Villuboð í beinstreymi

Stjórnborð beinna útsendinga og stjórnherbergi fyrir beinar útsendingar leita að villum í straumnum sem þú sendir til YouTube. Skilaboðin birtast við hliðina á ástandsvísinum efst í stjórnherbergi fyrir beinar útsendingar.

Við hliðina á hverri villu er tímastimpill sem sýnir hvenær villan fannst. Ef villan er ekki lagfærð heldur hún áfram að birtast. Rauðar villur eru alvarlegar og gætu hindrað viðburðinn í að hefjast eða valdið notendum vandræðum. Gular villur eru miðlungsalvarlegar og gætu haft neikvæð áhrif á gæði í viðburðinum.

Hér fyrir neðan er listi yfir allar villur:

Daglegu hámarki fyrir beinstreymi náð:

Svo að YouTube sé öruggara fyrir alla takmörkum við hversu mörg beinstreymi rás getur búið til á sólarhring. Lestu þessa grein til að hækka daglega hámarkið.

Rangt straumsnið

Kóðunin er stillt á eitthvað annað en H.264 vídeó og AAC hljóð. Skiptu yfir í H.264 vídeó og AAC hljóð til að straumurinn verði rétt innfluttur.

  • Breyttu geymslusniði vídeósins. Núverandi geymslusnið er ekki rétt fyrir þessa stillingu.
  • Hljóðstraumurinn er kóðaður með kóðara sem ekki er studdur. Stilltu hljóðkóðarann á kóðara sem stutt er við (AAC, MP3).
  • Stilltu myndkóðara straumsins á H.264. Vídeóið er kóðað með röngum kóðara.
  • Leiðréttu myndkóðarasnið straumsins. Vídeóið er kóðað með röngu kóðarasniði.

Rangur bitahraði

Ef þú notar ekki aðgangspunkt með breytilegri upplausn verður þú að nota nákvæman bitahraða fyrir upplausnina sem þú valdir á stillingasíðunni fyrir innflutning. Ef þú ert ekki með nægilega bandvídd fyrir upplausnina sem þú valdir skaltu íhuga að lækka upplausnina. Réttur bitahraði fyrir hverja upplausn er tilgreindur í kóðunarstillingunum. Leiðréttu villuskilaboðin til að tryggja að vídeóið þitt sé umkóðað og sent með réttum hætti.

  • Við mælum með því að bitahraða hljóðstraumsins sé breytt í 128Kbps Núverandi bitahraði hljóðstraumsins er yfir ráðlögðum bitahraða.
  • Við mælum með því að bitahraða hljóðstraumsins sé breytt í 128Kbps. Núverandi bitahraði hljóðstraumsins er undir ráðlögðum bitahraða.
  • Breyttu hljóðtökutíðni straumsins í 44.1KHz. Núverandi upptökutíðni er röng.
  • Við mælum með því að bitahraði straums sé X. Núverandi bitahraði straumsins er yfir ráðlögðum bitahraða.
  • Við mælum með því að bitahraði straums sé X. Núverandi bitahraði straumsins er undir ráðlögðum bitahraða.

Rangar hljóðstillingar

Kóðunin sendir rangar hljóðstillingar. Leiðréttu villuskilaboðin til að tryggja að hljóðið sé sent inn með réttum hætti.

  • Gefðu upp einn hljóðstraum. Enginn hljóðstraumur er í vinnslustraumnum.
    • Kóðunin sendir ekkert hljóð. Í sumum kóðunum er gátreitur til að kveikja á hljóði. Söfnun YouTube krefst þess að hljóð sé í öllum vídeóum.
  • Gefðu aðeins upp einn hljóðstraum. Margir hljóðstraumar eru í vinnslustraumnum.
    • Margir hljóðstraumar munu valda vandamálum í innflutningi.
  • Leiðréttu fjölda hljóðrása. Fleiri en tvær rásir er til staðar. Aðeins 1 (einóma) eða 2 (víðóma) eru studdar.

Rangar vídeóstillingar

Kóðunin sendir rangar vídeóstillingar. Leiðréttu villuskilaboðin til að tryggja að vídeóið sé sent inn með réttum hætti.

  • Gefðu upp einn vídeóstraum. Enginn vídeóstraumur er í vinnslustraumnum.
  • Gefðu aðeins upp einn vídeóstraum. Margir vídeóstraumar eru í vinnslustraumnum.
  • Núverandi vídeó er samfléttað, en ekki er stutt við samfléttuð vídeó.
    • Passaðu að vídeóið sé framsækið. Annars muntu sjá vinnslugögn í vídeóinu sem hafa mikil neikvæð áhrif á gæðin.
  • Rammatíðnin er of há.  Stilltu rammatíðnina á X ramma/sek. eða minna. 
    • Mundu að rammatíðnin og tíðni lykilramma eru tengdar. Ef þú breytir rammatíðninni þarftu líka að breyta tíðni lykilramma til að lykilrammar séu sendir inn á tveggja sekúndna fresti.

Röng tíðni lykilramma í vídeói

Kóðunin sendir lykilramma of oft eða ekki nógu oft. Breyttu þannig að lykilrammar séu sendir á tveggja sekúndna fresti. Það er á 60 ramma fresti þegar rammatíðnin er 30 rammar/sek.

  • Notaðu lykilrammatíðni upp á fjórar sekúndur eða minna. Lykilrammar eru ekki sendir nægilega oft, sem veldur hleðslu í biðminni. Núverandi lykilrammatíðni er X sekúndur. Athugaðu að vinnsluvillur geta valdið röngum myndahópstærðum (GOP – group of pictures).
  • Myndahópstærðin (GOP – group of pictures) er lítil sem getur minnkað myndgæði. Ráðlögð lykilrammatíðni er fjórar sekúndur. Núverandi lykilrammatíðni er X sekúndur. Athugaðu að vinnsluvillur geta valdið röngum myndahópstærðum.
    • Sum kóðun leyfir þér að breyta myndahópstærðinni í opna (breytilega) eða lokaða (fasta). Söfnun YouTube krefst þess að myndahópstærðin sé lokuð til að fá sem besta umkóðun.

Röng stærð vídeós (upplausn)

Vídeóið verður að vera í sömu hæð og breidd og upplausnin sem þú valdir á stillingasíðunni fyrir innflutning. Réttar stærðir fyrir hverja upplausn eru tilgreindar í kóðunarstillingunum sem „breidd x hæð“.

  • Athugaðu vídeóupplausnina. Núverandi upplausn er X sem er ekki kjörupplausn.
  • Þú þarft að breyta vídeóupplausninni. Núverandi upplausn er X, sem þessi stilling styður ekki. Raunupplausn er X.

Misræmi í aðalstraumum og varastraumum

Aðalstraumar og varastraumar verða að hafa nákvæmlega sömu stillingar til að bilanaskipti virki með réttum hætti. Leiðréttu villuskilaboðin til að tryggja að aðalstraumar og varastraumar séu eins.

  • Stilltu sömu upplausn fyrir aðalstraum og varastraum vídeósins. Í núverandi stillingu eru straumarnir með mismunandi upplausn.
  • Stilltu sömu myndkóðara fyrir aðalstraum og varastraum vídeósins. Í núverandi stillingu eru straumarnir með mismunandi myndkóðara.
  • Stilltu sama línuhlaup fyrir aðalstraum og varastraum vídeósins. Í núverandi stillingu eru straumarnir með mismunandi línuhlaup.
  • Veldu sama snið fyrir aðalstraum og varastraum vídeósins. Í núverandi stillingu eru straumarnir með mismunandi sniði.
  • Stilltu sama bitahraða fyrir aðalstraum og varastraum vídeósins. Í núverandi stillingu eru straumarnir með mismunandi bitahraða.
  • Stilltu sömu rammatíðni fyrir aðalstraum og varastraum vídeósins. Í núverandi stillingu eru straumarnir með mismunandi rammatíðni.
  • Stilltu sömu lykilrammatíðni fyrir aðalstraum og varastraum vídeósins. Í núverandi stillingu eru straumarnir með mismunandi lykilrammatíðni.
  • Stilltu sömu hljóðtökutíðni fyrir aðalstraum og varastraum vídeósins. Í núverandi stillingu eru straumarnir með mismunandi hljóðtökutíðni.
  • Samkvæmt núverandi stillingu hafa aðalstraumar og aukastraumar vídeósins ólíkar hljóðrásir. Þú þarft að stilla straumana þannig að hljóðrásir þeirra séu hinar sömu.
  • Veldu sömu hljóðkóðara fyrir aðalstraum og varastraum vídeósins. Í núverandi stillingu eru straumarnir með mismunandi hljóðkóðara.
  • Gættu þess að bæði aðalstraumur og varastraumur vídeósins séu stilltir á réttan hátt. Samanburður á straumunum heppnaðist ekki vegna þess að annar straumurinn er rangt stilltur.

Var þetta gagnlegt?

Hvernig getum við bætt þetta?
Leit
Hreinsa leit
Loka leit
Aðalvalmynd
11643008981908814336
true
Leita í hjálparmiðstöð
true
true
true
true
true
59
false
false