillingar“ í valmyndinni Breyta.
  4. Merktu við „Bæta við miðjuauglýsingum“ til að kveikja eða slökkva á miðjuauglýsingahléum. Þegar kveikt er á þeim eru miðjuauglýsingar sjálfkrafa settar inn.
  5. Veldu hvort þú vilt eingöngu uppfæra vídeó sem ekki eru þegar með auglýsingahlé eða uppfæra líka þau auglýsingahlé sem fyrir eru.
  6. Veldu UPPFÆRA VÍDEÓ og fylgdu leiðbeiningunum sem birtast til að staðfesta breytinguna.
  7. Kláraðu breytinguna með því að velja UPPFÆRA VÍDEÓ.

Breyttu sjálfgefnum stillingum fyrir upphleðslu fyrir rásina fyrir miðjuauglýsingar

Þú getur breytt sjálfgefnum stillingum fyrir upphleðslu fyrir rásina þannig að auglýsingahlé fyrir miðjuauglýsingar séu fyrir hendi fyrir síðari upphleðslur. Þú getur líka slökkt á þessari stillingu ef þú vilt:
  1. Skráðu þig inn í YouTube Studio.
  2. Veldu Stillingar í vinstri valmyndinni.
  3. Veldu Sjálfgefnar stillingar fyrir upphleðslu og svo Tekjuöflun.
  4. Merktu við reitinn við hliðina á „Bæta við miðjuauglýsingum“ til að kveikja eða slökkva á miðjuauglýsingahléum. Þegar kveikt er á þeim eru miðjuauglýsingar sjálfkrafa settar inn.
  5. Veldu VISTA.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
8206555816504682759
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false