Ef þú átt í vandræðum með að spila YouTube-vídeóið þitt skaltu prófa þessi úrræðaleitarskref til að leysa vandamálið.
Sum algengustu villuboðin eru:
- „Villa kom upp.“
- „Villa við spilun. Ýttu til að reyna aftur.“
- „Tenging við þjón rofnaði.“
- „Þetta vídeó er ekki tiltækt.“
- „Eitthvað fór úrskeiðis. Ýttu til að reyna aftur.“
- „Ertu að lenda í truflunum? Kynntu þér ástæðuna."
Úrræðaleit vegna villna í vídeóum
Ef villuboð koma upp þegar þú horfir á vídeó geturðu prófað þessi úrræði.
Skoðaðu nethraðann þinn og gagnanotkunina
- Endurræstu nettenginguna.
- Keyrðu nethraðapróf til að tryggja að netið geti stutt vídeóupplausnina sem þú valdir. Ef þú notar mörg tæki á sama netkerfi gæti hraðinn minnkað sem tækið þitt fær. Þú getur líka breytt vídeógæðunum til að bæta upplifunina.
- Skoðaðu upplausn YouTube-vídeósins og hraðann sem mælt er með til að spila vídeóið. Taflan hér að neðan sýnir nokkurn veginn hvaða hraða er mælt með til að spila upplausn hvers vídeós fyrir sig.
|
- Ef þú hefur áhuga á að sjá fleiri upplýsingar um hvernig vídeóin þín spilast skaltu skoða tölfræði fyrir nörda.
- Skoðaður stillingarnar í tækinu þínu til að ganga úr skugga um að þú hafir kveikt á gagnanotkun fyrir YouTube í tækinu.
Passaðu að þú hafir skráð þig inn á YouTube.
Til að vernda YouTube-samfélagið gætum við komið í veg fyrir að útskráðir notendur hafi aðgang að YouTube-vídeóum þegar þeir reyna að sækja efni til notkunar án nettengingar.
Ef þú ert rannsóknaraðili og ert að reyna að nálgast YouTube-gögn fyrir akademískar rannsóknir geturðu sótt um í þjónustu YouTube fyrir rannsóknaraðila. Nánar um ferlið og hvaða gögn eru tiltæk.
Endurræstu YouTube-forritið eða tækið þitt
Prófaðu að loka YouTube-forritinu eða endurræsa símann. Þú getur líka fjarlægt YouTube-forritið og sett það svo upp aftur.
Uppfærðu vafrann þinn
Prófaðu að uppfæra vafrann eða hreinsa skyndiminni og fótspor vafrans.
Uppfærðu YouTube-forritið
Úrræðaleit vegna annarra villna
Þú getur fylgt eftirfarandi skrefum til úrræða til að leysa þessar algengu villu.
„Eitthvað fór úrskeiðis. Endurnýjaðu eða reyndu aftur seinna.“ villuboð- Skráðu þig inn á YouTube. Einhverjir eiginleikar virka hugsanlega ekki sem skyldi ef þú skráir þig ekki inn.
- Passaðu að nota nýjustu útgáfuna af samhæfum vafra, til dæmis Google Chrome, Firefox eða Safari.
- Leyfðu auglýsingar á YouTube og slökktu á auglýsingavörnum. Ef þú vilt horfa án auglýsinga gerir YouTube Premium þér kleift að horfa á vídeó án truflana um leið og þú styður höfunda.
- Hreinsaðu skyndiminni og fótspor vafrans.
- Staðfestu að þú sért að nota rétta DNS-þjóna og að engin forrit þriðja aðila hafi breytt þeim. Farðu í netstillingarnar þínar eða kjörstillingar til að skoða DNS-stillingarnar.
- Endurræstu tækið þitt. Þegar tækið er komið aftur í gang skaltu fara aftur í YouTube-forritið og reyna aftur að spila vídeóið.
Vandamál tengd hljóði
Ef þú heyrir ekki hljóð í YouTube-vídeói skaltu:
- Passa að kveikt sé á hljóði/hljóðstyrk fyrir vafrann eða tækið.
- Skoða hljóðstillingar tækisins.
- Endurræsa vafrann eða tækið.