YouTube notkunarleiðbeiningar

Beiting reglna

Þessir eiginleikar eru einungis tiltækir þeim samstarfsaðilum sem nota efnisstjórnun YouTube Studio. Hafðu samband við samstarfsráðgjafa þinn hjá YouTube til að fá aðgang.
YouTube tengir reglu við vídeó þegar tilkall er gert til vídeós. Hvaða reglum YouTube beitir á vídeóið fer eftir því:
  • Hvernig tilkallið er gert (af þér eða af Content ID)
  • Hvort einhver annar aðili hafi gert tilkall til sama vídeós

Tilköll sem þú gerir

Þegar þú gerir tilkall til vídeós sem þú hefur hlaðið upp á rás sem þú átt er þeim reglum beitt sem þú hefur valið sem sjálfgefnar upphleðslureglur. Nánar um sjálfgefnar reglur.

Þegar þú gerir tilkall til vídeós með lýsandi leit velurðu handvirkt þær reglur sem á að tengja við tilkallið.

Tilköll frá Content ID

Þegar Content ID gerir tilkall til vídeós sem notandi hefur hlaðið upp notar það sjálfkrafa tilvísunarreglur um samsvaranir fyrir eignina sem gerir tilkallið.

Ef eignin er ekki með tengdar samsvörunarreglur er þeim reglum beitt sem þú hefur valið sem sjálfgefnar samsvörunarreglur.

Hægt er að breyta því hvaða reglur eru tengdar vídeói sem gert er tilkall til á síðunni Vídeó sem gert hefur verið tilkall til  í Efnisstjórnun Studio. Einnig er hægt að breyta því á síðunni Vandamál  þegar farið er yfir vandamál vegna tilkalla.

Margir samstarfsaðilar gera tilkall

Til sama vídeósins

Fleiri en einn samstarfsaðili geta átt réttmætt tilkall til sama vídeósins á sama landsvæði. Til dæmis getur einn samstarfsaðili gert tilkall til myndhlutans og annar til hljóðhlutans.

Þegar margir samstarfsaðilar eiga réttmætt tilkall til vídeós, og margar reglur gilda, er þeirri reglu beitt sem hefur mest takmarkandi áhrif.

Least restrictive   Most restrictive
No policy Monetize Track Block Takedown
 
Ef regla kveður á um að afla eigi tekna af vídeói og önnur regla kveður á um að það skuli sett á bannlista er vídeóið sett á bannlista.

Ath.: Ef upplýsingar vantar um eignarhald eignar sem gerir tilkall til vídeós er sjálfgefnu reglunni Rekja (eiganda vantar) beitt.

  • Dæmi: Ef eigninni fylgja engar eignarhaldsupplýsingar fyrir Kanada beitir YouTube reglunni Rekja (eiganda vantar) í Kanada gagnvart vídeóum sem tilkall hefur verið gert til.
  • Þar sem mest takmarkandi reglunni er beitt fær reglan um að rekja forgang fram yfir allar aðrar reglur sem kveða á um að afla tekna samkvæmt öðrum tilköllum.

Til sömu eignar

Ef mismunandi samstarfsaðilar eiga rétt til sömu eignar á mismunandi landsvæðum er reglum þess samstarfsaðila sem á eignina í viðkomandi landi beitt.

Ef mismunandi samstarfsaðilar eiga rétt til sömu eignar á sömu landsvæðum er þeim reglum beitt sem hafa mest takmarkandi aðgerðina í för með sér. Ef báðir samstarfsaðilar eru með sömu reglur fer það eftir því hvort um er að ræða tónlistareign eða ekki hvaða reglum er beitt:

  • Tónlistareignir: Tekjum er haldið aðgreindum og þegar deilan er leyst fær réttur samstarfsaðili tekjurnar greiddar.
  • Aðrar eignir: Rakningarreglu er beitt fyrir báða samstarfsaðila. Ekki er hægt að beita reglunni um að afla tekna fyrr en deila um eignarhald er leyst.
Dæmi

Í töflunum hér fyrir neðan má sjá dæmi um það hvernig reglum er beitt á vídeó sem notendur hlaða upp sem passa við eign með deilt eignarhald.

Eignarhald á mismunandi landsvæðum + mismunandi reglur:

  Samstarfsaðili A Samstarfsaðili B
Fer með eignarhald í: Bandaríkjunum, Kanada, Mexíkó Bretlandi
Samsvörunarregla stillt sem: Setja efnið á bannlista Afla tekna af efninu
Hvaða reglum er beitt:
  • Samkvæmt reglum samstarfsaðila A eru vídeó sem notendur hlaða upp sem passa við þessa eign á bannlista í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó.
  • Samkvæmt reglum samstarfsaðila B eru vídeó sem notendur hlaða upp sem passa við eignina sýnd með auglýsingum í Bretlandi.
  • Samstarfsaðili B fær tekjur af birtingum í Bretlandi.
  • Engar reglur eiga við annars staðar í heiminum.

Eignarhald á mismunandi landsvæðum + sömu reglur:

  Samstarfsaðili A Samstarfsaðili B
Fer með eignarhald í: Bandaríkjunum, Kanada, Mexíkó Bretlandi
Samsvörunarregla stillt sem: Setja efnið á bannlista í Bandaríkjunum, afla tekna af efninu í Kanada og Mexíkó Afla tekna af efninu
Hvaða reglum er beitt:
  • Samkvæmt reglum samstarfsaðila A eru vídeó sem notendur hlaða upp sem passa við þessa eign á bannlista í Bandaríkjunum og sýnd með auglýsingum í Kanada og Mexíkó. Samstarfsaðili A fær tekjur af birtingum í Kanada og Mexíkó.
  • Samkvæmt reglum samstarfsaðila B eru vídeó sem notendur hlaða upp sem passa við þessa eign birt með auglýsingum í Bretlandi. Samstarfsaðili B fær tekjur af birtingum í Bretlandi.
  • Engar reglur eiga við annars staðar í heiminum.

Eignarhald á sama landsvæði + mismunandi reglur:

  Samstarfsaðili A Samstarfsaðili B
Fer með eignarhald í: Bandaríkjunum, Kanada, Mexíkó Bandaríkjunum
Samsvörunarregla stillt sem: Setja efnið á bannlista í Bandaríkjunum, afla tekna af efninu í Kanada og Mexíkó Rekja efnið
Hvaða reglum er beitt:
  • Reglum samstarfsaðila B er beitt þar sem þær hafa í för með sér meira takmarkandi aðgerð (Setja á bannlista). Vídeó sem notendur hlaða upp sem passa við þessa eign eru sett á bannlista í Bandaríkjunum.
  • Engar reglur eiga við annars staðar í heiminum.

Eignarhald á sama landsvæði + sömu reglur:

  Samstarfsaðili A Samstarfsaðili B
Fer með eignarhald í: Bandaríkjunum Bandaríkjunum
Samsvörunarregla stillt sem: Afla tekna af efninu Afla tekna af efninu
Hvaða reglum er beitt:
  • Tónlistareignir: Tekjum er haldið aðgreindum og þegar deilan er leyst fær réttur samstarfsaðili tekjurnar greiddar.
  • Aðrar eignir: Rakningarreglu er beitt fyrir báða samstarfsaðila. Ekki er hægt að beita reglunni um að afla tekna fyrr en deila um eignarhald er leyst.
  • Engar reglur eiga við annars staðar í heiminum.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
12709909809558136578
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false